"Þyrnirós" réttnefni á ríkisstjórnina - ASÍ og SA enn einu sinni riddarinn á hvítum hesti!
15.1.2009 | 18:59
Ríkisstjórnin nánast hrýtur á meðan atvinnulífið hrynur og atvinnuleysið rýkur upp úr öllu valdi.
"Þyrnirós" er réttnefni á þessari ríkisstjórn.
Enn einu sinni er frumkvæðið að raunhæfum aðgerðum Alþýðusambandið og Samtök atvinulífsins - sem gætu orðið riddarinn á hvítum hesti - sem vekur Þyrnirós eftir 100 ára svefn!
Tillögur ASÍ og SA - eru hugsaðar á sama grunni og mínar hugmyndir sem ég hef kynnt í bloggi:
Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!
Hugmyndir hvíta riddarans + mínar = minnkun atvinnuleysis og ný Framsókn í atvinnu- og efnahagsmálum!
Ekki veitir af!
![]() |
75 milljarða fjárfestingargeta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ný Framsókn á Íslandi og í Ameríku
15.1.2009 | 15:07
Komandi vika verður Framsóknarvika bæði á Íslandi og í Ameríku!
Þá hefst ný Framsókn á Íslandi í kjölfar stórmerkilegs flokksþings Framsóknarmanna þar sem ný, ung og fersk forysta verður kjörin og róttækar tillögur um framtíðarstefnu Framsóknar nýrra tíma verða afgreiddar.
Þá hefst einnig ný Framsókn í Ameríku þegar Framsóknarmaðurinn Barack Obama tekur við sem forseti Bandaríkjanna.
Komandi vika er því afar merkileg vika.
Drög að ályktunum flokksþings Framsóknarmanna er að finna hér.
![]() |
Flokksþing breytinganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímamótaverkefni í ferðaþjónustu fatlaðra
15.1.2009 | 12:21
Velferðarráð óskar þeim borgarbúum,sem eru bundnir hjólastól og nota sértæka akstursþjónustu, til hamingju með samning sem gerir þeim kleift að nota Ferðaþjónustu fatlaðra í Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Þá býður velferðarráð þá norrænu einstaklinga sem eru í sömu sporum velkomna í þjónustu Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík.
Þannig hljóðaði bókun okkar í Velferðarráði þegar við samþykktum að Reykjavíkurborg tæki þátt í þessu merka verkefni.
Það er ánægjulegt að sitja sem varaformaður Velferðarráðs þegar verkefni sem þessu er hleypt af stokkunum.
Reyndar var ekki einungis gaman að afgreiða þetta. Það var ekki síður gleðilegt að tryggja Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík á sama fundi.
Nánar um það á blogginu mínu "Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík"
En tímamótaverkefnið í ferðaþjónustu fatlaðra er til tveggja ára og er leitt af samtökum hreyfihamlaðra á Norðurlöndum, Nordisk Handikap Forbund, sem Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra á Íslandi á aðild að. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
Tilgangur verkefnisins er að gera hreyfihömluðum, sem búa í Kaupmannahöfn, Reykjavík, Ósló og Stokkhólmi, kleift að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra í hinum borgunum. Verkefnið nær til þeirra sem þurfa sérútbúinn bíl til að komast leiðar sinnar.
Reykvíkingar sem eru bundnir hjólastól á ferðum sínum og dvelja í einhverri þátttökuborganna geta nú pantað ferðaþjónustu fatlaðra á sama hátt og notendur sem búsettir eru í borginni sem ferðast á einfaldan máta á ferðalögum sínum í þátttökuborgunum.
![]() |
Ferðaþjónusta fatlaðra í norrænt samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og örva efnahagslífið. Fjölskyldur og fyrirtæki munu hrynja á næstunni ef ekkert er að gert.
Mín tillaga er að ríkið takið 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum, verðtryggt á 3,5% vöxtum og byrji að greiða af láninu eftir 10 ár. Lífeyrissjóðunum verði gert skylt að veita ríkinu lánið.
Lánið verði nýtt í framkvæmdir á vegum ríkisins. Strax verði gengið í byggingu á nýju hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík og byggingu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Vaðlaheiðagöng verði sett af stað og fé sett í ýmis konar atvinnubótaverkefni eins og þau sem ég benti á í bloggi mínu Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?
Mér er alveg sama þótt IMF sé á móti þessu. Það er engin ástæða til þess að rústa samfélaginu í óþörfu fjöldaatvinnuleysi.
![]() |
Yfir 11.300 atvinnulausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík
15.1.2009 | 07:45
Utangarðsmenn munu á næstunni eiga kost á að njóta iðjuþjálfunar á vegum Reykjavíkurborgar í dagsetri sem Hjálpræðisherinn rekur úti á Granda. Iðjuþjálfunin er þáttur í metnaðarfullri stefnu Velferðarráðs í málefnum utangarðsmanna sem var eitt af fyrstu verkum sem ég tók þátt í að vinna að og samþykkja sem nýr varaformaður Velferðarráðs í haust.
Velferðaráð samþykkti samstarfssamning Velferðasviðs og Hjálpræðishersins um aðstöðu fyrir fagmenntaðan starfsmann og aðstöðu til uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík í dagsetri Hjálpræðishersins fyrir utangarðsfólk.
Slík iðjuþjálfun er mjög mikilvæg til að auka lífsgæði utangarðsmanna í Reykjavík.
Stór hluti þeirra utangarðsmanna sem í borginni nýta sér þá mikilvægu aðstöðu sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir þennan hóp á Granda. Þar er rúmgott húsnæði sem býður upp á mikla möguleika til þróunar á iðju fyrir utangarðsfólk á þeim stað sem utangarðsfólk dvelur. Þess vegna var talið rétt að Velferðasvið og Hjálpræðisherinn vinni saman að þessu verkefni, Velferðasvið leggur til fagmenntaðan starfsmann en Hjálpræðisherinn aðstöðuna.
Ég er mjög ánægður með okkur í Velferðarráði að taka þetta mikilvæga skref í þágu utangarðsfólks.