Endurreisn efnahagslífs Bandaríkjanna hafin

Það að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki 838 milljarða dala fjárveitingu, sem ætlað er að örva efnahagslíf landsins skiptir ekki einungis sköpum fyrir bandarískt efnahagslíf, heldur skiptir fjárveitingin miklu máli fyrir alþjóðlegt efnahagslíf.

Það er fyrst og fremst hinn öflugi Framsóknarmaður Barack Obama forseti Bandaríkjanna sem á heiðurinn af þessu mikilvæga skrefi í endurreisn efnahagslífsins í Bandaríkjunum.

Þótt það hafi ekki farið mikið fyrir því í íslenskum fjölmiðlum, þá hefur Obama að mörgu leiti farið óhefðbundna leið sem forseti Bandaríkjanna í nánum og markvissum samskiptum sínum við bandaríska þingið. Fyrri forsetar hafa oft setið í fílabeinsturnum sínum í Hvíta húsinu þegar unnið hefur verið að framgangi mikillvægra mála, en Obama var óhræddur að mæta á Capitol Hill og ræða beint við þingmenn bæði í fulltrúardeild og öldungadeild um málið. Obama gerði það sem þurfti til að ná samkomulagi um þetta mikilvæga skref.

Rauður þráður í kosningabarátta Obama var endureisn efnahagslífsins. Sú endurrreisn er hafin fyrir vestan.

Við íslenskir Framsóknarmenn munum að sjálfsögðu setja endurreisn efnahagslífsins á oddinn hjá okkur og feta þannig í fótspor Framsóknarmannsins Obama.

Ekki það að sú áhersla sé ný hjá okkur Framsóknarmönnum - öflugt efnahagslíf sem skilar hagsæld til heimilanna hafa verið okkar ær og kýr alla tíð  - og enginn flokkir náð eins góðum árangri í endurreisn efnahagslífsins og atvinnulífsins og við. Þannig er það - þótt það farið í taugarnar á andstæðingum okkar.


mbl.is Öldungadeildin samþykkti fjármálapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er álíka og að borga þúsundkall inn á milljón króna skuld. Yfir algjörlega fallít fjármálakerfi heimsins hanga skuldatryggingasamningar, afleiður, framvirkir samningar og önnur ævintýrainstrúment upp á amk. kvadrilljón dollara (jafngildir þetta 20X vergri heimsframleiðslu). Þess vegna hafa markaðir haldið áfram að hrynja þrátt fyrir endalausar "björgunaraðgerðir" síðasta árið. Þetta er botnlaus og vonlaus hít. Stórstríð og/eða óðapeningaprentun og óðaverðbólga virðist óumflýjanlegt í nánustu framtíð.

Baldur Fjölnisson, 10.2.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Svok. kvadrilljón jafngildir 1000 trilljónum, sem aftur jafngilda 1000 billjónum sem eru 1000 milljónir. Allt eftir bandar. talnavenjum.

Ein kvadrilljón dollara jafngildir því milljón milljörðum dala en verg heimsframleiðsla er eitthvað um 60 þús. milljarða dala.

Baldur Fjölnisson, 10.2.2009 kl. 20:28

3 identicon

Það er ljóst að menn verða að fara í skuldaniðurfærslu.

það mun gerast að nokkru leiti með verðbólgu í BNA .

Staðan er erfið en þetta er eina vonin 

 

Bjorvin Viglundsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Allar pólitískar klappstýrur þessa gjaldþrota kerfis eru fyrir löngu með allt niður um sig og enginn heilvita maður tekur mark á þeim og því hefur ekki verið hægt að ljúga af stað nein stríð að gagni til að hressa upp á viðskiptin, hvað þá að setja nýtt hollywoodsjó a la 9/11 á svið í sama skyni. Það er stór hluti vandans og við sjáum það blasa við bæði glóbalt og líka hér heima, það er algjört hugmyndafræðilegt og siðfræðilegt og póltískt gjaldþrot auk þess efnahagslega. Kerfið allt er gegnrotið eins og það leggur sig og gjörónýtt  og þarf fyrst og fremst að skipta alveg um það sjálft.

Baldur Fjölnisson, 11.2.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband