Framsóknarmennirnir í ESB taka Íslandi opnum örmum

Diana Wallis varaforseti Evrópuþingsins og hinir Framsóknarmennirnir í Evrópusambandinu taka Íslandi opnum örmum með aðildarumsókn að sambandinu. Framsóknarmennirnir skilja sérstöðu Íslands og styðja okkur í því að "...íslenskur útvegur þrífist og blómstri,“ .'

Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri ESB hefur gefið það sama í skyn.

Reyndar er einhver lurkur í íhaldsmönnunum - en það skiptir bara engu máli.

Það er því rétt og nauðsynlegt að sækja um aðild að ESB eftir kosningar í vor - þegar sænskir Framsóknarmenn - sem eru í stjórn með sænskum íhaldsmönnum í Svíþjóð -  eru við stjórnvölinn í Evrópusambandinu - og tékka á því hvort við náum ekki ásættanlegum samningum.

Ef ekki - þá segjum við bara nei!


mbl.is Styður aðildarumsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég sem hélt að framsóknarflokkurinn væri sér íslenskt fyrirbæri.

Offari, 9.2.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er bara misskilningur.

Obama er td. Framsóknarmaður

Hallur Magnússon, 9.2.2009 kl. 23:08

3 identicon

ESB mun án alls vafa samþykkja flestar ef ekki allar kröfur okkar ef við sækjum um aðild, en þegar við verðum komin í sambandið þá eiga þeir eftir að valta yfir okkur og finna leiðir til að breyta samningunum eða rifta þeim. ESB á ekki eftir að reynast okkur vel, því get ég lofað.

Þór (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

allir samningar við ESB í dag, eru dauðir og ómerkir á morgun. sambandið er alltaf í þróun að meira Sambandsríki. með Lissabon stjórnarskránni myndu kontoristarnir bara stroka yfir það sem þeir vildu ekki sjá í samningnum og segja okkur taka því og halda kjafti.

Alveg ótrúlegt að sjá menn eins og þig Hallur sem talar fyrir lýðræði en mærir svo náfrændur harðstjórana í Kína. 

Fannar frá Rifi, 10.2.2009 kl. 01:32

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Núnú! Fyrst Þór lofar því! Þá hlýtur það að vera satt!

Páll Geir Bjarnason, 10.2.2009 kl. 02:19

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veist þú um einhvern stjórnanda hjá ESB, Hallur, sem vill Ísland ekki inn í ESB. Það ætti að segja okkur eitthvað, að enginn stjórnandi, mér vitanlega vill Ísland ekki inn.Þeir telja greinilega einhverja hagnaðarvon í okkur fyrir sambandið, þótt Ísland sé því sem næst gjaldþrota.Það væri meira umhugsunarefni fyrir okkur að fara inn ef einhver hjá ESB lýsti því yfir að hann vildi okkur ekki inn, því það væri íþyngjandi fyrir sambandið.

Sigurgeir Jónsson, 10.2.2009 kl. 12:47

7 identicon

Persónulega, þá græði ég ekkert á þessu ferðafrelsi og það fá líka allir Íslendingar vegabréf, svo þetta ferðafrelsi reynist Íslendingum verr ef eitthvað er.

Þór (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband