Ný Framsókn á Íslandi og í Ameríku

Komandi vika verður Framsóknarvika bæði á Íslandi og í Ameríku!

Þá hefst ný Framsókn á Íslandi í kjölfar stórmerkilegs flokksþings Framsóknarmanna þar sem ný, ung og fersk forysta verður kjörin og róttækar tillögur um framtíðarstefnu Framsóknar nýrra tíma verða afgreiddar.

Þá hefst einnig ný Framsókn í Ameríku þegar Framsóknarmaðurinn Barack Obama tekur við sem forseti Bandaríkjanna.

Komandi vika er því afar merkileg vika.

 Drög að ályktunum flokksþings Framsóknarmanna er að finna hér.

 


mbl.is Flokksþing breytinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur Framsóknarmönnum nú vel.Ég er þó ekki jafn bjartsýnn og þú á glæsilega framtíðarstefnu Framsóknar. Miðað við það sem á undan er gengið tel ég engar líkur á sáttum þar innan dyra hvernig svo sem kosningar munu fara. Mér þykir það einsýnt að bræðravígin innan flokksins muni halda áfram eftir landsfundinn í engu minna mæli en áður.Ykkar framsóknarmanna vegna, vona ég þó að ég hafi rangt fyrir mér. Innan flokksins er margt gott fólk sem gæti vel komið að gagni við endurreisn efnahagslífs í stað þess að standa í illindum við flokkssystkin sín.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:37

2 identicon

Heill og sæll Hallur.

Mér finnst það svolítið broslegt hvernig þú færð það út að Obama sé framsóknarmaður eins og þú og fleira gott fólk. Þú virðist ætla að nýta þá fersku vinda sem blása um Obama um þessar mundir í segl ykkar frammara. Í mínum huga er Obama eins langt frá að vera framsóknamaður og hægt er. Það er á tiltölulega einfaldan hátt hægt að sanna það með stærðfræðikenningu. Hún er þessi. Þegar framsóknarflokkurinn hefur verið við völd þá hefur það verið nánast skilyrði við veitingu embætta að það sé frammari. Hæfileikar , menntun og annað slíkt hefur nánast verið aukatriði. Þó allir flokkar á íslandi hafa verið slæmir hvað þetta varðar, þá held eg að ekki sé deilt um það að framsókn hefur verið sá versti af öllum vondum. Í ráðherraliði Obama eru reuplicanar. Hann sagðist ætla að velja bestu áhöfnina í lið sitt og suma fann hann í flokki repuplicana. Með þessu vali á ráðherrum sínum tel ég sé það sannað að Obama er EKKI framsóknarmaður.

kveðja

Egill Jn Kristjánsson

Egill Jón Kristjánssn (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 17:33

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Egill Jón - kæri vin!

Þú hefur bara innilega rangt fyrir þér :)

 Forsendur stæðrfræðikenningar þinnar eru bara rangar.

Eftirfarandi staðhæfing er algerlega röng:   "Þegar framsóknarflokkurinn hefur verið við völd þá hefur það verið nánast skilyrði við veitingu embætta að það sé frammari"

Fyrsta skrefið í þessu er að fara yfir sendiherraembætti sem utanríkisráðherrar Framsóknarflokksins hafa skipað í. Þar finnur þú nánast engan Framsóknarmann. Berðu það svo saman við sendiherra sem Sjálfstæðismenn hafa skipað. Þar eru nánast eingöngu Sjálfstæðismenn.

Ég þarf ekki að fara lengra.  Einn sönnun sem hrekur stærðfræðiformúluna þína nægir.

Hallur Magnússon, 15.1.2009 kl. 17:45

4 identicon

Kæri Hallur.

Til að byggja upp fyrir framtíðina verðum við að gera upp fortíðina. Við vitum það báðir að það eru svo ljótir blettir og mörg sorgleg mistök sem gerð voru í samstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks að ég jafnvel skammast mín fyrir að vera sjálfstæðismaður þegar ég hugsa til þess. Eitt af því var hvernig þessir tveir flokkar röðuðu sinum velunnurum sameiginlega í sendiherrastóla. Þetta dæmi sem þú tekur dugar því ekki. Robert Wad kom að þessu meini í íslensku samfélagi. Ef þú ætlar þér frama í nýrri framsókn þá skora ég á þig að horfa á þennan vanda og viðurkenna þau stjórnunarmistökum fortíðarinnar.  Að lokum óska ég þér velfarnaðar á flokksþingi ykkar nú um helgina. 

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband