Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ögmundur talar á kjarnyrtri íslensku

Ögmundir Jónasson talar nú á kjarnyrtri íslensku - og hefur ýmislegt til síns máls. Nú þekki ég gamla kennarann minn úr samtímasögunni í sagnfræðinni. Ég er ánægður með hann. En hvað segir Jóhanna? Ætlar hún að þegja þunnu hljóði? Má ekki hnýta í flokksfélaga Samfylkingarinnar - Gordon Brown?


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG hefur vonandi vit fyrir Samfylkingunni

VG hefur vonandi vit fyrir Samfylkingunni í efnahagsmálum - en eins og menn vita er Samfylkingin út á túni í þeim málaflokknum. Málefnahópur VG er búinn að taka mikilvægt skref með því að leggja til leiðréttingu á vöxtum og verðbótaþáttum lána.

Það er Framsóknarleiðin - sem er náttúrlega rétt leið - en Jóhanna getur ekki einhverra hluta vegna sætt sig við hana.

Vonandi fer Jóhanna samt að sjá ljósið.


mbl.is Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna ætti að hafa 1,5 milljón á mánuði!

Það er fullkomlega eðlilegt að hæst launuðu ríkisforstjórnarnir séu ekki með hærri laun en forsætisráðherrann. En það er fullkomlega óeðlilegt að forsætisráðherrann sé ekki með töluvert hærri laun en hann er með nú. Þrátt fyrir kreppu.

Forsætisráðherra ætti að mínu mati að vera með 1.500 þúsund krónur í mánaðarlaun. Aðrir ráðherrar 1.400 þúsund. En að sjálfsögðu ættu ráðherrar aldrei að vera fleiri en 9.

Þingmenn ættu að mínu viti að vera með 1.000 þúsund í mánaðarlaun. Inn í þeim launum seta í nefndum Alþingis.

Engar aðrar sporslur.

Við eigum líka að gera miklar kröfur á þetta fólk og ef það stenst þær ekki - þá á bara að skipta þeim út.

Veit að þetta er ekki vinsælt í umræðunni í dag ´þar sem allir eru að setja út á góð laun - en þetta á samt að vera svona. Starf Alþingismanna a´að vera vel metið, gerðar á það miklar kröfur og reiða vel fyrir það.


mbl.is Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna!

Hvernig væri að lækka hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna með því að taka tvö núll aftan af krónunni. Ég er ekki bara að grínast - heldur held ég að það sé vænlegra að hafa krónuna í svipuðum tölum og Evruna - þótt það breyti ekki raunverulegu verðgildi krónunnar.

Þannig getum við betur borið saman verð og verðþróun á Íslandi og Evrópu - og verðum ekki alveg eins út að aka þegar við innleiðum Evru.

Í dag er íslenska barbabrellugengi Evru (opinbert gengi á Íslandi sem er náttúrlega ekki markaðsgengi) um 170 kall.  Væri ekki nær að hafa gengið 1,70?


mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of lítið of seint?

Nú er það spurningin hvort vaxtalækkunin sé of lítil og of seint. Næstu vikur munu leiða það í ljós. En vaxtalækkun Seðlabanka er eitt. Aðgerðir stjórnvalda annað. Þar er einnig spurningin "of lítið of seint?" áleitin.
mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kasta steinum úr glerhúsi

Ekki ætla ég að leggja mat á meint ummæli frænda míns Júlíusar Vífils í garð borgarfulltrúans Ólafs Friðriks. En það er deginum ljósara að Ólafur Friðrik er að kasta steinum úr glerhúsi þegar kvartar yfir og hyggst hætta vegna "einstaklega ókurteisrar og hrokafullrar framkomu..."

Almenningur ætti að lesa bókanir og hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks undanfarin misseri. Þar blasa einmitt við einstaklega ókurteis og hrokafull framkoma - fyrir utan órökstuddar dylgjur og jafnvel illmælgi.

Reyndar hefur oft ríkt Þórðargleði á fjölmiðlum þegar Ólafur Friðrk hefur tekið slíkar rispur - en vonandi mun fagmennska fjölmiðla taka yfir Þórðargleðina á þeim bænum. 


mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarviðræður forsenda endurreisnar Íslands

Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eru forsenda þess að Íslendingar geti haldið áfram að endurreisa Ísland. Ekki vegna þess að aðild að Evrópusambandinu sé forsenda þess að slík endurreisn takist - þótt hún muni óneitanlega verulega hjálpa til svo fremi sem ásættanleg niðurstaða náist fyrir aðildarsamningi - heldur vegna þess að óuppgerð Evrópumál munu alltaf hanga eins og mara yfir íslenskum stjórnmálum.

Evrópumálin verður að klára á einn veg eða annan. Það verður ekki gert nema með aðildarviðræðum að ESB og í framhaldi þeirra þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki.

Slíkar aðildarviðræður þarf að klára hið fyrsta og kjósa um áframhaldið samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Þá ætti stjórnlagaþing einnig að hafa lokið störfum og því jafnframt kosið um niðurstöðu þess.

 


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launalækkanir og skattahækkanir í stað uppbyggingar heimila og atvinnulífs

Stefna ríkisstjórnarinnar er að koma í ljós. Launalækkanir og skattahækkanir í stað uppbyggingar heimila og atvinnulífs. Stefnan ber í sér efnahagslegan dauða. Munum því væntanlega sjá fólksflótta sem á sér ekki hliðstæðu frá tímum Vesturferða. Spennandi væri að sjá skoðanakönnum um fylgi ríkisstjórnarflokkana. Það stefnir í vonda stjórn. Því miður.


mbl.is Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás og einangrun Sverris Jakobssonar

"Það er ekki undarlegt að minnimáttarkennd sæki iðulega að smáþjóð eins og Íslendingum. Hitt er merkilegra að birtingarmynd hennar virðist iðulega vera belgingur og yfirgengilegt mont."

Þannig birtist hinn sæmilegasti pistill hins snjalla sagnfræðings Sverris Jakobssonar - "Útrás og einangrun" - á visir.is í dag.

Eins og svo oft áður þá kemur Sverrir smellinni þjóðfélagsgagnrýni sinni á framfæri í alveg "brilljant" pistli.

"Tímabundinn skyndigróði var enda talinn til marks um séríslenskt hugvit sem aðrar þjóðir deildu ekki með okkur. Þetta átu svo ráðamenn þjóðarinnar hver upp á fætur öðrum. Þannig varð til hugtakið „útrás" sem staðfesti draumsýn Íslendinga..." ritar Sverrir.

Þótt við Sverrir séum ósammála um eitt og annað í pólitík - þá er ég dyggur lesandi pistla hans - og ótrúlega oft sammála hnittnum skrifum hans. Reyndar eðlilega oft afar ósammála - enda maðurinn oft með skrítnar skoðanir eins og einkennir yfirleitt alvöru vinstri menn. 

En endilega lesið pistilinn "Útrás og einangrun" - og aðra pistla Sverris. En ekki samt falla í þá gryfju að eltast við vinstrið hjá honum um of - þátt hann sé frábær penni!


Árni Páll leiði þverpólitíska samninganefnd við ESB sem utanríkisráðherra

Árni Páll Árnason sem utanríkisráðherra getur leitt þverpólitíska samninganefnd þar sem allir flokkar eiga fulltrúa í viðræðum við Evrópusambandið. Það er rétt að Samfylkingunni er ekki einni treystandi til að fara í aðildarviðræður við ESB. Slík þverpólitísk samninganefnd er lausnin.

Árni Páll Árnason er rétti maðurinn til að leiða slíkar viðræður fyrst Samfylkingin er við stjórnvölinn. Hann er ekki einungis með mikla og góða þekkingu á Evrópusambandinu og Evrópumálum, heldur hefur hann gegnum tíðina starfað með mörgum ráðherrum úr mismunandi flokkum og þannig sýnt að hann getur unnið á þverpólitískan hátt.

Þar að auki er Árni Páll vel tengdur í Brussel þar sem hann starfaði um árabil hjá NATO fyrir íslensku utanríkisþjónustuna.

Að sjálfögðu yrði utanríkismálanefnd lykilaðili í vinnslu samningsmarkmið. Þar þarf að ná niðurstöðu um samingsmarkmiðin - niðurstöðu sem Samfylkingin getur eðli málsins ekki ráðið ein þar sem Samfylkingin er ekki í meirihluta í nefndinni.

VG verður því að gefa utanríkismálanefnd fullt svigrúm til að ganga frá samningsmarkmiðum á forsendum þeirra fulltrúa sem þar eru - án þess það hætti stjórnarsamstarfinu.


mbl.is Kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband