Sumarvertíðin hafin!

Sumarvertíðin á heimilinu hafin. Víkingar halda sitt árlega KFC mót í knattspyrnu fyrir 7. flokk í Laugardalnum á morgun laugardag! Foreldraráð 6. flokks sér um mótið - þannig að það verður mikið um að vera! Magnús minn að spila í 7. flokki og Styrmir að hjálpa til - enda í 6. flokki.

Það verða fleiri stórmót í sumar - farið til Vestmannaeyjar með 6. flokk - og á Skagamótið með 7.flokk. Einhver móit seinni part sumars líka! Sumarið snýst um fótbolta! Heil vertíð.

Þetta er lífið ekki satt?

Ég var plataður í að dæma á KFC mótinu. Kom vel á vondan - átti til að skamma sjónvarpið þegar mér líkar ekki dómgæslan!

Vonandi stend ég mig þó vel - guttanna vegna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Mótið gekk frábærlega vel - og ég verð að segja að starfsfólkið í íþróttamiðstöð Þróttar og Ármanns var alveg frábært!

Hallur Magnússon, 3.5.2008 kl. 21:10

2 identicon

Þú hefur væntanlega verið alger fyrirmyndardómari Hallur minn.

Ég hef reyndar tekið eftir að þú hefur einstaka sinnum skoðun á störfum dómara, en beitir yfirvegun og sjálfstjórn af stakri snilld við ummæli þín um þá, sem einmitt einkennast af umburðarlyndi, jafnaðargeði og þolinmæði.

Annars var ég sjálfur á Reykjanessmótinu í sjöunda flokki í morgun, þar sem Njarðvík tók tvær af þeim þremur dollum sem í boði voru. Guttinn átti tvo fína leiki í markinu með A liðinu ásamt nokkrum frábærum sóknarrispum þegar hann spilaði úti. Átti líka stórleik sem lánsmaður með B-liðinu, þar sem hann skoraði eitt, lagði upp tvö, fékk víti eftir svakalega tæklingu og átti eina enn svakalegri sjálfur.

Frábær dagur utan áhugalausa unglingsstráka sem voru að dæma. Það veitir ekkert af því að hafa röggsaman mann á flautunni, sem kann að leiðbeina þessum litlu jólasveinum.

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband