Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Velferðarráð veitir 180 milljónum til styrkja og þjónustusamninga
11.2.2009 | 20:47
Við í Velferðarráði gengum frá almennum styrkjum til velferðarmála í dag. Við lögðum áherslu á að styðja sérstaklega við þá aðila sem búast má við að álag muni aukast á í versnandi árferði s.s. Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar.
Styrkur til Fjölskylduhjálpar Íslands verður afgreiddur sérstaklega af ráðinu þegar úttekt á starfsemi samtakanna liggur fyrir sem vonandi verður á næstu dögum.
En því miður var ekki unnt að styðja öll þau mikilvægu verkefni sem í gangi eru á sviði velferðarmála í borginni, en vegna efnahagsástandsins hafði Velferðarráð takmarkað fjármagn til almennra styrkja.
Þrátt fyrir erfitt árferði þá gat Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti 24 nýja styrki til velferðarmála alls að upphæð 33 milljónir króna.
Þá hafði aðgerðarhópur borgarráðs áður lagt til aukið fjármagn til Rauða Kross Íslands, Stígamóta og Kvennaathvarfsins.
En þótt ekki hafi verið unnt að veita nema 33 milljónum til nýrra styrkja á árinu er vert að halda því til haga að geta að á árinu ver borgin tæpum 180 milljónum króna til styrkja og þjónustusamninga vegna velferðarmála.
Alls njóta 60 aðilar sem sinna verkefnum og þjónustu á sviði velferðarmála styrkja frá velferðarráði og þjónustusamninga við Velferðarsvið á árinu.
Það er því ljóst að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá erum við að verja Velferðarþjónustuna eins og nokkur kostur er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð
11.2.2009 | 12:51
Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð. Oft var þörf en nú er það þjóðarnauðsyn. Það er raunveruleg hætta á því að stjórnvöld geti skaðað Íbúðalánasjóð verulega með illa ígrunduðum aðgerðum sem ætlaðar eru til að aðstoða heimilin í landinu og til þess að aðstoða banka og sparisjóði.
"Íbúðalánasjóður" hefur verið lausnarorð forsætisráðherrans við öllu því sem viðkemur íbúðalánum og stöðu heimilanna í landinu. Víst er Íbúðalánasjóður öflugur og vel rekinn sjóður sem leikur lykilhlutverk í húsnæðismálum Íslendinga. En það er unnt að eyðileggja hann þótt viljinn sé góður.
Við skulum ekki gleyma Byggingarsjóði verkamanna sem var ofarlega í huga núverandi forsætisráðherra á sínum tíma, en Byggingarsjóður verkamanna var illilega gjaldþrota á sínum tíma þótt hann hafi ekki verið gerður upp.
Staða sjóðsins ógnaði reyndar opinbera húsnæðislánakerfinu, en neikvætt eigið fé sjóðsins var nætti 30 milljarðar króna á núvirði. Sjóðurinn hafði étið upp eigið fé Byggingarsjóðs ríkisins, þannig að stofnfé Íbúðalánasjóðs byggðist einungis á eigin fé húsbréfadeildar þegar Íbúðalánasjóður hóf starfsemi 1. janúar 1999.
Hugmyndir um að öll íbúðalán bankanna og reyndar allra fjármálafyrirtækja landsins verði færð inn í Íbúðalánasjóðs. Það getur verið stórhættulegt og stefnt núverandi styrk og jafnvægi Íbúðalánasjóðs í hættu. Við megum ekki skaða það góða og sterka sem við þó höfum.
Reyndar skil ég ekki af hverju færa á íbúðalán ríkisbankanna yfir í Íbúðalánasjóð. Auðvitað eiga bankarnir að halda áfram um lánin.
Ég hef lagt það til frá degi eitt að ef íbúðalán banka og sparisjóða verði fært til Íbúðalánasjóðs þá ætti ekki að setja þau inn í núverandi sjóð, heldur inn í dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs sem yrði í hlutafélag alfarið í eigu sjóðsins. Þar fari endurskipulagning lánasafnsins fram, mögulega með nauðsynlegu framlagi ríkisins til eigin fjár dótturfyrirtækisins.
Þegar frá líður gætu bankar og sparisjóðir komið að slíku hlutafélagi sem gæti þróast í að verða fjármögnunaraðili fyrir banka og sparisjóði án beinnar ríkisábyrgðar. Íbúðalánasjóður haldi hins vegar áfram starfsemi á núverandi grunni með beinni ríkisábyrgð - sterkur Íbúðalánasjóður þjóðarinnar.
Hugmyndir þessar ríma við áherslu og tillögu Mats Josepssonar formanns nefndar um endurreisn fjármálakerfisins, sem vill að komið verði á fót eignasýslufélagi, sem muni hafa það hlutverk, annars vegar, að styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi og, hins vegar, að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef félögum fara í þrot.
Unnið að endurreisn kerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Rafrænt einelti útbreiddara og alvarlegra en menn grunar
11.2.2009 | 08:29
Rafrænt einelti er útbreiddara og alvarlegra en menn grunar. Börnin okkar eru því miður berskjölduð fyrir því bæði á netinu og í farsímunum. Slíkt alvarlegt einelti hef ég séð og þurft að taka á.
Því er mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með netnotkun barna sinna og kanna SMS skilaboð á farsímum barna. Eins og með annað einelti þá getur sá er lendir í rafrænu einelti brugðist við með því að beita samsvarandi ofbeldi á aðra og þannig myndast keðjuverkun.
Foreldrar verða að taka höndum saman og vinna gegn rafrænu einelti eins og öðru einelti, hvetja börn sín til þess að láta vita ef þau verða fyrir árásum á netinu eða gegnum sms skeyti og ekki síður ræða við börn sín um alvarlegar afleiðingar þess að beita aðra slíku einelti.
Það er eins í þessu og öðru - samvinna er lausnarorðið.
„Ég mun alltaf muna“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endurreisn efnahagslífs Bandaríkjanna hafin
10.2.2009 | 19:34
Það að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki 838 milljarða dala fjárveitingu, sem ætlað er að örva efnahagslíf landsins skiptir ekki einungis sköpum fyrir bandarískt efnahagslíf, heldur skiptir fjárveitingin miklu máli fyrir alþjóðlegt efnahagslíf.
Það er fyrst og fremst hinn öflugi Framsóknarmaður Barack Obama forseti Bandaríkjanna sem á heiðurinn af þessu mikilvæga skrefi í endurreisn efnahagslífsins í Bandaríkjunum.
Þótt það hafi ekki farið mikið fyrir því í íslenskum fjölmiðlum, þá hefur Obama að mörgu leiti farið óhefðbundna leið sem forseti Bandaríkjanna í nánum og markvissum samskiptum sínum við bandaríska þingið. Fyrri forsetar hafa oft setið í fílabeinsturnum sínum í Hvíta húsinu þegar unnið hefur verið að framgangi mikillvægra mála, en Obama var óhræddur að mæta á Capitol Hill og ræða beint við þingmenn bæði í fulltrúardeild og öldungadeild um málið. Obama gerði það sem þurfti til að ná samkomulagi um þetta mikilvæga skref.
Rauður þráður í kosningabarátta Obama var endureisn efnahagslífsins. Sú endurrreisn er hafin fyrir vestan.
Við íslenskir Framsóknarmenn munum að sjálfsögðu setja endurreisn efnahagslífsins á oddinn hjá okkur og feta þannig í fótspor Framsóknarmannsins Obama.
Ekki það að sú áhersla sé ný hjá okkur Framsóknarmönnum - öflugt efnahagslíf sem skilar hagsæld til heimilanna hafa verið okkar ær og kýr alla tíð - og enginn flokkir náð eins góðum árangri í endurreisn efnahagslífsins og atvinnulífsins og við. Þannig er það - þótt það farið í taugarnar á andstæðingum okkar.
Öldungadeildin samþykkti fjármálapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ólafur Ragnar kominn í bullandi pólitík
10.2.2009 | 10:14
Ólafur Ragnar hefur allt frá myndun minnihlutastjórnarinnar verið í bullandi pólitík. Þessi ummæli Ólafs Ragnars eru klárlega pólitísk.
Það er reyndar ekkert í stjórnarskránni sem segir að hann megi ekki ræða á pólitískum nótum. Frekar hefur skapast hefð um að svo skuli ekki vera.
Eitt af verkefnum stjórnlagaþings verður einmitt að setja forsetaembætti framtíðarinnar ramma.
Viljum við kannske hafa pólitískan forseta sem tjáir sig um pólitísk málefni, þótt hann taki ekki beinan þátt í stjórnmálum?
Það er reyndar athyglisvert að nú eru tveir af æðstu embættismönnum landsins þar sem ekki hefur verið hefð fyrir að standa í pólitík komnir á kaf í pólitískri umræðu. Annars vegar forsetinn og hins vegar aðalseðlabankastjórinn.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Vestfirðir ekki réttur staður fyrir olíuhreinsunarstöð
10.2.2009 | 07:51
Vestfirðir eru ekki rétti staðurinn fyrir olíuhreinsunarstöð. Við eigum að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf á grunni matvælaframleiðslu og ferðamennsku á Vestfjörðum. Olíuhreinsunarstöð er að auki hreinlega allt of stór fyrir Vestfirði.
Þegar við byggjum olíuhreinsunarstöð á Íslandi þá á hún að sjálfsögðu að rísa nærri háhitasvæði svo við getum notað heita gufu bæði til að hita upp olíuna og til þess að framleiða rafmagn til að drífa olíuhreinsunarstöðina áfram. Þannig komum við í veg fyrir CO2 losun við olíuhreinsunina.
Bakki gæti mögulega verið hagstæður staður fyrir olíuhreinsunarstöð. Þar er stutt í háhita og stöðin lægi nærri Drekasvæðinu ef þar verður einhvern tíma unnin olía.
Opinn fyrir öðrum staðsetningum.
Tillögur?
Olíuhreinsistöð í bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Framsóknarmennirnir í ESB taka Íslandi opnum örmum
9.2.2009 | 22:08
Diana Wallis varaforseti Evrópuþingsins og hinir Framsóknarmennirnir í Evrópusambandinu taka Íslandi opnum örmum með aðildarumsókn að sambandinu. Framsóknarmennirnir skilja sérstöðu Íslands og styðja okkur í því að "...íslenskur útvegur þrífist og blómstri, .'
Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri ESB hefur gefið það sama í skyn.
Reyndar er einhver lurkur í íhaldsmönnunum - en það skiptir bara engu máli.
Það er því rétt og nauðsynlegt að sækja um aðild að ESB eftir kosningar í vor - þegar sænskir Framsóknarmenn - sem eru í stjórn með sænskum íhaldsmönnum í Svíþjóð - eru við stjórnvölinn í Evrópusambandinu - og tékka á því hvort við náum ekki ásættanlegum samningum.
Ef ekki - þá segjum við bara nei!
Styður aðildarumsókn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngunin að kefla mann og annan
9.2.2009 | 08:42
Ég skal viðurkenna að það hafa komið stundir þar sem ég hef hugsað hvort ekki væri rétt að Vilhjálmur talaði minna. En að þvinga manninn til þess að þegja - í krafti fjármagns - það er náttúrlega galið.
Þetta kemur mér ekki alveg á óvart - ég var sjálfur ekki mjög vinsæll hjá stóru bönkunum þegar ég varði Íbúðalánasjóð með kjafti og klóm - og benti á veikleika í útlánaþenslu bankanna og gagnrýndi Seðlabankann fyrir aðgerðarleysi og rangar ákvarðanir sem nú hafa komið okkur um koll.
Ég er viss um að bankarnir hefðu viljað sjá okkur báða keflaða á tímabili.
En maður á að segja það sem manni finnst!
Vildu Vilhjálm Bjarnason burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð klikkar aldrei í fjölmiðlaförsum
8.2.2009 | 18:29
Davíð Oddsson klikkar aldrei þegar fjölmiðlafarsar eru annars vegar. Það hefði komið mér á óvart - eftir að hafa fylgst með Davíð í tæp 25 ár - að hann hefði tekið pokan sinn.
Ég er ekki viss um að Jóhanna hafi undirbúið aðförina að Davíð nægilega vel. Pólitískur refur eins og Davíð kann öll trikkinn í bókinni - og ég veit það mikið um refaveiðar að þær þarf að undirbúa vel og hugsa fyrir öllum útgönguleiðum úr greninu! Ég óttast að það verði Davíð sem standi með pálmann í höndunum en að Jóhanna skaðist - þar sem málið var ekki nægilega lögfræðilega og pólitískt undirbúið.
Ég er reyndar hugsi yfir einni setningu í bréfi Davíðs:
... ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og helsti tengiliður við prógramm Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur verið þvingaður út úr ráðuneytinu með áður fordæmalausum hætti
Nú er ljóst að sá Seðlabankastjóri sem var helsti tengiliður bankans við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, maður sem ekki má vamm sitt vita, hefur nú ákveðið að taka pokan sinn eftir að Jóhanna bað hann um það.
Gæti verið að Jóhanna hafi hlaupið á sig með ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins?
Hefði kannske verið nóg að senda ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og vin Davíðs í frí til að byrja með - en nýta starfskrafta ráðuneytisstjórans í forsætisráðuneytinu áfram?
Ætti Jóhanna kannske að ráða Ingimund Seðlabankastjóra í vinnu í forsætisráðuneytinu til að vinna að samskiptum við Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ásamt nýja ráðuneytisstjóranum og fleirum?
Allavega megum við ekki klúðra samskiptunum við AGS - sérstaklega ekki eftir glannalegar yfirlýsinga fjármálaráðherrans í garð AGS!
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikilvægt skref að stjórnlagaþingi
8.2.2009 | 16:01
Forsætisráðherra tekur mikilvægt skref í undirbúningi nauðsynlegra breytinga á stjórnarskrá sem þarf að vinna fyrir komandi kosningar og í því að undirbúa stjórnlagaþing sem móti stjórnskipan til framtíðar með því að skipa öflugan ráðgjafahóp.
Hópurinn er lítill, en öflugur og ætti því að geta unnið hratt.
Það er fengur að fá Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti til að leiða hópinn og það er gott að fá Gísla Tryggvason talsmann neytenda í hópinn, en stjórnarskráin er náttúrlega eitt mesta neytendamál almennings!
Þrenningin er svo fullkomnum með Bryndísi Hlöðversdóttur.
Ég hef um nokkurt skeið verið talsmaður þess að þjóðkjörið stjórnlagaþing vinni nýja stjórnarskrá, sjá td:
Stjórnlagaþing hornsteinn uppbyggingar Nýja Íslands
Undirbúa stjórnlagafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)