Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Munið jafnrétti kynjanna í skipan seðlabankastjóranna!

Það er vonandi að hæfnisnefnd um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra muni eftir jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar við valið. Þetta tvíeyki á að sjálfsögðu að vera kona og karl. Eða karl og kona.


mbl.is Jónas Haralz leggur mat á hæfi bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað af viti frá viðskiptaráðherra!

Loksins kom eitthvað af viti frá viðskiptaráðherranum - sem hefur verið eins og álfur út úr hól í umræðunni um skuldastöðu heimilanna undanfarið. Djörf vaxtalækkun er löngu - löngu tímabær.

Ítreka samt enn tillögu mína um að Lilja Mósesdóttir taki við sem viðskiptaráðherra.


mbl.is Myndi fagna djarfri vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG á heiður skilið

VG á heiður skilið fyrir að leggja ekki stein í götu aðildarviðræða við Evrópusambandið þótt flokkurinn sé á móti slíkri aðild. Alþingi mun nú taka ákvörðun um aðildarviðræður.

Það má ljóst vera að meirihluti er á Alþingi fyrir aðildarviðræðum. Stefna Samfylkingar er skýr. Stefna Framsóknarflokksins er skýr. Aðildarviðræður.  Borgarahreyfingin hefur talað fyrir aðildarviðræðum og einnig einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins einnig.

Við megum því búast við að Íslendingar óski eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið strax á vorþingi. Það er ljóst að aðildarviðræður munu ekki taka langan tíma. Því er raunhæft að kosið verði um aðildarsamning að Evrópusambandinu samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.

Það eina sem er áhyggjuefni er það hvort Samfylkingunni sé treystandi að verja hagsmuni Íslendinga í aðildarviðræðunum sem væntanlega verða á forræði Samfylkingarinnar en ekki VG. Best hefði verið að Framsóknarflokkurinn leiddi aðildarviðræðurnar með skynsömum samningsmarkmiðum sínum.

Við skulum vona að VG tryggi að hagsmunum Íslands verði borgið í viðræðunum.

Eftirfarandi atriði ættu að liggja til grundvallar aðildarviðræðunum:

  • Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
    aðildarsamnings.
  • Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
  • Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
  • Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
  • Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
  • Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
  • Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
  • Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
  • Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.

 

 


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarhlutur hjá Steingrími J. að hafna niðurfærslu lána

Það er rangt hjá Steingrími J. að niðurfærslur lána myndi fara með stofnanir eins og Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina. Aðgerðaleysi stjórnvalda og greiðsluverkfall gæti hins vegar farið með Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðina og ríkisbankana.

Steingrímur J. ætti að fara í grunnkúrs í hagfræði til Lilju Mósesdóttur. Mætti taka Jóhönnu Sigurðardóttur með sér.


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilju Mósesdóttur viðskiptaráðherra í stað Gylfa Magnússonar

Það væri góður leikur hjá ríkisstjórninni að gera hagfræðinginn Lilju Mósesdóttur viðskiptaráðherra í stað Gylfa Magnússonar. Lilja gerir sér greinilega betur grein fyrir stöðu mála á vinnumarkaði en Gylfi sem virðist í algerri afneitun um raunverulega stöðu mála.

Lilja vill niðurfærslu skulda vegna íbúðalána og Lilja vill ýta undir atvinnu með því að fjölga þeim fyrirtækjum sem hafi kost á að ráða fólk af atvinnuleysisskrá og fái atvinnuleysisbæturnar í meðgjöf til að byrja með.

Gylfi lætur hins vegar sem allt sé í himnalagi og heldur því fram að flestir geti staðið undir skuldbindingum sínum. Hann ætti að tala við einhverja meðal hinna 17 þúsunda sem nú gengur um atvinnulaus og ná ekki endum saman.

PS. Það sem er ennþá verra er að Gylfi - og reyndar Jóhanna líka - tuða sífellt um greiðsluaðlögun sem valkost - en greiðsluaðlögun er ekki enn orðin raunhæfur valkostur fyrir illa stödd heimili þar sem reglugerð með frumvarpinu hefur ekki verið endanlega útfærð.

Einkennandi fyrir ríkisstjórnina. Það er ekki enn búið að ganga frá reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds þótt lögin séu að verað 2 mánaða gömul!

 


mbl.is Fleiri fái að ráða í bótavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningsmarkmið aðildarviðræðna við ESB í stjórnarsáttmála?

Fréttir herma að VG hyggist gefa eftir í Evrópumálunum og samþykkja að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er jákvætt. En það verða að vera skýr samningsmarkmið í slíkum aðildarviðræðum - samningsmarkmið sem best væri að kæmu fram í stjórnarsáttmála.

Eftirfarandi atriði ættu að liggja til grundvallar aðildarviðræðunum:

  • Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
    aðildarsamnings.
  • Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
  • Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
  • Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
  • Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
  • Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
  • Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
  • Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
  • Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.

Lýðræðislegt stjórnlagaþing á dagskrá?

Það verður spennandi að sjá hvort VG og Samfylking setji lýðræðislegt stjórnlagaþing á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála eða hvort leiðtogar flokkana láti forræðishyggju sína og embættismannakerfisins verða ofan á.

Það hlýtur að verða persónulegur ósigur Jóhönnu sem gegnum tíðina hefur ítrekað lagt til stjórnlagaþing ef hún lætur andstæðinga lýðræðislegs stjórnlagaþing innan Samfylkingarinnar verða ofaná. Þá er hætta á að forræðishyggjuhluti VG verði tregur í taumi.

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Ragnheiður með skynsamlegt útspil í íbúðalánamálum

Ásta Ragnheiður félagsmálaráðherra hefur tekið afar skynsamlegt skref í húsnæðismálum með því að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána vegna endurbóta húsnæðis, breytinga sem stuðla að orkusparnaði og nýja heimildir til útlána vegna lóðaframkvæmda.

Þessar rýmkanir kunna að veita einhverjum tugum iðnaðarmanna atvinnu sem ekki hefði annars fengist.

Hins vegar hefði Ásta Ragnheiður mátt ganga lengra en þetta og veit sjóðnum heimild til að lána endurbótalán sem yrðu algerlega afborgunarlaus fyrstu 3 árin eins og lesa má í pistli mínum Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Frétt félagsmálaráðuneytisins vegna rýmkin reglna er að finna hér.


Sighvatur Björgvinsson afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála

Sighvatur Björgvinsson sem titlar sig sem fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála afhjúpar vanþekkingu sína á skipan neytendamála á Íslandi í pistli sem hann ritar í visir.is.

Það er vert að minna á að Sighvatur þessi er sá sami og var leystur út af Alþingi með því ráða hann í stöðu framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofunar.

Einnig sami Sighvatur sem gekk af göflunum þegar utanríkisráðherra Framsóknarflokksins kynnti endurbætur á fyrirkomulagi þróunarsamvinnu Íslendinga - en þagði þunnu hljóði þegar utanríkisráðherra Samfylkingar framkvæmdi boðaðar hugmyndir Framsóknarráðherrans.

En aftur að vanþekkingu Sighvatar - fyrrum ráðherra neytendamála - á skipan neytendamála á Íslandi.

Sighvatur ræðst að skynsamlegum tillögum Talsmanns neytenda og blandar í sífellu Neytendastofur og embætti Talsmanns neytenda saman. Áttar sig ekki á því að embætti Talsmanns neytenda er sjálfstætt embætti sem tilheyrir alls ekki Neytendastofu.

Athugasemdir Sighvatar við tillögur Talsmanns neytenda eru byggðar á sambærilegum misskilningi.

Sighvatur getur kynnt sér hlutverk og stöðu embættis Talsmanns neytenda hér.

Vonandi kynnir Sighvatur sér betur staðreyndir áður en hann ræðst inn á ritvöllinn næst.


"Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu"

"Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu. Henni finnst bezt, að fólk viti sem minnst." Þetta segir Jónas Kristjánsson í pistli sínum á www.jonas.is í dag.

Enn einu sinni hittir Jónas naglann á höfuðið.

Reyndar er VG í algjörri sjálfheldu. Langar ekkert í stjórn með Samfylkingunni - en neyðist til þess vegna yfirlýsinga sinna vikum fyrir kosninga. Reyndar ljóst síðustu dagana fyrir kosningar að VG sá eftir fyrri yfirlýsingum - en skaðinn var skeður.

Það að flokkarnir gefa sér að minnsta kosti viku tilviðbótar til að klára stjórnarmyndunarviðræður lofar ekki góðu.

Hvernig ætla flokkarnir að bregðast við í ríksstjórn þegar kom upp mál sem afgreiða þarf strax?  Á þá að fara leið Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn - gera ekki neitt? 

Það bendir allt til þess. Þannig "brugðust" flokkarnir nefnilega við efnahagsvandanum þá 80 daga sem þeir höfðu til að grípa til raunhæfra aðgerða. Gerðu nánast ekki neitt í efnahagsmálunum en einbeittu sér að málum sem hefðu átt að bíða þar til nú - eins og banni við vændi.


mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband