Rétt hjá Samfylkingunni að standa í lappirnar!

Ég efast ekki um að rök eru fyrir uppstokkun embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum þótt ég og fleiri sjái þau ekki og efist um að slíkar breytingar verði til bóta, enda núverandi fyrirkomulag skilað miklum og góðum árangri. Af hverju að breyta breytinganna vegna þegar hlutirnir ganga óskaplega vel?

Það er greinilegt að þingmenn Samfylkingarinnar kaupa ekki röksemdarfærslurnar fyrir breytingum þar sem málið er pikkfast í þingflokknum.

Það er siðferðilega rétt hjá þingflokki Samfylkingarinnar að standa í fæturna í þessu máli ef samviska þeirra telur að fyrirhugaðar breytingar séu rangar.

En á sama hátt verður Samfylkingin að sína sama þroska þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stoppar gæluverkefni Samfylkingarfólks sem gengur gegn samvisku þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er vandamálið við samsteypustjórnir - en það er mikilvægt að allir aðiljar virði skoðanir samstarfsaðiljans - og leggi sig fram um að ná málamiðlunum í stöðu sem þessari - málamiðlun sem báðir aðiljar geta fallist á. Ef ekki verða samstarfsflokkar að hafa þroska til að leggja mál til hliðar - ef þeir á annað borð vilja halda áfram heilbrigðu samstarfi í ríkisstjórn.

Það er örugglega ekki alltaf auðvelt!


mbl.is Suðurnesjafrumvarp fast hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ekki hefur mér nú þótt smáfylkingin merkilegur pappír hingað til og allra síst hvernig hún er að skíta á sig með kosningaloforðin um stóriðjustoppið. En ég er tilbúin að fyrirgefa smáfylkingunni allan fjandann ef hún stoppar dómsmálaráðherra-viðundrið í að hlaða meira undir rassgatið á ríkislögreglustjóra-dekurdýrinu sem er rangur maður, á röngum stað, á röngum tíma, í röngu embætti, vegna rangrar ákvörðunar veruleikafirrts herdýrkara í embætti dómsmálaráðherra. Eina vitræna breytingin á þessu sviði er að leggja niður gæluembætti ríkislögreglustjóra strax og ekki seinna en strax. Það embætti er heimtilbúið gæluverkefni ráðherrans í sjúklegri þráhyggjuröskun hans til að verða herstjóri. Sérsveitin sem sérhæfir sig í að yfirbuga menn sem sýna engan mótþróa, heldur þvert á móti samvinnu, á ágætlega heima sem stoðdeild hjá lögreglustjóranum í Reykjavík með hæfilegum sporslum í dagpeningum og ferðakostnaði ef hennar er þörf úti á landi af og til. NIÐUR MEÐ EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA OG BURT MEÐ ÞANN STJÓRA SJÁLFAN!

corvus corax, 9.4.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Hef heyrt að aðalástæða Björns Bjarnasonar fyrir að skipta embættinu upp í þrjú embætti sé af fjárhagslegum toga.

Eins og staðan er núna er lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum fjárfrekasta lögreglustjóraembætti landsins, að undanskildu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Með því að skipta embættinu upp í 3 embætti, þá færist stór hluti kostnaðar dómsmálaráðuneytis vegna Suðurnesjaembættisins á önnur ráðuneyti, utanríkis- og samgönguráðuneyti, sem hafa úr mun meiru að moða en dómsmálaráðuneytið.

Það sem vinnst vegna þessa er að þá getur dómsmálaráðuneytið veitt mun meiri fjármunum í önnur lögregluembætti annars staðar á landinu.

Nú auðvitað geta aðrar ástæður legið að baki líka, en samkvæmt mínum heimildum þá sé þetta aðalmálið.

Persónulega er ég hlynntur því að embættið á Suðurnesjunum verði með óbreyttu sniði. Dómsmálaráðuneytið þarf bara að fá meiri fjárveitingar til að veita meira fé í önnur embætti á landinu.

Ívar Jón Arnarson, 9.4.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband