Bleikur Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?

Varaformaður flokksins tók einarða afstöðu með því að þjóðin ætti að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu með þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili.

Formaðurinn dró verulega í land og virðist vera gugna á því  að fjallað verði af alvöru um kosti og galla aðildar að ESB innan Sjálfstæðisflokksins eins og hann hafði reyndar boðað á dögunum.

Björn Bjarnason tekur nú eindregna afstöðu gegn þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Pálsson hinn gamli formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Fréttablaðsins er hins vegar með skýra sýn á Evrópumálin. Hann vill aðildarviðræður.

Styrmir Gunnarsson fráfarandi ritstjóri Moggans er einnig með skýra sýn. Hann vill ekki aðildarviðræður. Sú einarða stefna litar síður blaðsins og hefur dregið úr trúverðugleika Moggans sem vandað fréttablað með eðlilegt fréttamat.

Ólafur Þ. Stephensen verðandi ritstjóri Moggans er með skýra sýn. Hann vill aðildarviðræður.

Davíð Oddsson hinn gamli formaður Sjálfstæðisflokksins steinþegir.

Vihjálmur Egilsson vill í Evrópusambandið.

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna?

PS. Sáuð þið myndina af Birni Bjarnasyni í ræðustól í Valhöll? XD merkið er orðið bleikt!!! Segið svo að Samfylkingin hafi ekki áhrif í stjórnarsamstarfinu!!!


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bíddu við. Litar semsagt ekki stefna Þorsteins trúverðugleika Fréttablaðsins en stefna Styrmis litar Morgunblaðið?

þetta er spurning um eitt. Viljum við taka upp gamla sáttmála að nýju og gerast hjálenda eða í besta falli hreppur í Evrópu eða viljum við verða Sjálfstæður miðpunktur á Hafsvæði sem er að verða mikilvægara og mikilvægara í alþjóðlegu samhengi, verslun og orkumálum?

Viljum við halda sjálfstæði okkar eða viljum við lúta þinginu og forsetanum í Brussel. Viljum við að Þjóðfáni okkar verði settur skör lægra heldur en fáni Stór Evrópuríkissins?  

Fannar frá Rifi, 15.5.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst fyrst og fremst merkilegt að miðað við ummæli Björns, þá ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að afgreiða ESB á sama hátt og allt annað, með því að gera ekkert.  Það virðist sem flokkurinn óttist þessa umræða sem er óskiljanlegt.  Ef sjálfstæðismenn telja ESB svona vondan kost, þá er bara að koma fram með rökin og takast á um þau.  Ég er sjálfur ekki sannfærður um að innganga í ESB sé rétta skrefið, en vil samt fá góða umræðu um málið, enda tel ég að fyrst eftir góða og hreinskipta sé hægt að taka ákvörðun um hvort sækja eigi um eða ekki.

Marinó G. Njálsson, 15.5.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Fannar frá Rifi!

Munurinn á Þorsteini og Fréttablaðinu er að Þorsteinn skrifar um afstöðu sína í leiðara. Fréttir blaðsins eru hins vegar tiltölulega hlutlægar.

Styrmir skrifar um þetta í leiðara og Agnes í Staksteinum sem er hvorutveggja í lagi - en til viðbótar litar viðhorf þeirra FRÉTTAUMFJÖLLUN Moggans, sbr. Kolgeggjað fréttamat mbl.is!!!

Þetta er að draga út trúverðugleika Moggans sem FRÉTTAMIÐILS! Það er alvarlegt og kemur ekkert við umræúnni um ESB og ESB ekki.

Hallur Magnússon, 15.5.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En hvað með Framsóknarflokkinn Hallur minn? Þverklofinn í herðar niður!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðmundur!

Þetta er nú frekar flís úr Framsókn!

Vöxturinn í Evrópugróandanum hjá Guðna gerir miklu meira en að bæta úr því

Hallur Magnússon, 16.5.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hallur. Þetta er litað á báða vegu. Fréttablaðið og aðrir miðlar eru litaðir af ESB sinnum. Þú hinsvegar kýst að lýta framhjá því. Ég giska að það sé útafþví að þú ert ESB sinni.

Fannar frá Rifi, 16.5.2008 kl. 07:52

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Fannar!

Getur þú nefnt mér dæmi um fréttamat og fréttaflutning Fréttablaðsins sem er á þann veg sem þú vilt meina - dæmi sem er sambærilegt og hjá Mogganum?

Hallur Magnússon, 16.5.2008 kl. 08:38

8 Smámynd: Skaz

Ég varð nú bara steinhissa á ummælum Þorgerðar Katrínar. Pólitíkus sem til er í að hlusta á sauðsvartann almúgann!!!

En já ég held að þetta sé óumflýjanlegt mál að við munum ganga í ESB einhvern daginn. Og tel að með því að byrja viðræður núna í dag muni skila okkur meira heldur en að bíða fram á síðustu mínútuna og fara inn með ekkert í höndunum.

Lítum bara á herstöðvarmálið. Ef að Davíð hefði sleppt því að betla meiri tíma að Runnanum þá hefðum við kannske getað samið um brottför hersins og fengið eitthvað annað útúr því en mengað hálfónýtt herstöðvarsvæði. Kannski varðskip eða tvö? Hver veit?

Semjum á meðan við höfum eitthvað að bjóða og getum krafist einhverja sérkjara og drífum okkur inn svo við getum allavega greitt atkvæði um þessar heimskulegu ESB reglugerðir sem við fáum hvorteð er yfir okkur.

Skaz, 16.5.2008 kl. 09:41

9 identicon

Fréttir Fréttablaðsins eru mjög hlutdrægar, enda er þetta óopinbert málgagn Samfylkingarinnar.  Fréttablaðið leynir ekki aðdáun sinni á Evrópusambandinu. 

Ég efast reyndar um það að Þorsteinn Pálsson sé lengur í Sjálfstæðisflokknum.  Reyndar finnst mér sá flokkur vera orðin krataflokkur og Þorgerður Katrín er með krata-gen í sér.

Þú segir að Moggin sé ekki trúverðugur af því að fráfarandi ritstjóri er á mót ESB-aðild.  Nú kemur nýr ritstjóri á Moggan, Ólafur Þ. Stephensen, sem er einarður ESB-sinni og þessi skoðun hans mun eflaust lita Moggann.  Verður þá Mogginn allt í einu trúverðugur við það???

Þorbergur Sigurður Óskarsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband