Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík

Utangarðsmenn munu á næstunni eiga kost á að njóta iðjuþjálfunar á vegum Reykjavíkurborgar í dagsetri sem Hjálpræðisherinn rekur úti á Granda.  Iðjuþjálfunin er þáttur í metnaðarfullri stefnu Velferðarráðs í málefnum utangarðsmanna sem var eitt af fyrstu verkum sem ég tók þátt í að vinna að og samþykkja sem nýr varaformaður Velferðarráðs í haust.

Velferðaráð samþykkti samstarfssamning Velferðasviðs og Hjálpræðishersins  um aðstöðu fyrir fagmenntaðan starfsmann og aðstöðu til uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík í dagsetri Hjálpræðishersins fyrir utangarðsfólk.

Slík iðjuþjálfun er mjög mikilvæg til að auka lífsgæði utangarðsmanna í Reykjavík.

Stór hluti þeirra utangarðsmanna sem í borginni nýta sér þá mikilvægu aðstöðu sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir þennan hóp á Granda. Þar er rúmgott húsnæði sem býður upp á mikla möguleika til þróunar á iðju fyrir utangarðsfólk á þeim stað sem utangarðsfólk dvelur. Þess vegna var talið rétt að Velferðasvið og Hjálpræðisherinn vinni saman að þessu verkefni, Velferðasvið leggur til fagmenntaðan starfsmann en Hjálpræðisherinn aðstöðuna.

Ég er mjög ánægður með okkur í Velferðarráði að taka þetta mikilvæga skref í þágu utangarðsfólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er gott mál. Lífsgæði og félagsþjónusta eru ekki fólgin bara í því að fá að vera til. Það þarf að styðja fólk sem á um sárt að binda. Hins vegar verður stuðningurinn að vera þannig að hann hvetji engan til að ganga í þann útlagahóp sem utangarðsmenn eru í Reykjavík.

Frábært framtak, mikið vildi ég að þjóðin vissi meira um hvað Framsóknarmenn eins og þú eru að vinna gott starf í Reykjavík í friði og spekt

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.1.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband