Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
90 ár frá fyrsta skóladegi Samvinnuskólans - nú Háskólans á Bifröst!
3.12.2008 | 09:41
Í dag eru 90 ár frá því fyrstu nemendurnir hófu nám við Samvinnuskólann forvera Háskólans á Bifröst. Reyndar er stofndagur Samvinnuskólans talinn 12. ágúst 1918 þegar stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga samþykkti að halda skóla "fyrir samvinnumenn" og að Jónas Jónsson frá Hriflu yrði skólastjóri.
Það var öflugur hópur sem hóf kennslu þennan dag fyrir 90 árum. Jónas frá Hriflu, Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti Íslands, Héðinn Valdimarsson, Arnór Sigurjónsson, Guðmundur Magnússon, Jón Guðmundsson og Ólöf Jónsdóttir.
Enda varð Samvinnuskólinn strax öflugur stjórnendaskóli sem skipti íslenskt samfélag verulegu máli. Þannig hefur það verið alla tíð síðan.
Samvinnuskólinn var fluttur að Bifröst í Norðurárdal sumarið 1955. Þá hófst Bifrastarævintýrið - sem stendur enn!
Í kjölfar breytinga á íslensku samfélagi þar sem menntunarstig þjóðarinnar þróaðist Samvinnuskólinn í Samvinnuháskólann sem nú nefnist Háskólinn á Bifröst.
Hlutverk Háskólans á Bifröst er ekki síður mikilvægt í dag en það var við stofnun Samvinnuskólans árið 1918. Það er von mín að háskólinn haldi áfram að þróast í takt við samfélagið - eins og skólinn hefur alla tíð gert - og verði áfram með í fararbroddi hér eftir sem hingað til.
Hallur Magnússon, formaður Hollvinasamtaka Bifrastar
Ein af þeim hugmyndum sem við í nýjum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í velferðaráði ræddum strax í haust var að kanna hvort ekki væri hagkvæmara fyrir Reykjavíkurborg að leigja húsnæði af öðrum til að endurleigja þeim sem rétt eiga á leiguhúsnæði hjá borginni, en að halda áfram kaupum Félagsbústaða á íbúðum, en félagsbústaðir eiga nú yfir 2000 íbúðir í borginni.
Það var ljóst í haust að vegna efnahagsástandsins væru miklar líkur á að fjöldi þeirra sem rétt ættu á leiguíbúð hjá Félagsbústöðum myndi fjölga að óbreyttu og hraðvirkasta leiðin væru að óska eftir leiguíbúðum sem væntanlega fengjust á hagstæðu leiguverði þar sem mikið offramboð er á lausu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Bankahrunið hefur enn ýtt undir þessa þróun.
Hugmynd mín er nú kominn í velferðaráði tillöguformi og mun væntanlega verða afgreidd á næsta fundi velferðaráðs.
Þess má geta að í haust skipaði Velferðaráð sérstakan vinnuhóp til að takast á við húsnæðismálin, bæði bráðavanda og skipulag til langs tíma. Í hópnum eru meðal annars fulltrúar frá öllum flokkum sem sæti eiga í Velferðaráði ásamt embættismönnum. Skemmst er frá því að segja að samstarfið og samvinnan gengur vel enda vinnur meirihluti og minnihluti mjög vel saman að þessu viðfangsefni.
Segir brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margt gott hjá ríkisstjórninni!!!
2.12.2008 | 14:37
Það er margt gott í tillögum ríkisstjórnarinnar - en annað orkar tvímælis. Maður er orðinn svo óvanur að það komi eitthvað af viti frá þessum elskum - að manni verður nánast orða vant!
Bjarga á fyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krafan er algjör endurnýjun í forystu stjórnmálaflokkanna!
2.12.2008 | 11:19
Þótt Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún skori þokkalega í skoðanakönnunum og stjórnarandstaðan sé aðeins að braggast - þá má lesa úr úr niðurstöðum skoðanakannana að krafan sé algjör endurnýjun í forystu allra stjórnmálaflokkanna!
Einnig VG þótt fylgi þeirra hafi aukist verulega að undanförnu.
Geir er búinn að vera, Guðni er farinn, engin man hver er forystumaður Frjálslynda, Ingibjörg Sólrún hangir enn inni en ekkimeira en það og fólki treystir Steingrími ekki fyrir stjórnvölinum þótt VG skori hátt í skoðanakönnun - stjórnarandstöðunni er hafnað af allt of stórum hluta þjóðarinnar.
Ég spái að flokkarnir verði við vilja stórs hluta almennings og að við sjáum nýja forystu - annað hvort fyrir næstu kosningar - eða strax í kjölfarið.
Svo er nú það!
Ánægja með stjórnarandstöðu vex | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samráð um umferðaöryggi á Réttarholtsveg að hefjast!
1.12.2008 | 14:12
Það voru skjót og ánægjuleg viðbrögðin hjá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur formanni umhverfis- og samgönguráðs við ályktun Íbúasamtaka Bústaðahverfis gegn fyrirhugaðri lokun vinsti beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut - en mikil hætta er á að slíkar aðgerðir stórauki umferð um Réttarholtsveg sem slítur sundur skólahverfið í Bústaðahverfinu.
Þorbjörg Helga hefur þegar óskað eftir samráðsfundi með stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis um málið. Það er mjög í anda þeirra vinnubragða sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur unnið eftir og varð til dæmis til þess að ná góðri og víðtækri sátt um framtíðaskipulag gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Það kom stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis mjög í opna skjöldu að umhverfis- og samgönguráð skyldi einróma samþykkja lokun þessarar beygju - sem íbúar Bústaðahverfis höfðu mótmælt harðlega á íbúafundum - þar sem skilningur íbúa í hverfinu var að þessi aðgerð hefði verið slegin af.
Þorbjörg Helga virðist leggja mikla áherslu á að allt verði gert til að tryggja bætt umferðaöryggi á Réttarholtsvegi áður en tilraunin með lokun vinstri beygjunnar hefst. Veit að fulltrúar Framsóknarflokksins í umhverfis- og samgönguráði eru henni sammála - og geng út frá því að það sama gildi með minnihlutann í ráðinu.
Ég veit að stjórn Íbúasamtakanna mun leggja fram hugmyndir til úrbóta og treysti að um málið náist breið sátt borgarinnar og íbúa í Bústaðahverfi um umferðaöryggi á Réttarholtsvegi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Snjall þrýstingur Þingeyinga á Samfylkingu og ríkisstjórn!
1.12.2008 | 11:41
Það er snallt hjá þingeyskum Samfylkingarmönnum að beita Samfylkingunni og ríkisstjórninni þrýsting með því að tvinna saman stuðning við ríkisstjórnina og kröfuna um að:
"...haldið verði áfram atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi og ekki kvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið við uppbyggingu álvers við Bakka og nýtingu þeirrar orku sem er hér á svæðinu. Með því móti verða til hundruð starfa sem nauðsynleg eru til að vega á móti því atvinnuleysi sem nú þegar er brostið á og mun aukast verulega á næstu mánuðum,"
Það er alveg ljóst að ef Samfylkingin heldur áfram að vinna af fullum krafti gegn uppbyggingu á Bakka - eins og hún hefur gert að undanförnu - þá fýkur stuðningur þingeyskra Samfylkingarmanna við ríkisstjórnina út í veður og vind.
Það er reyndar skiljanlegt að þingeyskir Samfylkingarmenn séu hræddir við kosningar eins og staðan er nú þegar Samfylkingin gekk frá - í bili að minnsta kosti - uppbyggingu þessa mikilvæga fyrirtækis á Bakka. Þeir myndu klárlega missa mann í kjördæminu við núverandi aðstæður.
Lýsa stuðningi við Ingibjörgu og ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |