Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
HM?!!! - Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?
12.5.2009 | 22:41
Ögmundur kæri vin! Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?
Úthrópaðir þú ekki Guðlaug Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra fyrir að vilja sameina heilbrigðisstofnanir?
Ég var sammála Gulla í því að stækka heilbrigðisstofnannasvæðin - enda skynsamlegt - og fékk það óþvegið! Ekki fyrir að færa góð og gild rök fyrir sameiningunni - heldur vegna þess að það var talið "pólitískt rangt" að hæla pólitískum andstæðing mínum.
Ég mun hins vegar halda áfram að hæla pólitískum andstæðingum fyrir það sem gott og skynsamlegt er - en áskil mér rétt til að skamma þá sem við stjórnvölin eru þegar þess er þörf eins og ég hef alltaf gert. Líka mína flokksmenn hvort sem þeir eru við stjórnvölinn eða ekki.
Vona að ég geri oftar klappað fyrir þér frekar en að skamma þig - veit að þú hefur alla burði til að standa þig vel!
Sjá td. fyrra blogg mitt: Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði
Vænti mikils af þér - en vona að þú hækkir frekar laun Jóhönnu en að lækka laun forstjóra Ríkisspítala. Núverandi 1400 þúsund króna laun eru síst of há fyrir að reka það erfiða fyrirtæki - enda verða vísasti vegur í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins ef þið ætlið að miða hámarkslaun lækna við 943 þúsund. Ef það verður stefnan - þá mun VG og Jóhanna verða leiðandi í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Veit að það er ekki sá minnisvarði sem þið viljið láta standa eftir ykkur eftir áratuga baráttu fyrir hagsmunum þeim sem minnst mega sín í samfélaginu!
Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jákvætt hjá ríkisstjórninni að beita sér fyrir persónukjöri
12.5.2009 | 18:40
Það er jákvætt hjá ríkisstjórninni að beita sér fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þá mun einnig verða kosið til stjórnlagaþings sem er líka jákvætt! Að lokum var það afar jákvætt hjá ríkisstjórninni að halda ríkisstjórnarfund á Akureyri!
Persónukjör á næsta ári? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna á skammarlega lágum launum sem forsætisráðherra.
12.5.2009 | 07:45
Stefna ríkisstjórnarinnar um að engin "ríkislaun" skuli vera hærri en sem nemur launum forsætisráðherra getur verið góðra gjalda verð. Lausnin felst hins vegar ekki í að lækka til muna núverandi laun ríkisforstjóra - laun sem eru vissulega góð - en fjarri því að vera ofurlaun.
Lausnin er að sjálfögðu að hækka laun forsætisráðherra um 30% - 50%. Samhliða hækka laun annarra ráðherra sem og þingmanna.
Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt að ríkisforstjórar séu með ágæti laun þá eru þau laun yfirleitt mun lægri en sambærileg laun í þeim fyrirtækjum sem enn ganga þokkalega, í bankakerfinu og í skilanefndum bankanna.
Ef við lækkum launin þá fáum við ekki eins hæfa stjórnendur ríkisfyrirtækja - einmitt þegar við þurfum á hæfum stjórnendum að halda.
Forsætisráðherra er með lægri laun en efri millistjórnendur í ríkisbönkunum og í þeim fyrirtækjum sem enn ganga.
Þingmenn eru með mun lægri laun en millistjórnendur í þeim fyrirtækjum sem enn ganga. Fengju skárri laun sem mikilvægir sérfræðingar víðs vegar í atvinnulífinu.
Þótt Jóhanna Sigurðardóttir geti haft það ágætt á laununum sínum - ein og nægjusöm komin á eftirlaunaaldur - þá væri hún ekki ofsæl af þeim launum í þeirri erfiða starfi sem hún gegnir ef hún væri til dæmis fjögurra barna einstæð móðir. En kannske viljum við ekki hafa fjögurra barna einstæða móður sem forsætisráðherra. Eða barnafólk yfirleitt.
Ofurlaun eiga ekki rétt á sér. En það er langt í frá að ríkisforstjórar séu á ofurlaunum. Meira að segja hæstlaunuðustu ríkisstarfsmennirnir - bankastjórar ríkisbankanna - eru ekki á ofurlaunum þótt kjör þeirra séu afar góð.
Við megum ekki alveg ganga af göflunum popúlismanum í kreppunni. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur ríkisfyrirtækja.
Margir með betri laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svandís Svavarsdóttir þarf að snúa sér til orkukaupenda ekki orkusala
11.5.2009 | 17:57
Svandís Svavarsdóttir nýr umhverfisráðherra reynir nú að slá keilur í fjölmiðlum með því að segjast vilja beita sér fyrir því að leynd, sem hvíli yfir orkuverði til stóriðju, verði aflétt.
Svandís veit það fullkomlega að ástæða leyndarinnar er ekki tilkomin vegna hagsmuna Orkuveitu Reykjavíkur - enda hefur hún setið í stjórninni undanfarið - heldur vegna óska viðsemjenda.
Svandís verður því að snúa sér að viðsemjendum Orkuveitunnar til að fá orkuverðið uppgefið - ekki Orkuveitunnar.
Vill Svandís ganga gegn samningsfrelsi á Íslandi og banna lögaðilum að setja trúnaðarákvæði í samninga sín á milli ef þeir kjósa það?
Telur hún að samningsstaða orkusöluaðilja á Íslandi styrkist við slíkt?
Þótt ég gagnrýni Svandísi aðeins í þessu bloggi - þá er alveg ljóst að það er mikill styrkur af henni fyrir ríkisstjórnina sem er því miður heilt yfir tiltölulega veik.
Svandís er afar öflugur stjórnmálamaður og hefur unnið vel og af heilindum fyrir borgina og borgarbúa sem borgarfulltrúi. Þar hefur hún lagt sitt af mörkum í samvinnu meirihluta og minnihluta í borginni - en eins og fólk veit þá hefur meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn lagt áherslu á breiða samvinnu og samráð við minnihlutan við stjórn borgarinnar. Það hefur gengið afar vel og á Svandís ekki hvað síst þátt í því sem oddviti VG.
Það verður vandfyllt skarðið sem Svandís skilur eftir í borgarmálunum.
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
ESB aðildarviðræður enginn vandi fyrir Framsókn
11.5.2009 | 08:59
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu verða enginn vandi fyrir Framsóknarflokkinn. Stefna flokksins er skýr. Sækja skal um aðild að Evrópusambandinu og leggja aðildarsamning fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Framsóknarflokkurinn setti fram skýr og skynsamleg skilyrði sem halda skal á lofti í aðildarviðræðunum. Það er einfalt fyrir Samfylkinguna og ríkisstjórnina að gera þau skynsamlegu skilyrði að samningsmarkmiðum og kalla forystu Framsóknarflokksins með að samningsborðinu með ríkisstjórninni.
Það hefur enginn þingmaður Framsóknarflokksins umboð til að leggjast gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu sé ofangreindum skilyrðum uppfyllt. Enginn.
Málið er því í höndum Samfylkingarinnar. Vilji hún aðildarviðræður þá veit hún hvað þarf að gera til að tryggja stuðning Framsóknarflokksins. En ef Samfylkingin fer í einhvern asnaskap og vinnur málið ekki í góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna - þá gætu efasemdarmenn innan þingflokks Framsóknar fengið svigrúm til að sveigja af skýrri stefnu Framsóknarflokksins.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er því með framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið í hendi sér. Ekki vill hann klúðra því tækifæri?
Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Framsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum
10.5.2009 | 19:39
Mér finnst það afar fyndið að leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar skuli halda blaðamannafund sinn í Norræna húsinu og hyggjast með því vísa til stjórnarstefnu hinna Norðurlandanna.
Það eru nefnilega Famsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum - en það er deginum ljósara að nýja ríkisstjórnin vangtar einmitt kjölfestu Framsóknarflokksins til að verða vænleg ríkisstjórn.
Í Danmörku er systurflokkur Framsóknarflokksins - Venstre - leiðandi í borgaralegri miðhægri ríkisstjórn.
Í Noregi er systurflokkur Framsóknarflokksins - Senterpartiet - í miðvinstri ríkisstjórn.
Í Svíþjóð eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Centerpartiet og Folkepartiet Liberalana í borgaralegri miðhægristjórn.
Í Finnlandi eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Suomen Keskusta og Svenska Folkepartiet - í miðjustjórn.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég á ekki orð...
10.5.2009 | 17:39
Ég á ekki orð yfir þeirri ákvörðun að fjölga ráðherrum í ríkisstjórninni á tímum sparnaðar. Er ekki í lagi?
Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnumálaráðuneyti skynsamlegt skref
9.5.2009 | 23:36
Atvinnumálaráðuneyti er skynsamlegt skref. Einnig a setja auðlindamálin undir umhverfisráðuneytið ef af því verður. Hef talað fyrir því lengi.
Svandís og Árni Páll hafa alla burði til að verða öflugir ráðherrar. Bæði dugmiklir og vel gefnir stjórnmálamenn.
Ný ríkisstjórn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hálfkák Samfylkingar firring eða óskhyggja?
9.5.2009 | 21:22
Hvort ætti hálfkák Samfylkingarinnar í aðgerðum fyrir heimilin í landinu sé firring eða óskhyggja? Það sjá allir sem kafa ofan í stöðu heimilanna að því fer fjarri að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni duga stórum hóp heimila.
Merkilegt að Samfylkingin sem var reiðubúin að dæla peningum úr ríkissjóði til að bjarga fjármagsneigendum hefur ekki dug í sér til að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfærslu og leiðréttingu skulda.
Fyrirsögn Morgunblaðins er reyndar sérstök: "Aðgerðirnar eru talda duga flestum". Sú alhæfing er út í hött - þótt pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra haldi slíkri firru fram.
Reyndar er það pólitískt snjallt hjá Samfylkingunni að setja á fót nýtt efnahagsráðuneyti og taka efnahagsmálin frá Jóhönnu - sem ekki ræður við þau. Þetta er svipuð snilld og Samfylkingin viðhafði fyrir kosningar þar sem Jóhönnu var haldið frá umræðum við pólitíska andstæðinga sína - svo ekki félli blettur á dýrmæta ímynd Jóhönnu.
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Staða og framtíð Bifrastar
9.5.2009 | 10:18
Staða og framtíð Bifrastar verður viðfangsefni málþings sem við í Hollvinasamtökum Bifrastar höldum í dag á Bifröst. Það verður spennandi að heyra hvað Jón Sigurðsson fyrrum rektor, Ágúst Einarsson núverandi rektor, Andrés Magnússon formaður stjórnar háskólans á Bifröst, Hlédís Sveinsdóttir ritari Hollvinasamtakanna og Davíð Fjölnir Ármannsson nemandi hafa fram að færa!
Sem formaður Hollvinasamtakanna mun ég setja þingið - og í kjölfar þess munum við halda aðalfund Hollvinasamtakanna.