Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Stjórnlagaþing, persónukjör og auðlindirnar í þjóðareigu

Eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum í mörg ár fyrir persónukjöri, fleiri þjóðaratkvæðagreiðslum, það að auðlindir þjóðarinnar séu skilgreindar í þjóðareigu í stjórnarskrá, skipan dómara sé breytt, fyrir aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmdavalds og á undanförnum mánuðum talað fyrir stjórnlagaþingi til að koma framangreindu í framkvæmd á Íslandi, þá trúi ég varla mínum augum og eyrum!

Allt þetta virðist vera að detta á.

Sakna reyndar baráttumáls míns um að landið verði eitt kjördæmi - eins og setti fram í prófkjörsbaráttu minni árið 1995 og ekki var vinsælt meðal Framsóknarmanna á þeim tíma!

Það eru spennandi tímar! 

Þetta segir mér að það er stundum ástæða til þess að gefast ekki upp - heldur halda áfram að berjast fyrir málum og færa rök fyrir þeim!

Þess vegna er ég nú óðfús að taka beinan þátt í stjórnmálum að nýju - eftir að hafa frekar verið til hlés meðan ég var embættismaður við að byggja upp samþætta velferðarþjónustu á sviði félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisþjónustu í reynslusveitarfélaginu Hornafirði 1995-1998 og sem embættismaður við þróun húsnæðismála í Íbúðalánasjóði, Félagsmálaráðuneyti og Norska húsbankanum á árunum 1999-2007 - þótt ég léti skoðun mína alltaf í ljós á miðstjórnarfundum og flokksþingum allan þann tíma.

Nú stefni ég bara á þing til þess að fylgja þessum málum - og öðrum góðum málum - og vona að ég fái stuðning til þess.

 


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin og Samfylkingin klofin í stóriðjumálum

Ríkisstjórnin er klofin í stóriðjumálum. Samfylkingin er líka klofin í stjóriðjumálum ef marka má borgarstjórnarfund í gær. Atvinnuuppbygging á tímum atvinnuleysis virðist því ekki vera forgangsmál þessara "verkalýðsflokka". Það vantar greinilega Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn til að koma atvinnulífinu aftur á af stað - eins og flokkurinn gerði þegar hann kom í ríkisstjórn 1995.

Samfylkingarmenn í ríkisstjórn túlka stjórnarsáttmálann þannig að undirbúningur álvers á Bakka verði ekki stöðvaður af núverandi ríkisstjórn. VG eru á annarri skoðun. Samfylkingarmenn í ríkisstjhórn segjast fylgjandi álveri í Helguvík. Samfylkingarmenn í borgarstjórn eru á móti því að Orkuveita Reykjavíkur útvegi álveri í Helguvík orku - og hljóta því að vera á móti Helguvík.

"Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra segir að sinn skilningur á stjórnarsáttmála Vinstri grænna og Samfylkingar, um að álver á Bakka sé ekki á dagsrá sé réttur. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra segir þetta ekki rétt. Að sögn Jóhönnu hefur Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra rétt fyrir sér þegar hann segir að verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar muni ekki koma í veg fyrir frekari undirbúning að hugsanlegu álveri á Bakka við Húsavík."

Svo segir í frétt á fréttavefnum AMX.

Ég hlustaði á Dofra Hermannsson borgarfulltrúar Samfylkingarinnar tala gegn orkusamningi Orkuveitu Reykjavíkur vegna álvers í Helguvík - og það var greinilegt á hans orðum að hann er á móti álveri.

 


Mig langar í smá hlut í Mogganum

Mig langar svolítið að eignast smá hlut í Mogganum enda byrjaði ég blaðamannaferil minn þar árið 1984 þegar ég gerðist annar tveggja umsjónarmanna unglingasíðu Moggans. Á ennþá ljósbláa fréttaritaraskírteinið þar sem segir:

Hallur Magnússon er fréttaritari Morgunblaðsins í Reykjavík og ráðinn til þess að skrifa greinar um ungt fólk.

Undirskrift Styrmis Gunnarssonar á skírteinið er glæsileg!


mbl.is Leggur fram tilboð í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn Ólafur Friðrik Magnússon

Skrípaleikurinn Ólafur Friðrik Magnússon í borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram.


mbl.is Ræða þurrkuð út?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan bjargvættur í efnahagslægðinni

Orkuveita Reykjavíkur sem nú er undir dyggri stjórn Framsóknarmannsins Guðlaugs Gylfa Sverrissonar og félaga hans í samhentri stjórn fyrirtækisins er bjargvættur í efnahagslægðinni.

Ég er ekki viss um almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að Þróunarbanki Evrópu hafi ákveðið að afgreiða 6,5 milljarða lán til arðbærra, grænna virkjunarframkvæmda á Hellisheiði.

Þessi lánveiting er ekki einungis mikilvæg fyrir atvinnulífið og í baráttunni gegn atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, heldur getur þetta orðið til þess að erlend fjármálafyrirtæki fari aftur að veita lánsfé til verkefna á Íslandi.

Það er athyglisvert að lánakjör þessa láns Þróunarbanka Evrópu er með lægstu mögulegu vöxtum vegna þess að um er að ræða orkuframkvæmdir sem miða að nýtingu grænnar orku samkvæmt skilgreiningu Þróunarbankans.

Guðlaugur Gylfi getur nú með góðri samvisku rifjað upp slagorð Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni 1995 þegar  fjöldaatvinnuleysi ríkti í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks - Vinna er velferð!

Það var einmitt Framsóknarflokkurinn sem sneri þeirri óheillaþróun við þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn í kjölfar kosninganna 1995 - og sköpuðu 12 þúsund störf eins og flokkurinn lofaði. Það eru einmitt rúmlega 12 þúsund manns atvinnulausir um þessar mundir - og því brýnt að Framsókn taki aftur við stjórnartaumunum!


mbl.is Lánalína OR opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing hornsteinn uppbyggingar Nýja Íslands

Stjórnlagaþing kosið beint af þjóðinni er einn af hornsteinum Nýja Íslands og því eðlilegt að Björg Thorarensen prófessor í lögum hafi frekar hug á að undirbúa stjórnarskrárbreytingar og skipulag stjórnlagaþings en að verða dómsmálaráðherra í skammlífri ríkisstjórn.

Mér líst afar vel að fá Björgu að því verki, enda öflugur fræðimaður. Ég tel reyndar mikilvægt að það verði skipuð þriggja til fimm manna nefnd öflugra lögfræðinga og leikmanna til að vinna að undirbúningi stjórnlagaþingsins. Þar ætti Gísli Tryggvason lögfræðingur og Talsmaður neytenda að vera að mínu mati, en Gísli hefur um nokkurt skeið verið öflugur talsmaður  þess að sett verði á fót stjórnlagaþing og hefur hann skoðað ítarlega æskilega uppbyggingu og framkvæmd stjórnlagaþingsins. Enda má segja að stjórnlagaþing þjóðarinnar sé eitt stærsta neytendamál almennings.

Ég hef sjálfur barist fyrir stjórnlagaþingi sem kosið yrði beint af þjóðinni og var því afar ánægður þegar flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti ályktun um stofnun slíks þings og að þingflokkur Framsóknarflokksins skyldi setja stjórnlagaþing sem eitt skilyrði þess að flokkurinn verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli.

Framsóknarflokkurinn hefur kynnt fullunnið frumvarp að lögum um stjórnlagaþing og ríkisstjórnin hefur undirbúning stjórnlagaþings á stefnuskrá sinni. Það er vel!

Sjá einnig pistil minn: Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar


mbl.is Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum varlega í að eyða viðbótarlífeyrissparnaði!

Sjálfstæðisflokkurinn og minnihlutastjórn Þjóðvaka og Alþýðubandalags - afsakið minnihlutastjórn Samfylkingar og VG - virðast sammála um að sett verða lög um séreignarsparnað sem veiti sjóðfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda.

Þessi hugmynd virðist í fyrstu vera afa snjöll en þegar lengra er hugsað þá getur hún orðið skuldsettum heimilum afar dýrkeypt.

Í dag er séreignarlífeyrissparnaður varinn þótt til persónulegs gjaldþrots komi - á svipaðan hátt og eðlilegt innbú heimilis þess er til gjaldþrotaskipta er tekinn. Ef fjölskyldum í vanda er heimilað að taka séreignarsparnaðinn út, þá er hætt við að fjármálafyrirtæki gangi enn harðar að fjölskyldum vegna greiðsluerfiðleika.

Fjölskyldur sem vilja eiga séreignarlífeyrissparnaðinn til að eiga til hnífs og skeiðar þegar á eftirlaun er komið gætu lent í þeirri stöðu að verða stillt upp við vegg í núverandiu greiðsluerfiðleikum og þvingaðar til þess að losa um sparnaðinn til að gera upp núverandi skuldir. Fjármálafyritæki hóti að setja fjöldkyldur í gjaldþrot verði ekki gengið á lífeyrsissparnaðinn.

Þá er einnig óljóst hvort unnt verði að ganga á séreignarlífeyrissparnaðinn ef til gjaldþrots kemur - ef þessi breyting verður gerð.

Ég útiloka ekki að þessi leið verði farinn - en við verðum að fara afar varlega!


mbl.is Fyrstu verk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki afborgunarlaus endurbótalán lán til 3 ára?

Rýmkun reglna um viðgerðarlán Íbúðalánasjóðs er góðra gjalda verð. En af hverju var ekki gengið lengra og Íbúðalánasjóði veitt heimild til þess að veita lán til viðgerða og viðhalds eigin húsnæðis afborgunarlaus í 3 ár eins og ég hef margoft bent á í pistlum mínum?

Slík aðgerð hefði haft margfalt meiri og betri áhrif en þessar tiltölulega litlu breytingar á heimildum Íbúðalánasjóðs.

Er ástæðan kannske sú að ég, "aumur" Framsóknarmaðurinn, lagði það til?

Af hverju tekur ríkisstjórnin ekki heldur fast og markvisst á greiðsluvanda heimilana með því að gefa fólki kost á að sækja tímabundið um að einungis ákveðið hlutfall tekna þeirra renni til afborgana á íbúðalánum?

Er ástæðan kannske sú að ég, "aumur" Framsóknarmaðurinn, lagði það til?

Sjá nánar um tillögur mína á eftirfandi bloggum:

Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg!

Ég hef fengið mjög góðan hljómgrunn fyrir ofangreindum tillögum mínum, en afar takmarkaða gagnrýni, enda miða þær annras vegar að því að viðhalda atvinnu og hins vegar að koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna.

Minni að lokum á að ég Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík Smile


mbl.is Endurgreiðsla VSK hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankahrunsmenn efnahagsráðgjafar ríkisstjórnarflokkana!

Ég er hugsi yfir því að helstu efnahagsráðgjafar Samfylkingar og VG á undanförnum dögum eru menn sem voru mjög háttsettir innan gömlu bankanna.

Fyrir Samfylkingu Yngvi Örn Kristinsson sem var framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans og gekk næstur Sigurjóni Þ Árnasyni bankastjóra Landsbankans.

Fyrir VG Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Ekki ætla ég að draga hæfni þessara ágætu manna í efa. Veit að þeir eru mjög hæfir.

En mér finnst það skjóta skökku við að flokkarnir sem gagnrýnt hafa stjórnendur bankanna sem bera ábyrgð á bankahruninu - reyndar með síðustu ríkisstjórn - skuli vera í farabroddi sem ráðgjafar ríkisstjórnarflokkanna í bankamálum og efnahagsmálum!

Það var kannske ekki að undra að Framsóknarmenn vildu fá utanaðkomandi sérfræðinga í efnahagsmálum til að lesa yfir aðgerðaráætlun ríkisstjórnarflokkanna áður en Framsókn ákvæði að verja nýja ríkisstjórn falli.

Enda fór lítið fyrir útfærslum og leiðum hvað varðar efnahagsmálin í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar.

En ég óska ríkisstjórninni allra heilla í erfiðu verkefni. Það besta við ríkisstjórnina er þó að hún mun ekki verða langlíf!


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð og Framsókn hafa breytt íslenskum stjórnmálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýr formaður Framsóknarflokksins hefur á örfáum dögum breytt íslenskum stjórnmálum til hins betra. Sigmundur Davíð hefur sýnt að þar er á ferðinni stjórnmálamaður sem mun gegna lykilhlutverki í að byggja upp annars konar stjórnmál á Íslandi en hingað til hafa tíðkast. 

Fyrir örfáum vikum datt engum í hug að við sundurlyndri og handónýtri ríkisstjórn myndi taka minnihlutastjórn VG og Samfylkingar sem Framsóknarflokkurinn verði falli. Ríkisstjórn sem þjóðinni er nauðsynleg til að halda um stjórnartaumana fram að kosningum þar sem nýtt Alþingi verður kjörið til að endurreisa Ísland, nýtt Ísland.

Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn breytti pólitísku landslagi á einu vetfangi þegar hann bauðst til að verja slíka ríkisstjórn strax í kjölfar þess að Framsóknarmenn gerðu upp við fortíðina og lögðu drög að framtíðinni með glæsilegu flokksþingi þar sem mikil og merkileg stefnumótun flokksins fór fram.

Eitt þeirra atriða sem mun breyta pólitísku landslagi til framtíðar litið verður stjórnlagaþing sem Framsóknarflokkurinn setti sem skilyrði fyrir því að verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Þar mun verða leitað beint til þjóðarinnar um að kjósa sé stjórnlagaþing sem vinni nýja stjórnarskrá fyrir Ísland framtíðarinnar.

Með þessu baráttumáli hefur Framsóknarflokkurinn haft forgöngu um að auka beint lýðræði þjóðarinnar og bjarga stjórnarskránni úr klóm stjórnmálamannanna sem haldið halda henni í gíslingu eiginhagsmuna um áratuga skeið.

Ég hef barist fyrir slíku stjórnlagaþingi með nokkrum félögum mínum í Framsóknarflokknum. Ég er stoltur af því. Við erum að upplifa nýtt upphaf - nýja framsókn.

Ný minnihlutastjórn VG og Samfylkingar mun taka við í dag. Hennar bíður mikilvægt en erfitt verkefni. ég óska ríkisstjórninni allra heilla - og er reiðubúin að leggja henni lið í öllum góðum málum.  Það eigum við öll að gera.

Að lokum vil ég minna á að ég sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík, sjá nánar hér:

Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband