Óafsakanleg skemmdarverk á Nornabúðinni

Skemmdarverk sem gerð hafa verið á Nornabúðinni eru óafsakanleg.

Eigandi búðarinnar hefur verið mjög virk í mótmælum að undanförnu og telur það ástæðu skemmdaverkanna. Þótt ákveðinn lítill hópur mótmælenda hafi svert þúsundir heiðarlegra og friðsamlegra mótmælenda með skemmdarverkum og ofbeldi, þá réttlætir það ekki skemmdarverk á Nornabúðinni.

Ég hef skömm á skemmdarverkamönnum sem brotið hafa rúður Nornabúðarinnar - eins og ég hef skömm á þeim litla hóp skemmdarvarga og ofbeldismanna sem hafa staðið fyrir skemmdarverkum og slasað fólk undir yfirskyni mótmæla vegna bankahrunsins.

Leiðin er ekki skemmdarverk og ofbeldi.

Leiðin er Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér erum við svo komin með eina góða ástæðu sem allir, hversu heimskir sem þeir eru, ættu að geta skilið, fyrir því að sumir kjósa að vera nafnlausir með grímu.

Björn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:18

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ofbeldi kallar aftur á ofbeldi. Íslensksa Þjóðin hefur mátt þola ofbeldi frá útrásarsnillingunum  sem fóru með eignir saklaus fólks eins og þeirra eigin. Reiði fólksins í mótmælunum var skiljanlegt þó skemmdarverk séu auðvitað ekki rétta leiðin.

Úrsúla Jünemann, 2.1.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Eva hefur ALDREI hvatt til ofbeldis - né aðrir þeir sem standa fyrir beinum aðgerðum - finnst ekki rétt hjá þér að spyrða þetta svona saman.

Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:24

4 identicon

Þetta er því miður rétt hjá Úrsulu.

Ofbeldi elur á ofbeldi og þeir sem hvetja eða afsaka ofbeldi geta sjálfi orðið fyrir því og væntanlega kemur annað hljóð í strokkinn.  Væntanlega geta þeir sem verða fyrir ofbeldi og skemdarverkum hefnt sín á þeim sem hvetja, afsaka eða standa á bak við þetta.  Vonandi verður þetta ekki upphafið á annari "sturlungaöld" á Íslandi.

Gunn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:26

5 Smámynd: Heidi Strand

Gunn þetta er ekki rétt hjá ykkur Úrsulu.
Til þess að geta hafið uppbyggingu þurfum við að losna við spillingunni. Hún er eins og graftakili á Íslensku þjóðfélagi.

Ég er á móti ofbeldi og skemmdaverkum en það er ekki hlustað á friðsamlegum mótmælum, en við verðum samt að reyna áfram.

NRK 1 hafði Hótel Borg mótmælin í kvöldfréttum  i gær auk þess að það var aðalfrétt á netútgáfunni. Þar var sagt á hlutlausan hátt frá og aðalmálið var hvers vegna það var mótmælt og svolítið sagt frá ástandinu í landinu.

Hér er yfirleitt ekki talað um kjarni málsins heldur um fjöldi mótmælenada og hvort það hafði verið kastað egg eða ekki, eð hvort það hefur verið eitthvað annað til að setja höndinna á.

Heidi Strand, 2.1.2009 kl. 14:53

6 identicon

Hér eru nokkur tilfelli þar sem hún viðrist ekki á móti skemmdaverkum:

"Aðgerðinni var ekki beint gegn Hótel Borg eða Stöð 2 og engar ákvarðanir voru teknar um skemmdarverk (þótt öll fjárhagsleg áföll sem eigendur 365 verða fyrir gleðji mig persónulega)." Leturbreyting er mín

"Ólafur Ragnar Grímsson getur því reiknað með að næst þegar óánægðir borgarar banka upp á hjá honum, verði það ekki nein kurteisisheimsókn." Þetta er ekki hægt að túlka sem annað en hótun


"Snilld. Þessi hópur fær mörg prik hjá mér." 
Þarna voru meðal annars rúður brotnar og fyrir það gefur hún prik, nema það séu hennar rúður.

Ef einhver nennir að leita á hinum ýmsu bloggumm þá má finna mun fleiri dæmi.

Svo vil ég hvetja alla til að vera friðsamlegir.

Munið bara
"An eye for an eye leaves everyone blind"

ingi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Ingibjörg SoS

Smámynd: Ingibjörg Sigurðar Soffíudóttir

Eva er ein af okkar hugrökkustu einstaklingum hér á landi varðandi að leggja allt af mörkum til upprætingar átakanlega alvarlegrar spillingar sem hér viðhefst. Spillingar, sem hefur dregið einstaklinga til að grípa til þess örþrifaráðs að enda líf sitt.

Eva er þarna í hættu stödd. - Hefði getað orðið stórslys. "Þetta" er skrílsaðgerð. Allar tegundir mótmælaaðgerða án ofbeldis eru nauðsynlegar. Og er ég hér ekki að "(virðast)" vera á móti ofbeldi. Ríkisstjórnin sjálf hefur nú þegar beitt mjög alvarlegu og óafturkræfanlegu ofbeldi stórum hluta þjóðarinnar.

Dettur síðan ekki í hug að eyða á ykkur orði sem eruð með tittlingaskít.

Ingibjörg SoS, 2.1.2009 kl. 15:24

8 Smámynd: Ingibjörg SoS

Sko, birtust bara tvær myndir af mér. Mér fjölgar kanski óðfluga. Bara flott!

Ingibjörg SoS, 2.1.2009 kl. 15:27

9 identicon

Ingi. Ég hef ekki haft í hótunum við neinn. Ég hef hinsvegar margsagt að þegar vilji almennings er hundsaður (og almenningur vill losna við spillinguna) þá þróast mótmæli út í óeirðir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sjálf hef ég sagt víða að ég kvíði þeim degi en geti þó ekki látið hættuna á því að hlutirnir fari úr böndunum, stöðva mig í því að gera allt sem ég get til að trufla ráðamenn í því að grafa undan okkur.

Ég styð aðgerðir á borð við vinnustöðvun og skemmdarverk, þegar þau þjóna augljósum og góðum tilgangi, það hefur ekki verið neitt launungarmál.

Ég hef margsinnis reynt að útskýra muninn á því að ráðast að opinberum stofnunum sem hafa vald yfir fjöldanum og hafa í þjónustu sinni menn sem hafa leyfi til að beita ofbeldi og að ráðast að varnarlausum einstaklingum. Það er þó sennielga auðveldara að kenna stjarneðlisfræði en þessa hugmynd.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:50

10 identicon

Eva fékk bara skammt af eigin meðali. Þetta var mátulegt á þessa kommúnistakellingu og ætti að lægja rostann í þessum skemmdaróðu mótmælendum.

Finnur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:26

11 identicon

Ég er reyndar anarkisti en ekki kommúnisti og það er engin hætta á því að dragi úr beinum aðgerðum þótt einhver vitleysingur reyni að angra mig.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:53

12 Smámynd: Magnús H Traustason

. Ég hef ekki samúð með dauðum hlutum. Þá má laga eða fá nýja. Mitt hjarta slær með börnunum okkar og barnabörnum sem taka við skuldum sem þau þurfa að greiða af allt sitt líf og það vegna óstjórnar og græðgi örfárra sem fengu að valsa um í skjóli stjórnvalda. En við verðum að finna leið til að virkja alla þessa orku sem býr í okkur til framtíðar og heilla fyrir þjóðina.

Magnús H Traustason, 4.1.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband