Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sýnir mikinn kjark og áræði með þeim róttæku skipulagsbreytingum sem hann hefur boðað og felast í að skipta Íslandi upp i 6 stjórnsýsluleg heilbrigðisstofnanasvæði.  Í þessum breytingum felast mikil tækifæri.

Það væri betur að fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar sýndu sambærilegan kjark og áræði og væru tilbúnir að taka slag sem fyrirfram er ljóst að verður harður. Við stæðum þá væntanlega betur í dag sem þjóð.

En þótt mikil breyting felist í þessum róttæku breytingum sem og öðrum breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur boðað, þá fer fyrst að reyna á ráðherrann í framhaldinu.

Það skiptir nefnilega öllu máli hvernig unnið verður úr þeim ramma sem settur hefur verið og hvernig unnið verði úr þeim tillögum um breytingar sem samhliða voru kynntar á starfsemi ýmissa sjúkrastofnanna.

Það verður úrvinnsluferlið og endanleg útfærsla sem skiptir mál. Þessi aðgerð getur endað með ósköpum ef ekki er vel haldið á málum og ekki tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig. En þessi róttæka breyting getur einnig orðið til þess að auka hagkvæmni og bæta heilbrigðiskerfið í heild til lengri tíma litið.

Tíminn mun leiða í ljós hvort ráðherrann ræður við verkefnið eða hvort það verði banabiti hans sem stjórnmálamanns.

Sjá einnig:

Heilbrigðisstofnanasvæðin eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga

Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra


mbl.is Ógnar ekki öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég fullkomlega sammála.  Nú hefur hann tekið slaginn.  Framsetningin var reyndar frekar klaufaleg og hefði betur fengið góðann PR mann til hanna rétta framsetningu.

Nú verður djöflast í honum út öllum mögulegum og ómögulegum áttum.  Þarna er hann búinn að taka slag við marghöfða dreka sem spýtir eldi í eimyrju.  Reyndar mun ráðherrann hafa praktíska reynslu í slíkri eldskírn en reyndar ekki við dreka.

Gangi honum allt í  haginn í þessum slag við sjálftökuliðið sem hefur  hreiðrað um sig í heilbrigðiskerfinu.

Sveinn Ingi Lýðsson, 9.1.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Tek undir með ykkur báðum. Þetta verður erfitt. Guðlaugur Þór hefur lagt allt undir en ég er viss um að hann mun hafa betur.

Emil Örn Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Sammála hverju? Tekið slag við hvern? Dreka hvað , erindreka? Sjálftökuliðið í heilbrigðiskerfinu? En aftökuliðið í heilbrigðisráðuneytinu?

Dofri Hermannsson lögregluþjónn i umhverfislögreglu Samfylkingarinnar vill að Grafarvogurinn lýsi yfir sjálfstæði vegna erfiðs aðgengis að heilbrigðisþjónustu! Erfiðs aðgengis að heilbrigðisþjónustu??!!! Lesist þrisvar.

Er verið að skera niður ráðuneytið með allar sínar eftirlitssjúku stofnanir, óþarfa hjörð ? Nei auðvitað ekki. Nýbúið að eyða 200-300 milljónum í nýja Sjúkratryggingastofnun til að ráðherrar heilbrigðis og félagsmála geti leikið sér fyrir kosningar. Hvor í sínum kassa.

Það er margt að í rekstri heilbrigðiskerfisins....margt að laga ..margt að skoða ..en ráðalausum ráðamönnum dettur ekkert annað í hug en að loka búllunni...aftökusveitin hefur ákveðið að leggja heilbrigðiskerfið niður. Það þarf þá ekkert að skoða.... hvað þá endurskoða.

Ef þið ætlið að bendla mig við eitthvað sjálftökulið þá vil ég benda ykkur á að ég rek mína læknisþjónustu án nokkurra heildarsamninga við hið opinbera. Hef fylgst með hvernig heilbrigðiskerfið hefur grotnað undan sjálfu sér sem er svo toppað með þessari hetjulegu aðgerð.... þegar þurfti frekar að taka ákvarðanir um að vernda það sem er dýrmætast í öllum alvöru samfélögum..... börn og ungmenni.

Hvað viljið þið? Hærri atvinnuleysisbætur? Stærri félagsmálapakka? Meiri Evrópubull? Fleiri ráðherra og þingmenn?

Sigurjón Benediktsson, 9.1.2009 kl. 16:49

4 identicon

Gott kvöld; Hallur, og aðrir skrifarar og innlitendur !

Óhætt að segja; að þú sýnir þitt viðhorf, til landsbyggðarinnar, Hallur. Eins og vænta mátti; af sönnum frjálshyggju Framsóknarmanni.

Kemur mér á óvart; lofsöngur Sveins Inga, yfir þessum óknytta peyja, G.Þ. Þórðarsyni. Hugði, Svein vita betur.

Sigurjón mætti; líka sem þið Sveinn Ingi athuga, að enn mokar Sjálfstæðis flokkurinn, undir gæðinga stóð sitt, hér handan við fjallgarðinn, það er, í Reykjavík, og nánasta nágrenni. Einhverjum vinum; þarf að hygla, sem og flokksgæðingum öðrum.

Virði þó Sigurjón nokkurs; vilji hann, sem aðrir Þingeyingar standa, gegn dekur óðnum, til Evrópusambandsins. 

En; ........ Hallur - Sveinn Ingi og Sigurjón athugið ! Guðlaugur Þór Þórðarson er meðsekur samherjum sínum, í glæpferlinu öllu, gagnvart Íslandi og Íslendingum, hvert uppvíst varð, að nokkru, í Septemberlok, í haust leið, og ætti að sæta grimmilegri hegningu, í samræmi við það.

Þá sverfa tekur að; heimilum almennings, hér á Fróni, enn frekar, en orðið er, munu myrkra öflin ei fá öllu frekara næði, en orðið er, til öllu frekari skemmdarverka, og niðurníðzlu annarrar, piltar !

Með heldur snúðugum kveðjum; en kveðjum þó, um hríð /

Óskar Helgi Helgason, úr Árnesþingi (hver ei tók þátt; í ''góðæri'' þeirra andskota, hverjir komu okkur, á kné)

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:38

5 identicon

Sorglegt að löngu þörf endurskoðun á allt of dýru og illa stjórnuðu heilbrigðiskerfi okkar, á öllum sviðum þurfi að sjá dagsljósið í miðju þjóðlegu móðursýkiskasti. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að kasta inn þessum kyndli en það þarf að spara og bæta þjónustuna og kannski eins gott að setja hlutina á hreyfingu.

Athugasemdir þrjú og fjögur hér að ofan eru dæmi um þá örvæntingarfullu tilfinningastorma sem aðeins eru til þess fallnir að auka á hræðsluna og angistina í fólki sem hvorki skilur upp né niður í neinu en heldur að það verði að gera eitthvað.

Það er auðvitað rugl að í þjóðfélagi sem telur ekki fleiri íbúa en Chelsea hverfið í Lundúnum séu meira en tuttugu stjórnunareiningar í heilbrigðiskerfinu og litlar fæðinga- og skurðeiningar hér og þar sem afkasta litlu en kosta mikið (ekki að tala um St-Jó) . Þetta þarf augljóslega að lagfæra.

Það vekur aðeins falskar vonir að halda því fram að það sé hægt að halda úti nútíma, öruggri fæðingahjálp á Selfossi. Það verður aðeins rándýr en léleg og óskilvirk þjónusta. Meðal annars þarf þá að vera skurðstofulið og svæfingarlæknir á staðnum sem ekki er neitt smá dýrt fyrir minna en 200 fæðingar á ári. Áhættufæðingar er hvort sem er búið að flytja í tíma inn á LSH og aðrar geta vel fætt heima þegar svo liggur við.

Þá fáu daga sem heiðin er lokuð er einfalt að fara með björgunarsveitarjeppa eða snjóbíl yfir.

Skurðstofuvakt í Keflavík er sömuleiðis dæmi um rándýra þjónustu sem þjónar engum skynsamlegum tilgangi svo nálægt LSH. Hvað þá fæðingavakt þar.

Svona mætti lengi telja.

Að sameina og fækka stjórnskipulagi úr rúmlega tuttugu einingum er augljóslega þörf ráðstöfun.

Að fækka skurðstofueiningum og auka skilvirkni þeirra (enn meir en hið ágæta St Jóseps...) er sömuleiðis eitthvað sem auðvelt er að rökstyðja.

Sjúkra(hús)þjónusta á stöðum eins og Sauðárkróki er fyrir löngu í þörf á alvarlegri endurskoðun.

Og svo framvegis...

Endurskipulagningin á St-Jó starfseminni var vitað að yrði umdeild en það eru hópar kunnáttufólks búið að vinna mánuðum saman að þessu og þeir sem halda að þetta sé einhver vanhugsuð og illgjörn pólitísk aðför að landsbyggðinni eru bara einfældlega viti sínu fjær eins og það heitir.

Ég er fyrir nokkuð löngu hættur að lesa netskrif sem ekki eru undir fullu nafni. Það gerir lífið mun ánægjulegra.

Mikið vildi ég óska að þeir sem hafa kjark og dug til þess að skrifa undir fullu nafni mundu reyna að draga andann djúpt nokkrum sinnum, hemja sig og hugsa sig um áður en þeir ýta á "send" og láta frá sér svona æsingaskrif sem ekki skilar neinu nema pirringi þeirra sem, eins og ég, reyna samviskusamlega að ráða eitthvað fram úr þessum andlega niðurgangi sem þó er skrifaður undir nafni.

Virðingarfyllst, Björn G. Leifsson skurðlæknir.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:05

6 identicon

Það kom vel fram á fundinum hér í Skagafirði að G.Þ.Þ. er samdauna þeim óþjóðalýð sem gengið hefur rænandi og ruplandi um landið.     Hann var þar marglýstur sem ósannindamaður og um að svíkja loforð um samráð og viðræður.    Það sama átti víst einnig við um allt liðið í ráðuneytinu, svik og lygar allstaðar.    Fréttir af breytingunum berast gegnum mbl.is!

Það þarf hvorki kjark né áræði til að vega úr launsátri eða vinna með svikum og það er einfaldlega rangt að mikil tækifæri felist í stærðinni.     Í stóru landi með fátt fólk er nærþjónustan mikilvægari en einkavæðingarhugsjónir ráðherrans sem reyndar hafa í stórum dráttum afsannað sig á liðnum vikum.

R       

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:13

7 identicon

Komið þið sælir; enn, sem fyrr !

Ágæti skurðlæknir; Björn Geir Leifsson ! Hygg; að við Sigurjón Benediktsson séum; hvorir tveggju, í ágætis jafnvægi, andlega, sem líkamlega, þótt svo ei berum gæfu, til samþykkis, allskostar. Enda; Sigurjón Sjálfstæðismaður, að skoðun - ég þjóðernissinni, í anda þeirra Francós ríkismarskálks, á Spáni, og Chiangs Kai-Check, austur á Taivan, svo til glöggvunar nokkurrar sé, fram tekið.   

Að auki; skurðlæknir góður, skrifum við báðir, undir fullum nöfnum okkar, enda,.... auðrekjanleg nöfnin, hjá vefstjóra Mbl., vilji menn grennslazt fyrir um, hvern og einn.

Þarft þú; Björn Geir, ekki aðeins að skoða kringumstæður, margvíslegar, úti á landi, víðs vegar, áður en ályktanir þínar séu fram settar, með þeim hætti, hvern þú kýst, til brúkunar, hér hjá Halli ?

Með ögn; þýðari kveðjum, en þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:20

8 identicon

Hvilikt dramb!

"Mikið vildi ég óska að þeir sem hafa kjark og dug til þess að skrifa undir fullu nafni mundu reyna að draga andann djúpt nokkrum sinnum, hemja sig og hugsa sig um áður en þeir ýta á "send" og láta frá sér svona æsingaskrif sem ekki skilar neinu nema pirringi þeirra sem, eins og ég, reyna samviskusamlega að ráða eitthvað fram úr þessum andlega niðurgangi sem þó er skrifaður undir nafni."

gunnar (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:31

9 Smámynd: Kebblari

Það er mjög sorglegt að við erum í þeirri fjárhagslegri stöðu að við verðum að skera niður þjónustu á jafn mikilvægum sviðum að heilbrigðisþjónustu. Slíkt setur núverandi heilbrigðisráðherra í mjög óþægilega stöðu og verður honum alveg örugglega ekki til vinsælda. Margt er þó jákvætt í þjóðfélaginu. Við verðum líklega um 5 - 7% færri eftir 3 ár eða svo, það dregur úr álagi á heilbrigðisstofnunum.

Mér hefur þó lengi fundist að heilbrigðiskerfið vera á vissum villigötum. Það virðist hafa lútið sömu stjórnunarheildum í mjög langan tíma, þrátt fyrir betri samgöngur og betri tækni í fjarskiptum. Tökum dæmi, ef ég fer í blóðrannsókn á Selfossi þá eru niðurstöður þeirra rannsókna aðeins aðgengilegar á Selfossi. Ef ég fer vegna veikinda til Reykjavíkur, þá þarf aftur að gera sömu rannsókn og gerð var í 50 km. fjarlægðar. Af því ég er tölvunarfræðingur, þá veit ég að það eru ca. 5 netþjónar í hverri heilbrigðisstofnun, einn með skráarkerfi, einn með sögukerfi, sumir með röntgen kerfi, aðrir með rannsóknakerfi, síðan er póstþjónn. Þetta er svona á ca. 40 stöðum á landinu, ætla það séu ekki um 200 netþjónar með tilheyrandi afritum og rekstri í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Þetta er hræðilega óhagkvæmt, bæði fyrir sjúklinga og fyrir kerfið í heild sinni.

Ég er mjög ánægður með Guðlaug, hann hefur komið fram með ábyrgum hætti, með áætlun sem virðist hafa fengið mikla vinnu, áætlun sem beinist að því að gæta hag okkar sem þurfum á þjónustu að halda, á tímum þegar að fjármagn er takmarkað.

Ef einhver heldur að heilbrigðisstarfsfólk sem eru að andmæla þessum tillögum, sé vegna þess að starfsfólkið ber hag sjúklinga fyrir brjósti, en ekki hag sjálfs síns, þá bið ég viðkomandi að skoða vel þá baráttu sem fór af stað árið 1995 þegar átti að koma á tilvísunarkerfi.

Kebblari, 10.1.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband