Hvar er boðuð raunhækkun barnabóta?

Hvar er boðuð raunhækkun barnabóta? Ekki er hana að sjá í fjárlagafrumvarpinu. Ég skildi Samfylkinguna þannig fyrir kosningar að hún ætlaði að hækka barnabæturnar!

Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að skrúfa fyrir fjárframlög til að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar? Framsóknarflokkurinn náði þó á sínum tíma fram hækkun ótekjutendra barnabóta - og þurfti að hafa fyrir því í stjórnarsamstarfinu - og var húðskammaður meðl annars af Samfylkingunni fyrir að ná ekki enn betri árangri á því sviði.

Ég á fjögur börn og veit hvað það kostar. Ég ætla ekki að kveinka mér undan þeim kostnaði - en veit að fyrir ungt barnafólki í lægri tekjuhópunum er þessi kosnaður að sliga heimilin. Það fólk á skilið að Samfylkingin hækki barnabæturnar eins og hún lofaði. Þesi hópur þarf nefnilega á því að halda.

Hvernig væri að ríkisstjórn gæfi börnum þessa lands hækkun barnabóta í skóinn fyrir þessi jól!

Verð að nota tækifærið og þakka fyrir frístundakortið sem Björn Ingi kom á hér í Reykjavík. Það er milkil búbót og ljóst að það framtak gerir það að verkum að börn tekjulægri fjölskyldna sem ekki fá hækkaðar barnabætur eins og lofað var - geta sent börnin sín til íþróttaæfinga og í annað tónstundastarf án þess að þurfa að greiða fyrir. Það er ekki víst að börn þeirra hefðu getað tekið þátt í slíku ef tómstundakort Björns Inga og Framsóknarflokksins hefðu ekki komið til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband