Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsókn nýrra tíma?

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna eru forsenda þess að íslenskt samfélag komist heilt út úr þeim hremmingum sem við eigum við að glíma. Framsókn nýrra tíma getur leikið lykilhlutverk í þeirri glímu, enda hefur Framsóknarflokkurinn mikla reynslu í að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný í kjölfar fjöldaatvinnuleysis.

En er ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsókn nýrra tíma?

Þrátt fyrir að afmarkaður hópur ungra, kappsfullra manna í Framsóknarfélagi Reykjavíkur hafi misst sig í keppnisskapinu og tekið á einum fundi upp vinnubrögð sem Framsóknarfólk yfir höfuð hefur krafist að væri að baki og reynt á vafasaman hátt að éta alla kökuna í stað þess að óska eftir réttlátum hlut í henni, þá eru allar forsendur fyrir því að Framsókn nýrra tíma byggi á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu.

Sú staðreynd að ábyrgð, heiðarleiki og samvinna hefur verið ríkjandi tónn á öllum öðrum fundum en þessum átakafundi í  Reykjavík, ætti að gefa tóninn fyrir flokksþing Framsólnarmanna og framhald þess.

Sérstaklega vil ég benda á góðan fund Framsóknarfélaganna í Kópavogi þar sem á undanförnum árum hefur ríkt nokkur togstreita milli fylkinga. Fundurinn einkenndist af ábyrgð, heiðarleika og samvinnu, þrátt fyrir að fundurinn var daginn eftir átakafundinn í Reykjavík þar sem ljóst er að markmið kappsfullu, ungu mannanna var að fylkja liði gegn Kópavogsbúanum Páli Magnússyni.

Einhvern tíma hefði viðbragðið orðið hefnd og átök. En svo varð ekki, enda held ég að allir frambjóðendur til formanns Framsóknarflokksins hafi viljað koma í veg fyrir að mistökin í Reykjavík endurtækju sig.

Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að Framsókn þá er það gleðilegt að í framboði til formanns flokksins er hópur vel menntaðra, öflugra ungra manna sem hver um sig getur orðið sterkur forystumaður nýrrar, samhentrar forystu Framsóknarflokksins og alls Framsóknarfólks.

Slysið á fundi Framsóknarfélaganna í Reykjavík í vikunni hefur hugsanlega tímabundið veikt Framsókn í Reykjavík, sem hefur á undanförnum mánuðum unnið þétt saman í borgarmálunum með góðum árangri.

En í ljósi þess að ákveðin sátt náðist um niðurstöðu átakafundarins og að Framsóknarfólk um allt land hefur áttað sig á að ný Framsókn getur ekki byggst á stundum vafasömum aðferðum fortíða, þá er ég þess fullviss að í kjölfar flokksþings þá náist varanleg sátt innan raða Framsóknarmanna í Reykjavík,  sátt sem byggir á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu.

Það er forsenda þess að Framsókn nýrra tíma leiki mikilvægt hlutverk í endurreisn Íslands. Endurreisn sem þarf svo á kröftum og hugsjónum Framsóknar að halda svo hún geti heppnast sem best.

Framtíðin er beint lýðræði innan stjórnmálaflokkanna


mbl.is Nýtt fólk í Framsókn viðrar gömlu gildin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er til í ad leggja allt mitt af mørkum til ad vinna eftir thessum thremur grunngildum sem thu leggur ut af (sem og reyndar hingad til).

Thetta er grundvøllur fyrir samfelaginu a Islandi i framtidinni og ræturnar høfum vid til thess.

Raggi Bjarna (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: corvus corax

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsóknarflokknum? Þú hlýtur að vera að spauga.

corvus corax, 9.1.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Krummi!

Mér er full alvara - enda að líkindum húmorslaus.

En ég get sagt þér - hvort sem þú trúir því eða ekki - að í þessi nær 25 ár sem ég hef verið í Framsóknarflokknum - þá hefur ábyrgð, heiðarleiki og samvinna einkennt flest það fólk sem ég hef kynnst - þótt ég játi að ég hef rekist á einstaka undantekningar!

Hallur Magnússon, 9.1.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Ef þessi draumur þinn á að rætast þá þarf að skipta um alla þá sem hafa komið nálægt pólitík í flokknum.  Ég hef ekki séð heiðarlegum framsóknarmanni bregða fyrir í forystusveit eða  í þingflokki hanns undanfarin 50 ár.  En ég tek ofan fyrir fólki sem vill endurreisa flokkin og fylgja þeim gildum sem þú nefndir.  Batnandi fólki er best að lifa.

Sigurður Sigurðarson, 9.1.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Siguður.

Þú hefur ekki verið að fylgjast vel með :)

Nokkur stykkdæmi. 

Var Eysteinn Jónsson óheiðarlegur? 

Er Magnús Stefánsson óheiðarlegur?

Er Sigrún Magnúsdóttir óheiðarleg?

Er Eygló Harðardóttir óheiðarleg?

Er Jón Helgason óheiðarlegur?

Er Guðni Ágústsson óheiðarlegur?

Er Guðmundur Bjarnason óheiðarlegur?

Er Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður SUF óheiðarleg?

Er Ólafur Ragnar óheiðarlegur (minni á að hann var í forsytu Framsóknarflokksins kring um 1970)

Ertu að saka mig um óheiðarleika?

Mér þykir vænt um að þú svarir þessu - með rökum :)

Hallur Magnússon, 9.1.2009 kl. 11:22

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna - styð það. Við þurfum kjörorð í líkingu við þessi.

Við þurfum líka að vera trúverðug út á við. Aðrir þurfa líka að upplifa okkur sem heiðarlegt fólk sem vinnur saman.

Þetta seinna hefur mistekist, hverju sem um er að kenna. Því þurfum við að breyta.

Einar Sigurbergur Arason, 9.1.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allir Framsóknarmenn eru heiðarlegir.Sumir kanski meira heiðarlegir en aðrir.En heiðarlegir samt.En ég hef eftir framsóknarmensku meira og minna í 50 ár ekki en hitt framsóknarmann sem segist  vera heiðarlegur.Um leið og ég hitti framsóknarmann sem  segist vera heiðarlegur þá hætti ég að treysta honum.En ég hef hitt margan manninn í öðrum flokkum sem er heiðarleikinn uppmálaður en ætti í raun að vera í tugthúsi.Gættu að þér Hallur.

Sigurgeir Jónsson, 9.1.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband