Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Stjórnsýslan byggi á samvinnu, gegnsæji, skilvirkni og sterkri þjónustuvitund

Það er spennandi tækifæri til umbyltingar og nýsköpunar í opinberri stjórnsýslu í kjölfar efnahagshrunsins. Það skiptir máli hvernig haldið er á málum. Hlutirnir geta farið á versta veg og því miður sjást dæmi þess í ríkisvæðingu banka og ýmissa fyrirtækja.

En þetta getur orðið tækifæri til jákvæðrar nýsköpunar þar sem samvinna, gegnsæji, skilvirkni og sterk þjónustuvitund verði leiðarljós í opinberri þjónustu.

Ég er því sammála Ómari H. Kristmundssyni sem vitnað er til í frétt mbl.is um þörf á býsköpun í opinberri þjónustu.

"Ómar segir að dofnað hafi yfir því umbótastarfi sem stundað var á tíunda áratugnum, ef til vill vegna þess að menn hafi ekki talið þörf á því í uppsveiflunni. Hann telur að við þær aðstæður sem nú ríkja eigi að skoða ríkiskerfið í heild sinni og einstaka málaflokka út frá grundvallarspurningum um hvaða rekstur og þjónustu ríkið eigi að hafa með höndum, hvað ríkið ætli að greiða fyrir og hvað ríkið telji rétt að færa til annarra aðila."

Mín skoðun er sú að besta sóknarfærið sé í því að bylta fyrirkomulaginu milli ríkis og sveitarfélaga þannig að sveitarfélögin verði stækkuð til mikilla muna - þannig að eitt sveitarfélag sé á stærð við gömlu kjördæmin - skatttekjur renni beint til sveitarfélaganna sem sjái um öll þau verkefni sem ekki er nauðsynlegt að ríkið reki.

Valdið verði þannig fært frá miðstýrðu ríkinu til byggðanna í landinu.

Samhliða þessi verði stjórnsýslan byggð upp á nýjum gildum: samvinnu, gegnsæji, skilvirkni og sterkri þjónustuvitund.


mbl.is Þörf á nýsköpun í opinberri þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ætlar Dagur B. að skera niður um tæpar 800 milljónir í grunnþjónustu Reykjavíkur?

Ítreka spurningu mína til Dags B. Eggertssonar sem virðist hafa skipt um skoðun og vilji ekki að Orkuveita Reykjavíkur greiði eigendum sínum - almenningi í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum - eðlilegar arðgreiðslur:

Hvar ætlar Dagur B. að skera niður um tæpar 800 milljónir í grunnþjónustu Reykjavíkur?

Eða vill Dagur B. hækka skatta á Reykvíkinga um 800 milljónir?


mbl.is Arðgreiðsla heldur uppi grunnþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Dagur B. skera niður í velferðarmálum?

Hvaða velferðarverkefni ætlar Dagur B. að skera niður hjá Reykjavíkurborg ef hann ætlar að afturkalla arðgreiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur?

Framganga Dags B. í þessu máli er hræsni. Það reyndar ekki í fyrsta sinn!


mbl.is Vill fundi um arðgreiðslur OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnarinn Dagur B. Eggertsson og vinir hans á visir.is

Hræsnarinn Dagur B. Eggertsson - sem hefur á undanförnum vikum skrópað í borgarráði en samt þegið fyrir það há laun - hefur enn einu sinni tekið saman höndum við vini sína á www.visir.is - væntanlega fyrrum formann Ungra jafnaðarmanna sem hefur unnið flestar neikvæðar "fréttir" um meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á undanförnum mánuðum - og reynir að gera eðlilega stjórnsýslu borgarstjóra tortryggilega - í "frétt" í kvöld.

Að venju er órökstuddum dylgjum Dags B. - sem er eins og alþjóð veit í hanaslag við helsta keppinaut sinn um formennsku í Samfylkingunni Árna Pál Árnason og þarf að gera sig gildandi til að tapa ekki fyrir Árna Páli - gert hátt undir höfði á www.visir.is .

Þar segir:

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, neitar að tjá sig um arðgreiðslu Orkuveitunnar til Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að þetta sé ekki eina erfiða málið þar sem hún víkur sér undan svörum."

Hræsnarinn Dagur B. - sem er nú nýmættur í borgarráð að nýju og veit ekki hvað snýr upp eða niður í borgarmálunum þar sem hann var svo upptekinn að mynda ríkisstjórn á launum frá borginni og gat því ekki mætt í vinnuna - fær "fréttamann" á www.visir.is - væntanlega stuðningsmann sinn no. 1 -  fyrrum formann Ungra jafnaðarmanna sem starfar sem "fréttamaður" á visir.is - til þess að gera það tortryggilegt að borgarstjórinn hefur ekkert við það að bæta sem formaður Orkuveitu Reykjavíkur og bæjarstjórinn á Akranesi hefur þegar sagt um eðlilega aðgreiðslu til almennings í þeim sveitarfélögum sem eiga Orkuveituna. Aðgreiðslur sem nýtast til að verja grunnþjónustu sveitarfélaganna.

Ef fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna væri alvöru blaðamaður - en ekki handbendi Dags B. - þá hefði hann spurt hvaða þætti í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar Dagur B. hefði viljað skera niður í stað eðlilegrar - hóflegrarar aðgreiðslu Orkuveitunnar til eigenda sinna almennings. En þess í stað heldur "blaðamaðurinn" - fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna - áfram áróðursherferð þeirra félaga gegn farsælum meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í borginni.

Ef það er ekki fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna semn skrifar - þá fellur staðgengill hans í mærðarskrifum um Dag B. í þá gryfju að vinna vinnuna sína ekki heiðarlega og vel.

Það er greinilegt að "blaðamaðurinn" og skróparinn í borgarráði telja að tilgangurinn helgi meðalið.


Ísland og Noregur unnu ESB!

Ísland og Noregur unnu ESB í Júróvisjón!  Nei - ég segi bara svona!
mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsánægja borgarstarfsmanna aldrei meiri!

Starfsánægja borgarstarfsmanna hafa aldrei verið meiri en nú þrátt fyrir afar erfiða tíma þar sem starfsmenn hafa þurft að taka á sig skerðingar á sama tíma og álag eykst. Þetta hlýtur að vera uppörvandi fyrir meirihlutann í borgarstjórn sem innleitt hefur ný og betri vinnubrögð í borginni - vinnubrögð þar sem leitað er eftir sem breiðastri pólitískri samstöðu.

Þetta hlýtur líka að vera uppörvandi fyrir minnihlutann sem á sinn þátt í að ná góðum árangri með því að hafa tekið útrétta hönd meirihluta Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. 

Alls eru 90% starfsmanna Reykjavíkurborgar á heildina litið ánægðir í starfi samanborið við 83% í fyrra að því er fram kemur í niðurstöðum árlegrar viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. Samtals segja 88% að þeim líði vel í vinnunni og 87% að góður starfsandi ríki á vinnustað þeirra. Alls segjast 94% starfsmanna tilbúnir til að leggja mikið á sig í vinnunni þegar þörf krefur.

 

Mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgarinnar sá um framkvæmd viðhorfskönnunarinnar í samvinnu við mannauðsráðgjafa á fagsviðum borgarinnar. Könnunin náði til 6.725 starfsmanna eða allra fastráðinna og flestra lausráðinna starfsmanna borgarinnar.  Alls bárust 5.174 svör og var því svarhlutfall 77 % sem er með því besta sem þekkist í könnunum af þessu tagi. 

 

Markmið viðhorfskönnunarinnar er annars vegar að draga fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta og nýta niðurstöðurnar til að bæta árangur í starfsmannamálum.  Hins vegar er könnuninni ætlað að gefa borgaryfirvöldum, stjórnendum og starfsmönnum vísbendingar um stöðuna í þeim þáttum sem áhrif hafa á hvernig starfsmönnum tekst að veita góða þjónustu.

 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, lýsti yfir ánægju sinni með niðurstöður könnunarinnar og bætti við að fyrst og fremst bæri að líta á þær sem sóknarfæri í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg. „Þær eru vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má gera til að bæta líðan starfsmanna enn frekar og þar af leiðandi þjónustu borgarinnar,“ sagði borgarstjóri. 

 

Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurbogar, kvaðst sérlega ánægður með niðurstöðurnar ekki síst í ljósi þess að könnunin hefði verið gerð á sama tíma og stjórnendur og starfsmenn hefðu tekist á við mikla hagræðingu og sparnað í borgarrekstrinum.  

 

Sem dæmi um aðrar niðurstöður má nefna að 86% starfsmanna segjast bera traust til yfirmanns síns og 84% eru ánægð með samskiptin við næsta yfirmann sinn.   Alls eru 89% starfsmanna stoltir af starfi sínu og jafn margir hafa áhuga á að takast á við auknar áskoranir í störfum.  Alls 83% telja vinnustaðinn hafa góða ímynd.

 

Niðurstöðurnar verða kynntar fyrir starfsfólki á næstu dögum og vikum.

 


Samfélagsleg ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur sýni mikla samfélagslega ábyrgð þegar hún ákveður að greiða eigendum sínum - almenningi í stórhöfuðborgarsvæðinu - arð. Reykjavíkurborg hefur sett sér stefnu um að verja grunnþjónustu borgarinnar. Þar skiptir aarðgreiðsla OR máli. En hún skiptir sköpum fyrir minni sveitarfélögin eins og til dæmis Akraneskaupstað.

Pólitískt upphlaup formanns Rafiðnaðarsambandsins vegna eðlilegrar arðgreiðslu sem rennur til samfélagslegra verkefna fellur því um sjálft sig.


mbl.is Arðgreiðsla OR rennur til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýming hverfislögreglu ógnar forvarnarstarfi

Lögreglan í Reykjavík hefur nú lagt niður vel heppnaða hverfislögreglu sem náð hefur afar góðum árangri ekki hvað síst í forvarnarstarfi meðal unglinga.

Þeir sem til þekkja eru sammála um að tilkoma hverfislögreglu í Breiðholti hafi átti stóran þátt í mikilli fækkun afbrota á því svæði og að samstarf hverfislögreglu við skóla og þjónustumiðstöð borgarinnar hafi unnið gegn vímuefnanotkun. Breiðholtið var orðið öðrum hverfum til fyrirmyndar!

Það er óskiljanlegt að niðurskurðarhnífur ríkisstjórnarinnar skuli verða til þess að útrýma hverfislögreglunni nú þegar öllu máli skiptir að auka forvarnarstarf á erfiðum tímum.

Enda hafa fréttir af átökum unglingaklíka og auknum afbrotum í Breiðholti verið áberandi þann stutta tíma sem liðinn er frá því hverfislögreglan var lögð niður.

Að óbreyttu þá er hætt við að vímefnaneysla og afbrot í hverfunum aukist vegna niðurskurði hjá lögreglu.

Dómsmálaráðherra verður að veita lögreglustjóranum í Reykavík lið með því að tryggja fjármagn til þess að halda áfram úti hverfislögreglu. Ef það verður ekki gert þá munu afleiðingarnar verða samfélaginu og fjölmörgum fjölskyldum dýrkeypt.


mbl.is 20 lögreglumenn hætta í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur B í hanaslag við Árna Pál?

Er Dagur kominn í hanaslag við Árna Pál sem nú er orðinn ráðherra í ríkisstjórn og kominn með gott tækifæri til að sýna í hvað honum býr?  Óttast dagur að Árni Páll muni sýna með verkum sínum sem ráðherra að hann sé vænlegri kostur til að taka við af Jóhönnu heldur en varaformaðurinn Dagur?

Það er deginum ljósara að Árni Páll er langtum hæfari en Dagur í að takast á við Evrópumálin sem ofarlega verða á baugi á næstunni - en það er einnig deginum ljósara að Dag B langar voða mikið að gera sig gildandi í Evrópuumræðunni.

Allavega virðist Dagur vera í mikilli þörf til að halda sér í fjölmiðlaumræðunni - og grípur nánast til örþrifaráða til að komast á síður vefmiðlanna með lítt rökstuddum dómsdagsspám um fjárhagsáætlun borgarinnar.

Dagur ætti að líta sér nær og hjálpa ríkisstjórinni að átta sig á raunverulegri stöðu ríkisfjármála og efnahagslífsins - en það bendir allt til þess að ríkisstjórnin átti sig ekki á alvarlegri stöðu þeirra mála.

Allavega virðist Dagur farinn að missa áhugann á borgarmálunum ef marka má Orðið á götunni á Eyjunni!

Þar kemur fram að Dagur er farinn að skrópa:

Borgarráð er eina ráðið í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem Dagur situr í en flestir aðrir borgarfulltrúar minnihlutans sitja í 2-3 fagráðum.

Mæting Dags B. Eggertssonar á borgarráðsfundum frá áramótum:

1 05.jan Sat heilan fund 
2 08.jan Sat heilan fund 
3 15.jan Mætti ekki á fund Boðaði varamann
4 22.jan Mætti ekki á fund Boðaði varamann
5 29.jan Tók sæti seint á fundi Boðaði varamann
6 05.feb Sat heilan fund 
7 12.feb Sat heilan fund 
8 19.feb Sat heilan fund 
9 26.feb Sat heilan fund 
10 05.mar Mætti ekki á fund Boðaði varamann
11 12.mar Sat heilan fund 
12 19.mar Tók sæti seint á fundi Boðaði varamann
13 26.mar Mætti ekki á fund Boðaði varamann
14 02.apr Fór snemma af fundi Boðaði varamann
15 16.apr Mætti ekki á fund Boðaði varamann
16 24.apr Mætti ekki á fund Boðaði varamann
17 25.apr Mætti ekki á fund Boðaði ekki varamann
18 07.maí Mætti ekki á fund Boðaði varamann
 


mbl.is Fjárhagsáætlun ekki í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegnsæjið afar matt hjá Samfylkingu og VG

Samfylkingin og VG hafa lengi takað um að auka þurfi gagnsæji í stjórnsýslunni og gagnrýnt fyrri stjórnvöld harkalega fyrir meint ógagnsæji. En ég verð að segja að gangsæji ríkisstjórnarflokkanna er afar matt. Reyndar virðast gluggarnir á ríkisstjórnarheimilinu vera alveg sandblásnir.

Sami tvískinnungurinn er í jafnréttismálunum - en Samfylking og VG hafa nær utantekningalaust brotið sín eigin prinsipp í þeim málum. Hallar þar verulega á konur eins og sjá má á ríkisstjórninni.

Tek fram að það er ekki alveg algilt - en það virðist sem jöfn kynjaskipting sé undantekning en ekki regla hjá Samfylkingu og VG.


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband