Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna eru forsenda þess að íslenskt samfélag komist heilt út úr þeim hremmingum sem við eigum við að glíma.

Þeir sem ábyrgð bera á efnahagskrísunni og bankahruninu eiga að axla ábyrgð. Stjórnmálamenn, bankamenn, og embættismenn.  Það vantar nokkuð á að þessir aðiljar séu að axla ábyrgð.

Heiðarleiki verður að vera fyrir hendi svo sátt náist milli almennings og þeirra sem bera ábyrgð á efnahagshruninu. Það vantar nokkuð á að stjórnmálamenn, bankamenn, og embættismenn hafi komið fram á heiðarlegan hátt og upplýst þjóðina um hvað raunverulega gerðist. Þá vantar nokkið á að almenningur geti treysti því að sérvaldir gæðingar fái ekki aftur í hendur eignir sem þeir hafa tapað, en þjóðin sitji eftir með skuldirnar.

Samvinna er forsenda þess að við náum að ríka á ný. Það vantar nokkuð upp á samvinnu ríkisstjórnar við minnihlutann á Alþingi. Það vantar nokkuð upp á samvinni ríkisstjórnar við aðilja vinnumarkaðarains. Það vantar nokkuð á að ríkisstjórnin vinni saman með þjóðinni og þeim þúsundum friðsamra mótmælenda sem mótmælt hafa á undanförnum vikum.

Ítreka að það má ekki láta lítinn hóp óábyrgra skemmdarvarga og ofbeldissinna sem nýtt hafa sér ástandið til eignaspjalla og líkamsmeiðinga varpa skugga á þúsundir heiðarlegra og friðsamra mótmælenda.

Já, það vantar dálítið upp á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu. Ástandið er því svartara en það þyrfti að vera.

En ég treysti því að við rönkum öll við okkur - með ábyrgð, heiðarleika og samvinnu að leiðarljósi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sammála

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.1.2009 kl. 20:21

2 identicon

Þú ert að tala um Nýtt Ísland.  Íslensk stjórnmál hafa ALDREI verið þekkt fyrir ábyrgð, heiðarleika og samvinnu.  Liggur við að það sama gildi um íslensku þjóðina almennt (samt ekki alhæfing).  Nema þegar miklar nátttúruhamfarir steðja að okkur þar sem um líf og dauða er að tefla s.s. snjóflóðin fyrir vestan.  Þá standa allir saman.  Það væri óskandi að stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir getir skilgreint núverandi ástand sem nátttúruhamfarir, sem það í raun er, fyrir allt of marga.  Held að það þurfi heila kynslóð til að breyta almennu hugarástandi þjóðarinnar.  Tek undir með þér varðandi óábyrga, óheiðarlega og ósamvinnuþýða skemmdarvarga.  Þar er verið að mótmæla til að fá athygli, hvað sem hún kostar. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu ekki búinn að sjá framkomu hagfræðingsins úr Seðlabankanum við mótmælendur á Austurvelli. Hún er lýsandi sæmi fyrir ábyrgðina í Svörtuloftum.

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 06:57

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...lýsandi dæmi, átti það að vera.

Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 06:57

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Að mestu sammála góðum pistli.  En  finnst einkennilegt þegar menn setja inn í svona góðan pistil "..það má ekki láta lítinn hóp óábyrgra skemmdarvarga og ofbeldissinna sem nýtt hafa sér ástandið til eignaspjalla og líkamsmeiðinga varpa skugga á þúsundir heiðarlegra og friðsamra mótmælenda." 

Er það þannig eins og má skilja að þú hafir einhverja fyrirfram mótaða uppskrift af því hvernig "sómasamleg" mótmæli eiga að fara fram?

Ert þú einn af þeim sem mætir á "sómasamleg" mótmæli, eða læturðu skoðanir þínar einungis í ljós hér á síðunni?

Magnús Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 10:26

6 Smámynd: Unnur Guðrún

Ég trúi því að mikil meiri hluti Íslendinga eru sammála þér. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Friðsöm mótmæli gefa af sér miklum meir, og við höldum virðingu okkar með að mótmæla á þann veg. Einhverstaðar stendur að penninn sé sterkasta vopnið. Kannski Magnús S. ætti að athuga þann stílinn. Það stendur líka einhverstaðar að "saman stöndum við en sundruð föllum við".

Orð þín segja mikið.

Unnur Guðrún , 3.1.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús.

Ég er skapmaður og get orðið heitt í hamsi. Hins vegar er það grundvallarskoðun mín að ég hafi engan rétt til eignaskemmda - hvað þá líkamsmeíðinga - þótt ég verði reiður. Játa reyndar að baststóll í stofunni minn laskaðist nokkuð þegar ég missti mig í "stöngin út" leiknum á móti Dönum um árið. Hef hamið mig síðan.

Ég beiti meðal annars takkaborðinu hér á blogginu til þess að koma skoðunum mínum á framfæri. Það er frekar friðsamlegt.  Ég hef mætt á sómasamleg mótmæli - það er friðsamleg mótmæli - án eignaskemmda og líkamsmeiðinga.

Hvorutveggja hefur haft áhrif - trúðu mér!

En ég hafna og fordæmi mótmæli sem felast í eignaspjöllum og líkamsmeiðingum´.

Hallur Magnússon, 3.1.2009 kl. 12:24

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég vil taka fram að ég er ekki aðdáandi eignaspjalla eða skrílsláta.  Það er misjafnt hvernig menn túlka eignaspjöll og skrílslæti.  Rispaði starfsmaðurinn og sviðnu kaplarnir sem Stöð 2 sýndi í fréttum á Nýársdag til staðfestu sínum eignarspjöllum og ofbeldi, eru að mínu mati dæmi um frekar væg einkenni og ekki efni til þeirra sterku aðgerða lögreglu sem forstjóri 365 óskaði eftir við sama tækifæri. 

Það var svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytta kryddsíld s.l. gamlársdag og verða síðan rasandi hissa á mótmælendum.  Sumir myndu kalla þetta hannaða atburðarás.

Annars ítreka ég að mér finnst pistillinn þinn "Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna" góður fyrir utan þessa einu setningu sem ég óskaði eftir nánar skíringum frá þér á, takk fyrir greinargott svar.

Magnús Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 15:50

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Magnús

Hallur Magnússon, 3.1.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband