Guðni styrkir stöðu sína með nýrri sýn á Evrópumálin!

Guðni Ágústsson styrkti stöðu sína sem formaður Framsóknarflokksins með því að taka umræðuna um mögulegar aðildarviðræður við Evrópusambandið á dagskrá flokksins. Þótt ég deili ekki skoðunum með Guðna um að nauðsynlegt sé að gera breytingar á stjórnarskrá til að hefja aðildarviðræður, þá hefur hann mikið til síns máls um að breytingar sem Framsóknarmenn hafi lagt fram og varða tryggingu þess að auðlindir landsins verði um ókomna framtíð í þjóðareigu muni styrkja stöðu Íslands í slíkum aðildarviðræðum.

Það er mjög mikilvægt að tryggja í stjórnarskrá að auðlindirnar verði í þjóðareigu og slæmt að slíkar breytingar á stjórnarskrá sem Framsóknarmenn settu á oddinn fyrir síðustu kosningar en urðu undan að láta hafi ekki fengið afgreiðslu.

Þar ber Samfylkingin mikla ábyrgð þar sem hún var ekki reiðubúin að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn í þeim stjórnarskrárbreytingum.  Hin Evrópusinnaða Samfylking getur nú nagað sig í handarbökin fyrir það! Við værum væntanlega á leið í aðildarviðræður hefði slíkt ákvæði verið komið í stjórnarskrá!

Ég veit að Guðni er ekki talsmaður þess að ganga í Evrópusambandið. En hann er maður að meiru að taka Evrópumálin upp innan Framsóknarflokksins á þennan sem hann gerir - þótt ég hefði kosið að hann hefði tekið afdráttarlausa afstöðu með því að leggja ákvörðun um um aðildarviðræður fyrir þjóðina. Enda lokar hann ekki á þann möguleika.

Guðni hefur tekið skref í þeirri framsókn sem Framsóknarflokkurinn þarf á að halda!

Ég treysti því að Guðni og Valgerður verði búin að ná fylgi flokksins í 15% fyrir flokksþing næsta vor - og að Framsóknarflokkurinn verði raunhæfur valkostur fyrir þorra kjósenda fyrir næstu Alþingiskosningar og skili flokknum eðlilegu fylgi öðru hvoru megin við 20%.


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Guðni er glæsilegur formaður.... Guðni á villigötum.... Guðni styrkir stöðu sína.... - Hver verður næsti titill Hallur?

Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... það er aldrei að vita!

Kannske er Guðni glæsilegur formaður sem var á villigötum en hefur styrkt stöðu sína!

Hallur Magnússon, 3.5.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður !

Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hallur Magnússon hefur styrkt stöðu sína.

Sigurgeir Jónsson, 3.5.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hallar á sannleikann í þessari færslu hjá honum Halli. Honum væri nær að halda sér við íbúðamálin en að freista þess að leggja ósjálfstæðisöflunum atkvæði sitt. En Guðni virðist kominn með þann kæk sem löngum sótti á Framsóknarmenn.

Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband