Bankahrunsmenn efnahagsráðgjafar ríkisstjórnarflokkana!

Ég er hugsi yfir því að helstu efnahagsráðgjafar Samfylkingar og VG á undanförnum dögum eru menn sem voru mjög háttsettir innan gömlu bankanna.

Fyrir Samfylkingu Yngvi Örn Kristinsson sem var framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans og gekk næstur Sigurjóni Þ Árnasyni bankastjóra Landsbankans.

Fyrir VG Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Ekki ætla ég að draga hæfni þessara ágætu manna í efa. Veit að þeir eru mjög hæfir.

En mér finnst það skjóta skökku við að flokkarnir sem gagnrýnt hafa stjórnendur bankanna sem bera ábyrgð á bankahruninu - reyndar með síðustu ríkisstjórn - skuli vera í farabroddi sem ráðgjafar ríkisstjórnarflokkanna í bankamálum og efnahagsmálum!

Það var kannske ekki að undra að Framsóknarmenn vildu fá utanaðkomandi sérfræðinga í efnahagsmálum til að lesa yfir aðgerðaráætlun ríkisstjórnarflokkanna áður en Framsókn ákvæði að verja nýja ríkisstjórn falli.

Enda fór lítið fyrir útfærslum og leiðum hvað varðar efnahagsmálin í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar.

En ég óska ríkisstjórninni allra heilla í erfiðu verkefni. Það besta við ríkisstjórnina er þó að hún mun ekki verða langlíf!


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Er það rétt að helsta markmið Framsóknarflokksins sé að verja auðmenn og eigur þeirra?  Hefur meðal annars sést á útlendum bloggum!

Auðun Gíslason, 1.2.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Auðun.

Nei, það er ekki rétt. Helsta markmið Framsóknarflokksins er að byggja upp betra Ísland og betra samfélag.

Hallur Magnússon, 1.2.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hallur, í mínu fagi, stjórnun upplýsingaöryggis, er stór hópur manna við ráðgjöf, sem áður voru í tölvuhakki.  Þetta eru mennirnir sem vita hvernig brotin voru framin og hafa reynst ákaflega notadrjúgir í baráttunni við svona glæpi.  Ég reikna með því að "kristnaðir" bankadólgar (þó ég viti ekkert hvort nákvæmlega þessir séu slíkir) gætu nýst vel í því að loka glufum sem eru í regluverki fjármálakerfisins.

Marinó G. Njálsson, 1.2.2009 kl. 21:31

4 identicon

Hvenær tók Framsókn upp þá stefnu?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Dunni

Er ekki verið að moka flórinn eftir 12 ára stjórnarsetu Framsóknar?  Á ekki að fara að byggja upp samfélag sem hagsmunasamtökin, Framsókn, rústaði?

Horfðu þér nær Hallur.  Það er kostur fyrir stjórnmálamenn að hafa smá snefil af sjálfsgagnrýni líka.  Ekki bara kasta sínum eigin skít í aðra.

Dunni, 1.2.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Þið megið ekki misskilja mig. Þetta eru báðir mjög hæfir menn. Yngvi Örn mikil sérfræðingur í peningamálum sem ég ber afar mikla faglega virðingu fyrir. 

Það sem ég er hugsi yfir er að í þessu pólitíska umhverfi finnst mér þetta vera tvíbeitt fyrir vinstri minnihlutastjórn - þar sem annar flokkurinn hefir gagnrýnt ráðamenn í gömlu bönkunum harðlega - að nota menn sem eru svona tengdir bankahruninu.  Það er fjarri að ég dragi í efa hæfni þeirra - þvert á móti.

Annars er mér sossum sama hvaða ráðgjafa ríkisstjórnin notar - svo fremi sem hún tali skref í að byggja upp framtíðina.

Hallur Magnússon, 1.2.2009 kl. 22:12

7 identicon

Það er eitt að veita ráðgjöfina og annað að eftir henni sé farið.  Hvað vitum við hvers konar ráðgjöf þessi ágætu herramenn veittu sínum yfirmönnum, og hvað vitum um hvort eða hvernig eftir henni var farið? Góður punktur hjá Marinó að ofan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:22

8 identicon

Hallur.

Allt embættismannakerfið er handónýtt, gerspillt af pólitískum flokkum  !

þetta átt þú að vita, þú ert  búinn að vera hluti af því.

Það eru ekki nýjar fréttir.

,,.. Framsóknarmenn vildu fá utanaðkomandi sérfræðinga"

Allir eiga sér fortíð, nema formaður framsóknarflokksins sem á enga.  Hann óx bara upp úr ,,grasrót" !

Sem er sagt sé fínnt heiti á einni klíkunni í framsókn.

Flestir sem eitthvað hafa tjáð sig um uppbyggingu íslensks þjóðfélags vilja ekki að þessir fjórflokkar hafa neitt með  þá uppbyggingu að gera. Að framsókn hafi bennt á einhvern ,,óháðan ráðgjafa", segir manni bara að framsóknarflokkuinn ætlar ekkert að breyta sínum vinnubrögðum .  Fjórflokkurinn vill ekki að fólkið í landinu hafi eitthvað um það að segja hvernig málum verði skipað hér í framtíðinni.

Fólkið sem hefur mótmælt undanfarnar vikur hefur ekkert beðið framsóknarflokkað vera blanda sér í þessi mál.

Fólkið vill að framsóknarflokkurinn ,og allir fjórflokkarnir, hlusti á vilja fólksins og farið að þeirra beiðni.

JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:42

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En ertu ekkert hugsi, Hallur, yfir ráðgjafa Framsóknarflokksins, Ragnari Árnasyni? Það ætti að vera eitthvað til að velta vöngum yfir!

Jóhannes Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 00:29

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhannes

Það var ekki að ástæðulausu að Jón Daníelsson var kallaður heim til ráðgjafar. Ragnar var einn af hóp ráðgjafa sem vann fyrir Framsókn.

Hallur Magnússon, 2.2.2009 kl. 07:49

11 identicon

Þótt Yngvi Örn hafi unnið með Sigurjóni, undir hans stjórn, er ekki þar með sagt að þeir hafi verið á sömu línu - þar var himin og haf á milli hvað varðar skoðanir og hvaða stefnu ætti að taka. Þótt maður hafi unnið í einhverju fyrirtæki sem fór illa er ekki þar með sagt að maður hafi verið sammála ýmsum ákvörðunum - og þótt maður hafi reynt sitt besta til að sporna við þá er maður ekki alltaf í aðstöðu til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ef þú talar við fólk í þessum bransa um Yngva Örn muntu heyra að þar er heiðarlegur maður á ferð þannig að ég fagna því ef yfirvöld leita ráða hjá honum. Við verðum að passa að setja ekki alla "bankamenn" undir sama hatt.

Erla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:38

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tek algjörlega undir orð þín Hallur. Ég hef áður lýst vantrausti á Yngva Örn Kristinsson og Ásgeir Jónsson. Ekki vegna ábyrgðar þeirra á efnahagshruninu, heldur af málefnalegum ástæðum.

Ég tel að þá báða vanti þekkingu á peningamálum, en fyrst og fremst skilning. Með öðrum orðum, þá hef ég séð frá þeim fullyrðingar sem allir alvöru hagfræðingar vita að eru rangar. Það er alvarlegt mál ef þessir menn eiga að verða ráðgjafar nýrrar ríkisstjórnar.

Ragnar Árnason tel ég hins vegar mjög hæfan og dæmi þá af þeim viðhorfum sem ég hef kynnst hjá honum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 15:07

13 identicon

Kæri Loftur. Mikið þætti mér gaman að sjá vantraustyfirlýsingu þína á Yngva og Ásgeir. Ég var að glugga í blogginu þínu en fann hana ekki, viltu endilega senda link á hana. Reyndar tel ég argasta bull að Yngvi Örn skorti þekkingu á peningamálum, fáir hagfræðingar jafn mikla reynslu í praktískri hagfræði og hann hérlendis. Það er eitt að kunna fræðin og annað að kunna að nota þau!  En endilega komdu með rökin fyrir vantraustinu.

Erla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:41

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Erla góða Erla. Mér er ánægja, að upplýsa þig um álit mitt á Yngva Erni og Ásgeiri Jónssyni. Ég vil taka fram að kynni mín af þessum mönnum eru hvorki löng né náin. Hins vegar, það sem ég hef séð er ekki traustvekjandi og í ljósi aðstæðna er mikilvægt að til verka hjá ríkisstjórn veljist menn sem talist geta flekklausir. Ef annað kemur í ljós, áskil ég mér rétt til að endurskoða þetta mat.

Hér er það sem ég fann í fljótu bragði um gagnrýni mína á þeim félögum:

Misskilningur eða óskhyggja 32 hagfræðinga:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/792798/

Athugasemd varðandi Yngva Örn:

http://jp.blog.is/blog/jp/entry/784204/#comments

Athugasemd hjá Evrópunefnd Sjálfstæðisflokks, varðandi ummæli Ásgeirs Jónssonar:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/748958/

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 16:44

15 identicon

Sæll aftur Loftur og takk fyrir þetta. OK semsagt það sem Yngvi Örn hefur unnið sér til saka skv. rökstuðningi þínum er að vera annarrar skoðunar en þú - og sammála Geir Haarde - foringja þíns flokks. Yngvi er semsagt sekur um að vera andvígur einhliða upptöku Evru, fylgismaður þess að fá IMF til að aðstoða við upbyggingu hrunins efnahags á Íslandi og ötull í því að tala opinberlega fyrir þeirri skoðun sinni. Það fær mig til að spyrja mig hvort þú sért örugglega í réttum flokki? Þessi rök þín hafa engin áhrif á skoðun mína á hæfni Yngva Arnar enda bjóst ég ekki við því, þekki vel til verka hans og persónu og veit að þar er mætur maður á ferð. Kv. Erla

Erla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:57

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæl Erla. Ég sé að ykkur Yngva er vel til vina og ég hef ekkert við það að athuga að þú takir upp handskann fyrir hann. Ekki dettur mér í hug, að reyna að spilla vináttu ykkar.

Það er rétt skilið hjá þér, að hef vantraust á þeim Yngva og Ásgeiri vegna skoðana þeirra á peningamálum. Jafnframt finnst mér að þeir hafi verið of valdamiklir í bankakerfinu fyrir efnahagshrunið, til að þeir séu traustvekjandi ráðgjafar hjá ríkisstjórninni. Varla ert þú þeirrar skoðunar að engin mistök hafi verið gerð í ríkiskerfinu og bankakerfinu, sem orsökuðu þá efnahagsstöðu sem við eru í. Er ekki ástæða til að efnahagsráðgjafar axli sína ábyrgð á röngum ákvörðunum, eins og stjórnmálamenn ?

Ég ætla ekki að fara ýtarlega yfir ágreining minn við Yngva Örn, en þar hangir fleirra á spýtunni en einhliða upptaka Evru. Hann er almennt á móti Dollaravæðingu (sem innifelur fleirri myntir en Dollar) og ég geri ráð fyrir að þar með sé hann einnig andvígur sterkum innlendum gjaldmiðli undir myntráði.

Samstarfið við IMF getur verið margskonar og þarf ekki að vera í þeim dúr sem Yngvi hefur staðið fyrir. Ráðgjöf IMF hefur oft gefist illa og IMF hefur sannanlega stundum verið misnotað til að klekkja á eða hampa einstaklingum, ef ekki þjóðum. Ekkert tilefni er því til, að hanga á ákveðinni aðferð í samstarfi við IMF.

Hvað varðar Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn, þá er hollusta okkar Geirs beggja fyrst við þjóðina og síðan við flokkinn. Þetta hefur komið skýrt fram hjá okkur báðum. Ég er þess jafnframt fullviss, að Geir vill skoða allar hliðar efnahagshrunsins til fullnustu og að hann vill endurskoða allar björgunaraðgerðir, ef hugsanlegt er að betri leiðir séu í boði.

Ég get fullvissað þig Erla um að ég er í réttum flokki, þótt ég láti mína heilbrigðu skynsemi ráða afstöðu. Því miður eru of margir í öllum stjórnmálaflokkum, sem láta stjórnast af foringjadýrkun, til tjóns fyrir fjöreggið sem flokkunum ber skylda til að varðveita vel. Ert þú örugglega í réttum stjórnmálaflokki Erla ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband