Gengur ASÍ bónleitt til búðar?

ASÍ ætti ekki að ganga bónleitt til búðar þegar samtökin óska eftir því við ríkisstjórnina að staða barnafjölskyldna verði treyst. Samfylkingin hét því að slíkt yrði gert fyrir kosningar þótt ekki hafi bólað á því í fjárlagafrumvarpinu eins og ég benti á í pistli mínum "Hvar er raunhækkun barnabóta" í síðustu viku.

Þá er eðlilegt að dregið verði úr skattbyrði hinna tekjulægstu, þótt skattalækkanir nú gætu orðið til að ýta undir verðbólguna - sem hefur verið á fullri ferð í tíð þessarar ríkisstjórnar. 

Ríkisstjórnin verður bara að fara í mótvægisaðgerðir sem bitnar á öðrum en barnafjölskyldum og láglaunafólki vegna mögulegra áhrifa bættra kjara þessara hópa á efnahagslífið. Auglýsi eftir tillögum um slíkar mótvægisaðgerðir!


mbl.is Vill lækka skatt tekjulágra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband