Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Á Geir Haarde að segja af sér vegna spillingar?

Á Geir Haarde að segja af sér vegna "spillingar" við sölu ÍAV sem hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta?

Geir Haarde var í ráðherranefnd um einkavæðingu sem tók endanlega ákvörðun um sölu á tæplega 40% hlut í ÍAV á grundvelli verðmats sérstakar einkavæðingarnefnar sem hafði metið tilboð það sem tekið var hæst.

Þessu verðmati eru matsmenn hæstaréttar ekki sammála.

Það eru margir sem hafa krafist þess að einhver taki ábyrgð og þá væntanlega með afsögn. Geir Haarde ber ábyrgð sem einn aðilinn í ráðherranefndinni. Hinir ráðherrarnir eru ekki lengur í ríkisstjórn.

Mín skoðun er sú að því fari fjarri að Geir eigi að segja af sér. Geir fylgdi verðmati og tillögu sérstakrar nefndar sem undibúið hafði málið. Það hefði verið óeðlilegt ef Geir hefði gengið gegn slíku verðmati og slíkri tillögur.

Þótt hæstiréttur meti verðið og tilboðið á annan hátt nú löngu eftir sölu - þá er ekki rét að gera kröfu um það að Geir víki.

Hins vegar er deginum ljósara að verðmatið var allt of lágt. En það breytir því ekki að Geir taldi sig vera að taka besta tilboðinu.


Reginmistök Reykvíkinga!

Enn einu sinni sést hverslags reginmistök Reykvíkingar gerðu með því að veita Jóni Sigurðssyni fyrrum formanni Framsóknarflokksins ekki brautargengi í síðustu Alþingiskosningum.   

Á meðan ríkisstjórnin situr ráðalaus í efnahagsmálum, lætur reika á reiðanum í óðaverðbólgu með ónýtan gjaldmiðil og Seðlabanka sem ekki hefur bolmagn né tæki til að sinna starfi sínu,  þá ritar Jón grein eftir grein þar sem fram kemur djúpur skilningur og afburðaþekking á efnahagsmálunum samhliða traustri, stefnumótandi sýn.  

Hvernig hafði þjóðin efni á því að hafna slíkum einstaklingi?   Svarið er einfalt. Þjóðin hafði ekki efni á því frekar en ýmsu öðru sem hún hefur tekið sér fyrir hendur að undanförnu.   

Ríkisstjórninni væri nær að standa upp úr körinni, leita eftir kröftum Jóns Sigurðssonar þótt í öðrum flokki sé og byrja að takast á við framtíðina.   

Sjá grein Jóns Sigurðssonar í Morgunblaðinu í dag:  Ákvörðun á eigin forræði

Ingibjörg Sólrún að leiðrétta misskilning Geirs Haarde?

Ætli Ingibjörg Sólrún hafi skroppið til Bretlands til að leiðrétta þann misskilning Geirs Haarde að mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá á Íslandi? 

Eins og menn muna þá hefur Geir verið á þönum um Evrópu til að ræða "ekkiaðild" Íslands að Evrópusambandinu, þrátt fyrir að möguleg aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé raunverulega á dagskrá hjá þjóðinni og stórum hluta stjórnmálamanna.

Eins og menn muna var enskukunnátta Skotans Gordons Brown forsætisráherra konungsdæmisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands ekki betri en það að Skotinn misskildi Geir Haarde og hélt að Geir væri að tala um Ísland og Evrópusambandið - þegar Geir var að tala um ekki Ísland og Evrópusambandið. Það var reyndar leiðrétt í leiðréttri fréttatilkynningu!

Eins og menn muna hélt Geir sérstakan fund með vini mínum Finnanum Olli Rehn stækkunarstjóra Evrópusambandsins - sem talar á fundum með öllum öðrum en Geir nær eingöngu um Evrópusambandið - þar sem Geir og Olli eyddu fundinum í að tala ekki um Evrópusambandið! 

Kannske voru þeir bara að ræða um finnska saunu og finnskan landbúnað - nei, ekki um finnskan landbúnað því hann er rekinn meðal annars með allskonar undanþágum frá meginreglum Evrópusambandsins vegna þess hve norðarlega hann er - og finnskir bændur ánægðir með Evrópusambandið!

Nei, kannske um uppgang finnsks efnahagslífs upp úr þeirri rosalegu lægð sem Finnar lendu í eftir hrun Sovétsins - nei, ekki efnahagslífið því innganga í ESB var lykilatriði í endurreisn þess!

Nei, kannske voru þeir að tala um finnska markið - nei, ekki heldur - Finnar tóku upp Evru!

Hvað ætli Olli og Geir hafi verið að tala um?

Verðum við ekki bara að senda Ingibjörgu Sólrúnu til Brussel og tala við Olla - svona til að hreinsa upp mögulegan misskilning sem Geir hefur sáð í Brussel?


mbl.is Utanríkisráðherra fundaði með breskum ráðamönnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Saga dekkar 1. deildina í fótbolta!

Útvarp Saga ætlar að dekka 1. deildina í fótbolta með því að lýsa leikjum beint nú í sumar. Þetta er sérstaklega skemmtilegt framtak því sviðsljósið Ríkisútvarpsins er fyrst og fremst á úrvalsdeildina. Það er svo spurning hver ætlar að lýsa leikjum í kvennaboltanum.

Það verður hinn snaggaralegi íþróttafréttamaður útvarps Sögu - Björn Berg - ásamt Sverri Júlíussyni sem mun hafa veg og vanda af þessum útsendingum í sumar. 

Ég hef fylgst með fótboltaþáttum Björns Bergs af og til og verð að segja að þeir eru með skemmtilegri íþróttaþáttum sem ég heyri. Björn hefur miklar skoðanir á því sem er að gerast í fótboltanum og er óhræddur við að gagnrýna það sem honum finnst miður fara. Þá er hann með yfirburðaþekkingu á fótbolta hér á landi og erlendis.

Fyrsta lýsingin á Útvarpi Sögu er frá leik Víkings í Reykjavík og Ungmennafélagi Selfoss í dag, annan í hvítasunnu kl. 17:00.  Einnig mun útvarp Saga skipta yfir til Eyja þar sem ÍBV tekur á móti Leikni.

Mér skilst að Útvarp Saga verði í samstarfi við valinkunna menn sem hafa verið að lýsa
leikjum í nokkur ár sem munu aðstoða stöðina við að gera þetta eins vel
og mögulegt er miðar við aðstæður hjá lítilli útvarpsstöð.

Mæli með fótboltaþætti Björns Berg á mánudögum og föstudögum kl 17:00, Hann mun fá til sín góða gesti til að ræða um hverja umferð fyrir sig, bæði í úrvalsdeild og 1. deild - auk þess sem hann mun örugglega segja frá ýmsu skemmtilegu í neðri deildunum í fótbolta.


Guðni Ágústsson ætti frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G!

Guðni Ágústsson ætti miklu frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, en Evrópusamtökin völdu Björgvin sem Evrópumann ársins 2008!

Þá er ég ekki að gera lítið úr dugnaði Björgvins við að halda Evrópumálunum á lofti. Því fer fjarri enda maðurinn mikill talsmaður aðildar að Evrópusambandinu.

Ég er hins vegar ekki viss um að barátta Björgvins G. sem staðið hefur um langt árabil breyti miklu til eða frá. Hins vegar gæti útspil Guðna Ágústssona, þessa glæsilega leiðtoga Framsóknarflokksins, á síðasta miðstjórnarfundi miklu frekar skipt sköpum!

Guðni er búinn að varða leið sem unnt er að fara til að ná niðurstöðu í hinum mikilvægu Evrópumálum. Leið sem allir flokkar ættu að geta náð saman um!

Kannske verður Guðni Ágústsson þá bara Evrópumaður ársins 2009!

Guðni styrkir stöðu sína með nýrri sýn á Evrópumálin!

PS. Mér hefur verið bent  á að þetta hafi verið Evrópumaður ársins 2007 - ekki 2008 eins og ég las á bloggi stórkratans Björvins Guðmundssonar. Þá á Björgvin G. þetta skilið - en ljóst að Guðni verður óumdeilanlega Evrópumaður ársins 2008!


Samfylkingin og ríkisstjórnin þarfnast Jóhönnu!

"Vindur strax ofan af vitleysunni" var yfirskrift pistils Staksteina um Jóhönnu Sigurðardóttur í dag.

"Jóhanna er þeim eiginleikum gædd að bregðast skjótt við, taka á vandanum áður en hann er orðinn óviðráðanlegur og ráðast í að vinda strax ofan af vitleysu, ef hún sér að eitthvað slíkt er í uppsiglingu.

Þetta er allt satt og rétt - þótt Jóhanna hafi verið þvinguð af félögum sínum í ríkistjórninni að gera sem allra minnst í húsnæðismálum undanfarna mánuði - þótt hún viti hvað þarf að gera og mun væntanlega grípa til aðgerðar áður en allt fer í frost á fasteignamarkaði - hvað sem félagar hennar segja.

En það sem vakti með mér óhug í Staksteinum var þetta:

"Ætlar Samfylkingin að halda áfromum sínum til streitu að losa sig við langvinsælasta ráðherranna sinn?!"

Ég hafði ekki hugmyndaflug til að detta í hug að Ingibjörg Sólrún hafi ætlað að losa sig við Jóhönnu! 

Jóhanna Sigurðardóttir er nefnilega jarðbinding Samfylkingarinnar. Með allri virðingu fyrir öðrum þingmönnum Samfylkingar - þá er engin sem kemst með tærnar þar sem Jóhanna hefur hælana hvað varðar að vera með fingurinn á púlsi alþýðunnar á Íslandi.  Hún er líka sú í ríkisstjórninni sem fyrst og best tekur upp hanskan fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu.

Samfylkingin og ríkisstjórnin þafnast Jóhönnu!


Helblá frostrós í stað rauðrar kratarósar?

Frostrósirnar breiðast nú yfir fasteignamarkaðinn á sama tíma og vorið leggst yfir höfuðborgarsvæðið og hinn fallegi græni litur er að verða allsráðandi.  Ef jafnaðarmenn í ríkisstjórninni fara ekki að taka sig á - þá mun fallega rauða kratarósin falla í frostinu - og í stað hennar kemur nýtt tákn Samfylkingarinnar - hin helbláa frostrós!

Fasteignamat ríkisins staðfestir að fasteignamarkaðurinn er að nálgast frostmark. Útlán Íbúðalánasjóðs voru 20% lægri fyrstu fjóra mánuði ársins en fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Bankarnir eru nánast horfnir af markaði.

Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að setja sjónaukan fyrir blinda augað. Það er kominn tími til aðgerða svo fasteignamarkaðurinn frjósi ekki alveg - með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Meira um þetta í pistlunum:

Kalár í fasteignatúnum eða tími Jóhönnu kominn sem vorboðinn ljúfi?

Hálfsannleikur hjá Jóhönnu um fasteignalánamarkaðinn! 


mbl.is Kaupsamningum fækkar um 61,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynir á viðnámsþrótt og greiðsluerfiðleikaúrræði heimilana!

Nú reynir á greiðsluerfiðleikaúrræði heimilana!

Þar geta þau heimili sem fjármagnað hafa íbúðalán sín með láni frá Íbúðalánasjóði þakkað örlögunum fyrir að hafa íbúðalánin sín þar því greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs geta skipt sköpum í efnahagsástandinu eins og það er núna.

Vonandi munu bankarnir taka svipaðan pól í hæðina og hinn samfélagslegi sjóður Íbúðalánasjóður í stað þess að ganga af fullri hörku að eignum almennings í tímabundinni efnahagskreppu og tímabundnum greiðsluerfiðleikum sem mörg heimili munu óhjákvæmilega lenda í eins og hinn snaggaralegi seðlabankastjóri Davíð Oddsson benti á í erindi sínu.

Eins og segir á vefsíðu Íbúðalánasjóðs geta allir lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Óvænt atvik geta komið upp sem breyta upphaflegum forsendum. Mikilvægt er að leita strax aðstoðar áður en vanskil verða veruleg.


Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs eru :


• Samningar
• Skuldbreytingalán
• Frysting á greiðslum
• Lenging lánstíma

Ég fann ekki  mikið um greiðsluerfiðleikaúrræði bankanna á vefjum þeirra - en mögulega eru þau til staðar!


mbl.is Reynir á viðnámsþrótt bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakob Frímann styrkir Ólaf Friðrik sem borgarstjóra!

Jakob Frímann nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar mun styrkja Ólaf Friðrik sem borgarstjóra þrátt fyrir það pólitíska moldviðri sem ráðning hans og launakjör hefur valdið.  Pólitísk staða Ólafs Friðriks er þannig að meint vafasöm ráðning Jakobs Frímanns mun engu um hana breyta!

En Jakob Frímann er hins vegar afar öflugur og drífandi framkvæmdamaður sem gengur í verk sín af miklum krafti - hvað sem hver segir.

Það er einmitt þannig maður sem Ólafur Friðrik þarfnast sér við hlið! Það er ekki hægt að ætlast til þess að Ólafur Friðrik ráði við þau verkefni sem hann hefur tekið að sér án hjálpar öflugra manna eins og Jakobs Frímanns. Jakob Frímann er réttur maður á réttum stað - við hlið Ólafs Friðriks!


mbl.is Óánægja vegna launakjara Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakob Fímann styrkir Ólaf Friðrik sem borgarstjóra!

Jakob Frímann nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar mun styrkja Ólaf Friðrik sem borgarstjóra þrátt fyrir það pólitíska moldviðri sem ráðning hans og launakjör hefur valdið.  Pólitísk staða Ólafs Friðriks er þannig að meint vafasöm ráðning Jakobs Frímanns mun engu um hana breyta!

En Jakob Frímann er hins vegar afar öflugur og drífandi framkvæmdamaður sem gengur í verk sín af miklum krafti - hvað sem hver segir.

Það er einmitt þannig maður sem Ólafur Friðrik þarfnast sér við hlið! Það er ekki hægt að ætlast til þess að Ólafur Friðrik ráði við þau verkefni sem hann hefur tekið að sér án hjálpar öflugra manna eins og Jakobs Frímanns. Jakob Frímann er réttur maður á réttum stað - við hlið Ólafs Friðriks!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband