Samráð um umferðaöryggi á Réttarholtsveg að hefjast!

Það voru skjót og ánægjuleg viðbrögðin hjá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur formanni umhverfis- og samgönguráðs við ályktun Íbúasamtaka Bústaðahverfis gegn fyrirhugaðri lokun vinsti beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut - en mikil hætta er á að slíkar aðgerðir stórauki umferð um Réttarholtsveg sem slítur sundur skólahverfið í Bústaðahverfinu.

Þorbjörg Helga hefur þegar óskað eftir samráðsfundi með stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis um málið.  Það er mjög í anda þeirra vinnubragða sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur unnið eftir og varð til dæmis til þess að ná góðri og víðtækri sátt um framtíðaskipulag gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.

Það kom stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis mjög í opna skjöldu að umhverfis- og samgönguráð skyldi einróma samþykkja lokun þessarar beygju - sem íbúar Bústaðahverfis höfðu mótmælt harðlega á íbúafundum - þar sem skilningur íbúa í hverfinu var að þessi aðgerð hefði verið slegin af.

Þorbjörg Helga virðist leggja mikla áherslu á að allt verði gert til að tryggja bætt umferðaöryggi á Réttarholtsvegi áður en tilraunin með lokun vinstri beygjunnar hefst. Veit að fulltrúar Framsóknarflokksins í umhverfis- og samgönguráði eru henni sammála - og geng út frá því að það sama gildi með minnihlutann í ráðinu.

Ég veit að stjórn Íbúasamtakanna mun leggja fram hugmyndir til úrbóta og treysti að um málið náist breið sátt borgarinnar og íbúa í Bústaðahverfi um umferðaöryggi á Réttarholtsvegi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Ég sé nú ekki alveg í hendi mér hverju þessi lokun á að skila. Getur einhver útskýrt það?
VS

Vigdís Stefánsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:00

2 identicon

    Þu ert að landa þessu.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

http://biggibraga.blog.is/blog/biggibraga/entry/106449/

Birgir Þór Bragason, 2.12.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

sjá hér

Birgir Þór Bragason, 2.12.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband