Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fjögur spor í stórutánna á Styrmi!

Það voru saumuð fjögur spor í stóru tánna á honum Styrmi mínum eftir hlaupahjólsslys í stofunni í gær! Skurður inn að beini. Styrmir er því kominn á sjúkralista í fótboltanum og missir af Reykjavíkurmótinu í 6. flokki um næstu helgi. Mikil sorg því tilhlökkunin fyrir Reykjavíkurmótið verið töluverð!

Þetta eru reyndar önnur meiðslin á stuttum tíma - því Styrmir hafði hrotið á hnéð í skólanum í síðustu viku - þegar hann var að taka skærin í fótbolta í frímínútunum.  Skólahjúkrunarfræðingurinn gekk reyndar frá þeim skurði með lími og sterastrippum - en einhvern tíma hefði þetta verið saumað.

Reyndar hittust þeir bræðurnir Styrmir og Magnús hjá skólahjúkkunni þann daginn, en Magnús hafði fengið stelpu í andlitið með þeim afleiðingum að það sprakk fyrir vörinni!

Það var í fyrsta sinn sem hjúkkan hafði fengið bræður til sín á sama tíma eftir óskyld slys!

Meiðsli Magnúsar eru hins vegar ekki alvarleg - og reyndar gleymd - svo hann getur spilað í Reykjavíkurmótinu með 7. flokki um næstu helgi. Ætli stóri bróðir sitji þá ekki með fótinn upp í loft og hvetji litla bróður?


Stjórnvöld óábyrg vegna óvissu um framtíðarskipulag Íbúðalánasjóðs!

Það er óábyrgt hjá stjórnvöldum að boða óskilgreindar breytingar á Íbúðalánasjóði á óskilgreindum tíma í haust. Það skapar óvissu á fasteignamarkaði og í efnahagslífinu. Stjórnvöldum var í lófa lagið að leggja fram frumvarp um breytingar á Íbúðalánasjóði í upphafi þessa þings fyrst ríkistjórnin hefur ákveðið að breyta starfsumhverfi sjóðsins.  Slíkt frumvarp er til í félagsmálaráðuneytinu.

 

Þá er unnt með einfaldri breytingu á núverandi lögum um húsnæðismál að heimila Íbúðalánasjóði að stofna dótturfélag í formi hlutafélags sem fái það hlutverk að fjármagna útlán Íbúðalánasjóðs og mögulegra annarra aðilja líka með útgáfur sérvarinna skuldabréfa án ríkisábyrgðar.

 

Ef ríkisstjórnin ætlar að vera ábyrg í efnahagsmálum þá ættu hún að leita afbrigða á Alþingi og gera strax einfalda breytinga á lögum um húsnæðismál, veita Íbúðalánasjóði heimild til stofnunar dótturfélags og nota sumarið til að stofna slíkt dótturfélag þannig að breytingarnar geti tekið gildi strax næsta haust.  Slíkt eyðir skaðlegri óvissu á fasteignamarkaði.

 

Ég óttast að ástæða þess að sú leið er ekki farin sé sú að stjórnarflokkarnir hafi ekki komið sér saman um útfærslu breytinganna. Ef svo er þá er hætta á því að afgreiðsla frumvarps um breytingar á starfsumhverfi Íbúðalánasjóðs geti dregist með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir fasteignamarkaðinn og efnahagslífið í heild.


mbl.is Varnir efnahagslífs styrktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk Félags íslenskra stórkaupmanna flyst yfir til Samtaka verslunar og þjónustu!

Það eru athyglisverð vistaskipti í gangi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna og Samtökum verslunar og þjónustu! Þrír af fimm starfsmönnum á skrifstofu Félags íslenskra stórkaupmanna eru nú að hefja störf hjá Samtökum verslunar og þjónustu.

Andrés Magnússon fráfarandi framkvæmdastjóri FÍS verður framkvæmdastjóri SVÞ.  Sigurður Örn Guðlaugsson sem starfað hefur sem sem lögfræðingu hjá FÍS hefur verið ráðinn í nýtt starf lögfræðings hjá SVÞ. Þá tekur Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir sem starfað hefur sem skrifstofustjóri hjá FÍS við starfi skrifstofustjóra SVÞ.

Tveir af forustumönnum SVÞ láta af störfum við þessar breytingar, annars vegar Sigurður Jónsson sem hefur verið framkvæmdastjóri svo lengi sem elstu menn muna og Óskar Björnsson skrifstofustjóri. Auk þeirra hafa 4 starsmenn starfað á skrifstofu SVÞ.

Þá hefur Knútur Signarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna í stað Andrésar Magnússonar sem er orðinn framkvæmdastjóri SVÞ.

Það sem vekur sérstaka athygli er að starfsemi Félags íslenskra stórkaupmanna og Samtaka verslunar og þjónustu er afar svipuð. Þá starfa þessi samtök á stórum hluta á sama vettvangi! Hefði kannske verið nær að sameina þessi samtök undir framkvæmdastjórn Andrésar og með liðsinni starfsfólks beggja samtakanna?

Spyr sá sem ekki veit!


mbl.is Breytingar hjá SVÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarviljinn um framtíð Íbúðalánasjóðs!

þjóðarvilji 1


Skref í átt til Evruvæðingar?

Norræn samvinna borgar sig. Frændur okkar á Norðurlöndunum hafa komið til móts við okkur með gjaldmiðlaskiptasamningi Seðlabanka Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Væntanlega er þó ekki einungis um vinargreiða að ræða, mikil skuldsett umsvif Íslendinga á Norðurlöndunum kunna að hafa spilað inn í.

En þetta skref Seðlabankans er jákvætt, enda tími til kominn að grípa til aðgerða.

En það vekur athygli að gjaldmiðillinn í skiptasamningunum eru Evrur - ekki norskar krónur - ekki danskar krónur - heldur Evrur!

Ætli þetta sé skref í átt til Evruvæðingar - en eins og aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur réttilega bent á - þá er íslenska krónan akkilesarhæll íslensk efnahagslífs og uuptaka evrunnar tæki til aukins stöðugleika!

Það vita allir hvað þarf til svo við getum tekið upp Evrur.

Ætli þetta sé ástæðan fyrir því að Davíð Oddsson fyrrum forsærisráðherra og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins steinþegir í innanflokksátökum Sjálfstæðisflokksins um Evrópumálin, eins og fram kom í pistlinum: Bleikur Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?


mbl.is Mikilvægt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikur Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?

Varaformaður flokksins tók einarða afstöðu með því að þjóðin ætti að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu með þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili.

Formaðurinn dró verulega í land og virðist vera gugna á því  að fjallað verði af alvöru um kosti og galla aðildar að ESB innan Sjálfstæðisflokksins eins og hann hafði reyndar boðað á dögunum.

Björn Bjarnason tekur nú eindregna afstöðu gegn þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Pálsson hinn gamli formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Fréttablaðsins er hins vegar með skýra sýn á Evrópumálin. Hann vill aðildarviðræður.

Styrmir Gunnarsson fráfarandi ritstjóri Moggans er einnig með skýra sýn. Hann vill ekki aðildarviðræður. Sú einarða stefna litar síður blaðsins og hefur dregið úr trúverðugleika Moggans sem vandað fréttablað með eðlilegt fréttamat.

Ólafur Þ. Stephensen verðandi ritstjóri Moggans er með skýra sýn. Hann vill aðildarviðræður.

Davíð Oddsson hinn gamli formaður Sjálfstæðisflokksins steinþegir.

Vihjálmur Egilsson vill í Evrópusambandið.

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?

PS. Sáuð þið myndina af Birni Bjarnasyni í ræðustól í Valhöll? XD merkið er orðið bleikt!!! Segið svo að Samfylkingin hafi ekki áhrif í stjórnarsamstarfinu!!!


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolgeggjað fréttamat mbl.is!!!

Fréttamat mbl.is er orðið kolgeggjað ef marka má "fréttafyrirsögn" af fundi varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Mbl.is telur fréttina vera að Þorgerður "Hefur áhyggjur af borgarmálum" þegar hin raunverulega frétt er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild á næsta kjörtímabili!

Þvílík stefnubreyting í staðnarðri forystu Sjálfstæðisflokksins!

Sú afstaða er reyndar í fullu samræmi við opnun Þorgerðar Katrínar í Evrópumálum í Silfri Egils á dögunum. Reyndar er meira að segja Geir Haarde búinn að opna á að Evrópumálin séu rædd innan Sjálfstæðisflokksins.

Hvorutveggja er reyndar afleiðing þess að Guðni Ágústsson tók af skarið í Evrópumálunum og var farinn að leiða Evrópuumræðuna! Geir og Þorgerður Katrín sjá að Guðni gæti haft af þeim hluta fylgis hins stóra hóps Evrópusinna í Sjálfsstæðisflokknum - og bregðast því svona við!

En Mogginn stendur á sínu og vill lifa í fortíðinni. Felum Evrópumumræðuna í fáránlegum fyrirsögnum!

Það er ekki seinna vænna en að Ólafur Þ. taki við Mogganum!


mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagi Össur guðfaðir Sjálfstæðisflokksins á Akranesi?

Er félagi Össur Skarphéðinsson orðinn guðfaðir Sjálfstæðisflokksins á Akranesi?

Er hann kannske að undirbúa inngöngu Samfylkingarinnar í Sjálfstæðisflokkinn?

Er félagi Össur svo Geirnegldur í aðgerðarleysi íhaldsskruggunnar sem hann prísar svo reglulega upp á síðkastið að hann afsali sér sjálfsákvörðunarrétti Krata og gamalla Allaballa í Samfylkingunni?

Þetta eru spurningar sem skjóta upp í kollinum þegar ég les aftur pistil Össurar, Frjálslyndir kolfalla á prófinu , frá því í gær!

Var það Össur sem fékk hinn gamla góða eðalkrata Gísla S. Einarsson til að ganga í lið með hinni frjálslyndu Kareni Jónsdóttur sem sinnti kalli Össurar, sleit samstarfi við Frjálslyndaflokkinn - og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn!

Ja hérna Össur, minn gamli vin!

Ég held samt ekki Cool


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur Samfylkingin í Sjálfstæðisflokkinn?

Á dauða mínum átti ég von frekar en gamli góði kratinn Gísli S. Einarsson myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn!  Og það út af Frjálslyndaflokknum!

Hvað næst?

Mun Samfylkingin ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta á Alþingi og hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?

Það myndi náttúrlega leysa forystuvanda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík - þar sem Dagur yrði að sjálfsögðu borgarstjóri og nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík!

En að öllu gríni slepptu - þá er pólitíkin afar sérstök þessa dagana - svo ekki sé meira sagt!


mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmaðurinn Obama og Samfylkingarkonan Rodham á leið í Hvíta húsið!

Framsóknarmaðurinn Barack Obama og Samfylkingarkonan Hillary Rodham Clinton eru á leið í Hvíta húsið!

Obama sem forseti og Rodham Clinton sem varaforseti! Yfirburðarsigur Rodham Clinton í Vestur-Virginíu var væntanlega það sem hún leitaði eftir til að geta sest niður með Obama og klárað dæmið; sem pólitískt par!

Þeir sem telja að Hillary sé úr leik og Obama muni velja sér einhvern annan sem varaforsetakandidat ættu að rifja upp að ef forkosningarnar í Flórída og Michican hefðu talið - þá væru allar líkur á að Obama væri í stöðu Hillarys í dag!

Þau tvö saman eru hins vegar besti kosturinn fyrir Bandaríkin og heiminn í heild!

Það er gott að fá Framsóknarmann í Hvíta húsið og það er gott að fá Samfylkingarkonu með í Hvita húsið!

Meira um Framsóknarmanninn Obama í pistlinum:

Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!


mbl.is Clinton vann í Vestur-Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband