Vestfirðir ekki réttur staður fyrir olíuhreinsunarstöð

Vestfirðir eru ekki rétti staðurinn fyrir olíuhreinsunarstöð. Við eigum að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf á grunni matvælaframleiðslu og ferðamennsku á Vestfjörðum. Olíuhreinsunarstöð er að auki hreinlega allt of stór fyrir Vestfirði.

Þegar við byggjum olíuhreinsunarstöð á Íslandi þá á hún að sjálfsögðu að rísa nærri háhitasvæði svo við getum notað heita gufu bæði til að hita upp olíuna og til þess að framleiða rafmagn til að drífa olíuhreinsunarstöðina áfram. Þannig komum við í veg fyrir CO2 losun við olíuhreinsunina.

Bakki gæti mögulega verið hagstæður staður fyrir olíuhreinsunarstöð. Þar er stutt í háhita og stöðin lægi nærri Drekasvæðinu ef þar verður einhvern tíma unnin olía.

Opinn fyrir öðrum staðsetningum.

Tillögur?


mbl.is Olíuhreinsistöð í bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Húsavík er eitt af hættulegustu svæðum á Íslandi hvað varðar jarðskjálfta. Nú eru 130 ár síðan þarna reið síðst yfir hrina og stutt í þá næstu. Meðlatími er um 80-100 ár. 1874 féll hvert einasta hús á Húsavík í jarðskjáltum sem talið er að hafi verið nærri 6,5 - 7.0 á richter.

Misgengið gengur til sjávar rétt sunnan Bakka og ekki vildi ég sjá slíka stöð reista á einu hættulegasta misgengi á Íslandi. Það gæti haft hrikarlegar afleiðingar fyrir lífríki Skjálfandaflóa sem ber nafn með rentu þegar skoðuð er jarðskjálftasaga landsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Grindavík þá?

Hallur Magnússon, 10.2.2009 kl. 08:19

3 identicon

Þetta er nú svolítið skrítin umræða. Í fyrsta lagi ráða eigendur hvar þeir setja stöðina niður, ef hún verður að veruleika og þeir hafa valið lítinn dal við Arnarfjörð. Hallur, báðar tillögur þínar eru um að setja þetta niður á meiriháttar jarðskjálftasvæði, sem varla getur talist í lagi.

Alveg er ljóst að Vestfirðingum veitti af fjárhagslegu innspýtingunni, því henni myndi fylgja vegagerð og ótal margt annað.

Hvort rétt er að reisa olíuhreinsistöð yfir höfuð á Íslandi er svo annað mál. Ef við erum að fara að bora eftir olíu á Drekasvæðinu er vissulega þörf á hreinsistöð, því varla förum einu sinni enn að selja óunna vöruna úr landi eins og í gamla daga.

En eins og ég sagði í byrjun, þá ráða eigendur hvar staðsetningin verður.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:50

4 identicon

"Við" erum ekki að fara að bora eftir olíu á Drekasvæðinu enda höfum "við" ekkert bolmagn til þess að standa í áralöngum leitarborununum sem kannski leiða ekki til neins á endanum. Fyrirtækin sem á endanum pumpa jukkinu upp ráða því auðvitað sjálf hvort að þau vinna það hér á landi eða annarsstaðar. Mér hugnast ekki olíuhreinsunarstöð á Íslandi yfirleitt. Þær eru ljótar, skítugar og hættulegar. En líklega er heppilegasta staðsetningin á norðausturhorninu fyrir utan virkustu jarðskjálftasvæðin. Bakkafjörður, Vopnafjörður eða sunnar á Austfjörðum.

Bjarki (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:38

5 identicon

Ég verð að taka undir með Jóni Inga að Húsavík og nágrenni er allt of hættulegur staður með tilliti til jarðskjálfta með þeim hrikalegu afleiðingum sem slíkt gæti haft á lífríkið. Grindavík sennilega ekki mikið betri. Ef af þessu verður þá frá öryggissjónarmiðum væri sennilega best að staðsetja olíuhreinsistöð við Húnaflóa eða á Vestfjörðum eða eins og Bjarki bendir á á Austurlandi. Húnaflói hefur þann ókost ásamt Vestfjörðum að það er hætta á að hafnirnar lokist vegna hafíss og að auki skilst mér að hafnargerð sé erfið og dýr við Húnaflóann þannig að eftir stendur austurlandið.

Hvað það varðar sem Gústaf segir að eigendurnir ráði hvar stöðin yrði reist þá er það náttúrulega ekki rétt nema að því leiti að þeir geta ráðið hvar hún verður ekki reist. Það eru að sjálfsögðu skipulagsyfirvöld heima í héraði sem ráða mestu um hvort leyfi er gefið fyrir svona mannvirkjum eður ei og gefi þau grænt ljós þá þarf málið væntanlega að fara í umhverfismat og eftir það er það skipulagsstofnun sem hefur úrslitavaldið eftir umsagnir fagaðila.

Verð reyndar að bæta því við í lokin að það sem ég sagði hér fyrr um Skipulagsstofnun og fagaðila á auðvitað einungis við ef farið er að lögum um umhverfis- og skipulagsmál en það er svo sem hefð fyrir því að ráðherrar þessara mála gefi skít í allt slíkt og leyfi framkvæmdir ef þeim hentar að kaupa með því atkvæði.

Annars stunda ég þessa stundina nám í umhverfisskipulagsfræðum og stjórnun í Danmörku og eitt af þeim verkefnum sem við höfum verið að líta á nú í vetur er þessi ágæta olíuhreinsistöð sem samkvæmt fyrstu bráðabirgðaniðurstöðum er EKKERT SVO ÁGÆT, því miður, hvorki umhverfis- félags- né fjárhagslega. (Nema náttúrulega fyrir Rússana) 

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband