Sólarlagsskipun á dómara og ríkissaksóknara!

Það á að taka upp sólarlagsskipun á dómara og ríkissaksóknara, en þessir embættismenn eru þeir einu sem enn eru æviráðnir og einungis unnt að víkja frá embætti með dómi. Þetta er fullkomlega óeðlilegt - og að líkindum síðustu leifar gamla embættismannaveldisins.

Það sjá allir að brýn nauðsyn er á að breyta núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara. Núverandi aðferðafræði er óásættanleg fyrir alla - framkvæmdavaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið. Það held ég að allir geti verið sammála um.

Mín skoðun er sú að dómsmálaráðherra eigi að tilnefna kandidat í dómaraembætti, en Alþingi að staðfest valið með einföldum meirihluta þegar um héraðsdómara er að ræða. Hins vegar þurfi 2/3 hluta Alþingis til að samþykkja tilnefningu dómsmálaráðherra í hæstarétt.

Um þetta atriði eru eflaust deildar meiningar, en núverandi kerfi þarf að stokka upp.

Í þeirri uppstokkun á að taka upp sólarlagsráðningar dómara eftir sömu lögmálum og nú tíðkast meðal annarra embættismanna. Upphafleg skipan í 5 ár og unnt að framlengja í önnur 5 ár. Það sama á við um embætti ríkissaksóknara.

Vísa enn og aftur í ágæta grein Gísla Tryggvasonar sem hann ritaði þegar hann var framkvæmdastjóri BHM - Veiting starfa hjá hinu opinbera - sem fjallar um þá aðferðafræði sem skal fara eftir við veitingu starfa hjá hinu opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála öllu sem þú segir nema því síðasta. Þú veist hvers vegna dómarar eru settir ótímabundið í embætti og ekki er hægt að víkja þeim frá nema með dómi? Það er einmitt til þess að treysta sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart hinum 2 greinum ríkisvaldsins, sérstaklega framkvæmdarvaldsins, til að koma í veg fyrir að t.d. ráðherrar geti rekið dómara að vild eftir geðþótta, t.a.m. eftir að þeir fella dóma sem eru ráðamönnum ekki þóknanlegir. Það er engin tilviljun að þessi skipan er við lýði hvað þetta varðar. Dómarar eru ekki eins og hverjir aðrir embættismenn, á stöðu þeirra og hlutverki er eðlismunur, þar sem þeim er m.a. falið vald til að endurskoða ákvarðanir hinna handhafa ríkisvalds, þetta er liður í að tempra vald hinna tveggja, sem er óeðlilega mikið nú þegar hér á landi.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Arngrímur.

Skil rök þín sem eiga fullan rétt á sér. Gæti verið leið að 2/3 hluta Alþingis þyrfti til að samþykkja tillögu dómsmálaráðherra við skipan nýs héraðsdómara í stað þess sem hefur setið í 5 eða 10 ár ef hann sækir það að sitja áfram annað 5 ára tímabil.

Hallur Magnússon, 17.1.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband