Stjórnsýslan byggi á samvinnu, gegnsæji, skilvirkni og sterkri þjónustuvitund

Það er spennandi tækifæri til umbyltingar og nýsköpunar í opinberri stjórnsýslu í kjölfar efnahagshrunsins. Það skiptir máli hvernig haldið er á málum. Hlutirnir geta farið á versta veg og því miður sjást dæmi þess í ríkisvæðingu banka og ýmissa fyrirtækja.

En þetta getur orðið tækifæri til jákvæðrar nýsköpunar þar sem samvinna, gegnsæji, skilvirkni og sterk þjónustuvitund verði leiðarljós í opinberri þjónustu.

Ég er því sammála Ómari H. Kristmundssyni sem vitnað er til í frétt mbl.is um þörf á býsköpun í opinberri þjónustu.

"Ómar segir að dofnað hafi yfir því umbótastarfi sem stundað var á tíunda áratugnum, ef til vill vegna þess að menn hafi ekki talið þörf á því í uppsveiflunni. Hann telur að við þær aðstæður sem nú ríkja eigi að skoða ríkiskerfið í heild sinni og einstaka málaflokka út frá grundvallarspurningum um hvaða rekstur og þjónustu ríkið eigi að hafa með höndum, hvað ríkið ætli að greiða fyrir og hvað ríkið telji rétt að færa til annarra aðila."

Mín skoðun er sú að besta sóknarfærið sé í því að bylta fyrirkomulaginu milli ríkis og sveitarfélaga þannig að sveitarfélögin verði stækkuð til mikilla muna - þannig að eitt sveitarfélag sé á stærð við gömlu kjördæmin - skatttekjur renni beint til sveitarfélaganna sem sjái um öll þau verkefni sem ekki er nauðsynlegt að ríkið reki.

Valdið verði þannig fært frá miðstýrðu ríkinu til byggðanna í landinu.

Samhliða þessi verði stjórnsýslan byggð upp á nýjum gildum: samvinnu, gegnsæji, skilvirkni og sterkri þjónustuvitund.


mbl.is Þörf á nýsköpun í opinberri þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ísland er ekki stærra en eins og eitt sveitarfélag og 70% landsmanna búa í einum hluta. Það virkar á mig sem óvinnandi verkefni að búa til sveitarfélög sem ráða við sömu verkefni enda íbúafjöldi þeirra jafnvel eftir slíka sameiningu svo misjafn að ekki er hægt að tala um að þau sem eina heild sem annað hvort ráða við eða ekki ýmis verkefni. Væri ekki nær að leggja niður sveitarstjórnunarstigið og hætta að láta eins og við séum stærra samfélag en við erum?

Héðinn Björnsson, 18.5.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband