Þróuð greiðsluerfiðleikaúrræði hjá Íbúðalánasjóði!

Það harnar á dalnum og greiðsluerfiðleikar að aukast. Þeir sem hafa íbúðalán sín hjá Íbúðalánasjóði eru væntanlega í skárri stöðu en aðrir, því sjóðurinn hefur yfir að ráða þróuðum greiðsluerfiðleikaúrræðum sem geta aðstoðað fólki að komast yfir erfiðasta hjallan.

Það skal undirstrikað að það skiptir öllu máli að leita sér aðstoðar og áður en allt er komið í óefni í fjármálum fjölskyldunnar. Ekki bíða of lengi!!!

Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs felast meðal annars í því að unnt er að frysta lán sjóðsins til allt að 3 ára og breyta vanskilum lán til allt að 15 ára. Hafa ber í huga að greiðslubyrði lána hækkar í kjölfari þessara þriggja ára - en unnt er að draga úr því með lengingu lánanna.

Nánari upplýsingar um greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs og annað er snýr að sjóðnum er að finna á vef sjóðsins www.ils.is.

Vonandi munu bankar og sparisjóðir landsins feta í fótspor Íbúðalánasjóðs í greiðsluerfiðleikamálum á meðan núverandi niðursveifla (og ríkisstjórn) ríkir.  Við skulum líka vona að ríkisstjórnin ranki við sér!


mbl.is Eiga erfitt með að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég komst að því þegar ég fór í háskólanám 2004 (þá orðin rúmlega 30) að þessi leið er í boði fyrir námsmenn, flokkast reyndar undir greiðsluerfiðleika-meðferð en ef sýnt þykir að tekjur heimilisins minnki á námstímanum þá er þessi leið góð leið til þess að jafna sveiflur. Ég nýtti mér þetta þ.e. að "frysta" lánin í 3 ár og lengja um 5 ár til að fá svipaða greiðslubirgði eftir að ég byrjaði að borga aftur. Bendi líka á að viðkomandi fær vaxtabætur eins og greitt væri af lánum, því litið er á að viðkomandi fái lán fyrir afb. enda leggjast þær ofan á höfuðstólinn. Ég mæli með þessari leið fyrir fólk á mínum aldri að skoða til að létta sér þá ákvörðun að fara í nám.

Einar G. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband