Borgarráð eykur fjármagn til félagslega einangraðra unglinga
22.12.2008 | 22:56
Það er ánægjulegt að borgarráð skuli íhuga að auka fjármagn til stuðnings unglingum í Reykjavíkurborg sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar, en framundan er nauðsynleg þróun á þeirri starfsemi sem slíkir unglingar hafa fengið að undanförnu.
Það var ekki auðvelt fyrir okkur fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í meirihluta Velferðaráðs að geta ekki mælt með auknum stuðningi og auknu fjármagni til þessara mála vegna takmarkaðs fjármagn sem við höfðum til reksturs Velferðarsviðs. Tillaga okkar miðaðist því við að halda uppi sambærilegri þjónustu og verið hefur - en ekki viðbót.
Ástæðan var sú að við ákváðum frekar að leggja áherslu á hækkun hámarksfjárhæðar fjárhagsaðstoðargreiðslna og heimildagreiðslna til barna. Náðum reyndar sögulegu samkomulagi við minnihlutann í Velferðaráði um bókun þess efnis - sem skilaði sér í frumvarp til fjárhagsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir slíkri hækkun!
En það er þakkarvert að borgarráð skyldi taka af skarið varðandi fjárframlög til stuðnings unglinga sem líða fyrir félagslega einangrun og veita meira fjármagni en við lögðum til.
Framundan er nauðsynleg þróun á þessu starfi sem unnt er að bæta enn frekar.
Nokkurar óvissu gætti meðal þeirra unglinga og foreldra þeirra sem nú njóta þessarar þjónustu vegna fyrirhugaðra breytinga, sem reyndar áttu ekki að ná til þeirra sem nú þegar njóta þessarar þjónustu, heldur þeirra unglinga sem koma nýir í starfið á nýju ári.
Borgarráð ákvað í fjárhagsáætlunargerðinni að taka af allan vafa og gefa út að breytingar á núverandi starfsemi verði ekki gerðar á fyrstu mánuðum ársins heldur í haust í kjölfar sumarfría. Það er vel.
Hins vegar féll nokkur skuggi á vinnu Velferðarráðs vegna þess máls á sínum tíma. Fulltrúi Vinstri grænna sýndi af sér ótrúlegt dómgreindarleysi og sendi til fjölmiðla persónulegt bréf ungrar stúlku sem nýtir þessa mikilvægu þjónustu unglingasmiðja til fulltrúa í Velferðaráðis - og það með nafni stúlkunnar!
Slík mistök - þótt af góðum hug hafi verið - eru mjög alvarleg! Fulltrúinn beitti fyrir sig persónulegu bréfi 16 ára stúlku pólitískum tilgangi í fjölmiðlum - reyndar með samþykki stúlkunnar að sögn.
Það getur ekki talist annað en misbeiting á stöðu fulltrúa VG sem fulltrúa í Velferðaráði til þess að fá 16 ára stúlku til að samþykkja að nota persónulegt bréfi hennar í pólitískum tilgangi á opinberum vettvangi.
Vinstri grænir hafa ekki tekið á þessu alvarlega máli - og virðast ekki ætla að gera það.
En ég get fullvissað lesendur að ef um Framsóknarmann hefði verið að ræða - þá væri málið litið afar alvarlegum augum og við í borgarmálahóp Framsóknarflokksins myndum að minnsta kosti biðja fulltrúa okkar í sambærilegri stöðu að íhuga að segja af sér. Enda hefð að myndast í Framsóknarflokknum að flokksmenn taki ábyrgð á mistökum sínum.
Læt fylgja bókun meirihlutans í Velferðaráði þegar fjallað var um framngreint mál:
"Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Velferðaráði telur mikil sóknarfæri í þróun þjónustu við unglinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar.
Slíkt starf hefur meðal annars farið fram í unglingasmiðjunumTröð og Stíg með góðum árangri.
Með stofnun sérfræðiteymis verður byggt á starfi unglingasmiðjanna en lögð áhersla á að tengja betur starf félagsmiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundins stuðningsúrræði við sértækt starf, fleiri unglingum til hagsbóta.
Með vinnu teymisins verður einnig hægt að styrkja starf félagsmiðstöðvamiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundin stuðningsúrræði, eins og persónulega ráðgjafa og liðveislu á sviði Velferðasviðs.
Meirihluti Velferðaráðs leggur áherslu á að innihald þjónustunnar er það sem fyrst og fremst skiptir máli en ekki það húsnæði sem starfsemin er rekin í.
Meirihluti Velferðaráðs telur að það fjármagn sem til verkefnisins er ætlað og önnur stuðningsúrræði Velferðaráðs og borgarinnart tryggi að þjónusta skerðist ekki.
Við útfærslu á starfi teymisins verður meðal annars nýtt ráðgjöf og stuðningur frá ADHD samtökunum, en ljóst er að hluti af þeim sem nýtt hafa þjónustu unglingasmiðjanna eru börn sem greinst hafa með ADHD."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.12.2008 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af hverju ekki ráðuneytin úr 12 í 7?
22.12.2008 | 21:01
![]() |
Fastanefndir verði 7 í stað 12 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grunaði mig ekki Vinstri Gvend - skattahækkanir og hallarekstur!
22.12.2008 | 20:44
Grunaði mig ekki Vinstri Gvend - skattahækkanir og hallarekstur!
Vinstri grænir eru svo skemmtilega "ótengdir veruleikanum". Gera sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt er að hafa borð fyrir báru í skattamálum - og að það skiptir afar miklu máli að reka borgarsjóð án halla.
Var reyndar búinn að sjá þetta fyrir eins og sjá má í bloggi mínu Þar fór samstaða Samfylkingar - en væntanlega kemur hún aftur!
Ítreka að ég trúi því að Svandís hafi vit fyrir félögum sínum - og vinni af ábyrgð til framtíðar með samvinnu allra oddvita alvöru flokka í borgarstjórn að leiðarljósi!
En eins og ég hef áður sagt - VG þurftu náttúrlega að tala til kjósenda sinna - sem eru ekki allir eins ábyrgir og Svandís - og boða uppháhald Vinstri grænna - hallarekstur og hærri skatta!
![]() |
Segja meirihlutann í borgarstjórn ótengdan veruleikanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
... fyrr en eftir landsfund!
22.12.2008 | 19:35
Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar...
... fyrr en eftir landsfund!
Enda verða menn að fá að takast á og fá stuðningsmælingu fyrst!
Breytt ríkisstjórn í febrúar - það er nokkuð klárt!
![]() |
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar fór samstaða Samfylkingar - en væntanlega kemur hún aftur!
22.12.2008 | 17:47
Þar fór samstaða Samfylkingarinnar sem ég var að hrósa fyrir ábyrgð í blogginu: Frumvarp að fjárhagsáætlun borgarfulltrúum öllum til sóma!
Stend þó við fyrra bloggið þar til annað kemur í ljós - því ég held það hafi verið sálarhjálparatriði fyrir Dag B. að geta baðað sig í sviðsljósinu með einhvers konar gagnrýni á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks!
Vænti þess að hann og Samfylkingin haldið áfram samvinnunni um meginatriði fjáragsáætlunarinnar - enda er Dagur B. og hans fólk í Samfylkingunni þrátt fyrir allt oftast ábyrgt.
Spái því að Vinstri grænir heimti skattahækkanir og halla á fjárhagsáætlun - svona til þess að geta aðeins talað til sinna helstu stuðningsmanna - en treysti því að Svandís haldi einnig í megeinatriðum áfram samvinnunni um helstu atriði fjárhagsáætlunarinnar. Enda Svandís afar ábyrgur stjórnmálamaður.
Þegar ég lít yfir oddvita ábyrgu flokkanna í borgarstjórn, Hönnu Birnu, Óskar Bergs, Svandísi og Dag B. þá undrar mig á hve lágt plan borgarmálin komust á tímabili - en mér finnst þau öll hafa snúið við blaðinu og séu að endurheimta aftur traust og trúnað með samvinnu sinni undanfarið - þótt auðvitað verði minnihlurinn að gera ágreining í einhverjum málum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Enda er pólítík víst alltaf pólítík!
![]() |
Gagnrýna stórfelldan flatan niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frumvarp að fjárhagsáætlun borgarfulltrúum öllum til sóma!
22.12.2008 | 16:20
Frumvarp að fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar er borgarfulltrúum öllum til sóma, því við fjárhagsáætlunarvinnuna sneru oddvitar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna bökum saman og unnu saman að vinnslu frumvarpsins.
Hver hefði trúað því fyrr á þessu ári að oddvitar þessara flokka næðu að vinna náið saman að vinnslu fjárhagsáætlunar, náð saman um erfiðar hagræðingaraðgerðir í borgarkerfinu í erfiðu efnahagsástandi og skila frá sér frumvarpi að fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir hallalausum rekstri borgarsjóðs?
Það er hins vegar raunin og eiga allir hrós skilið.
Ég sem varaformaður Velferðaráðs er sérstaklega ánægður með að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá næst að verja mikilvæga grunnþjónustu Velferðasviðs, því Velferðarsvið veitir borgarbúum mikilvæga grunnþjónustu og leikur lykilhlutverki í stuðningi við íbúa borgarinnar á erfiðum tímum.
Það er nefnilega ljóst er að fjárþörf vegna fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar mun aukast í því efnahagsástandi sem nú ríkir, enda er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir verulegri aukningu í fjárhagsaðstoð.
Fulltrúar allra flokka í Velferðaráði lögðu mikla áherslu á að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Velferðaráðs og heimildargreiðslur vegna barna yrðu hækkaðar frá því sem verið hefur þótt meginregla í forsendum fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið að taka ekki tillit til vísitöluhækkanna,
Að frumkvæði fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var brotið var blað í samvinnu meirihluta og minnihluta í Velferðaráði með sameiginlegri bókun alls ráðsins vegna þessa.
Það gleður mig sérstaklega að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá urðu allir fulltrúar í borgarráði við áskorun Velferðasviði hvað hækkun hámarksfjárhæðar varðar. Þessi samheldni Velferðaráðs varð væntanlega til þess að hækkun hámarskfjárhæðar er tryggð í frumvarpinu sem nú liggur fyrir.
Ég vil sérstaklega þakka fulltrúum Samfylkingar, óháðra og Vinstri Grænna að verða þeirri ósk minni sem starfandi formanns Velferðaráðs í veikindaleyfi formanns ráðsins, að taka höndum saman með okkur fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og tryggja því fólki sem þarf á fjárhagsaðstoð Velferðaráðs hærri greiðslum en verið hefur.
![]() |
Borgarsjóður verði rekinn hallalaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Siv þjarmar að ríkisstjórninni vegna IceSave klúðursins
22.12.2008 | 13:57
Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni egna IceSave klúðursins.
Það er með ólíkindum hvað leiðtogaparið í ríkisstjórninni hefur ekki vitað. Einhvern veginn treystir maður því ekki alveg að þau segi satt um þessi mál - þótt ég vilji ekki halda því fram að Geir sé að skrökva þegar hann segist ekki hafa vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um flytja IceSave yfir í breska lögsögu.
Enda ljóst að pólitísk framtíð Geirs Haarde er ekki björt ef upp kemst að hann hafi vitað af tilboðinu - en ekki getað lokað dæminu. Hætt við að almenningur verði pirraður út í Geir og Sólrúnu þegar afborganir af IceSave ævintrýrinu fara virkilega að bíta!
![]() |
Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldafyllirí ríkisstjórnarinnar ekki til bóta!
22.12.2008 | 11:18
Gjaldafyllirí ríkisstjórnarinnar sem kynnt hefur undir verðbólguna með mikilli hækkun á áfengi og með auknum álögum meðal annars á bensín og olíu er ekki til bóta.
Þá má ekki gleyma því að ríkisstjórnin kynnti heldur betur undir verðbólguna með undarlega heimskulegri 20% útgjaldaaukningu í fjárlögum fyrir árið 2008.
![]() |
Verðbólgan mælist 18,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ánægður með frænda minn Gísla Martein!
22.12.2008 | 01:03
Ég er ánægður að ágætur frændi minn Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hafi tekið þá ákvörðun að taka sér launalaust leyfi frá borgarstjórn á vormánuðum meðan hann vinnur af miklum krafti í meistaranámi sínu.
Mér fannst alltaf frekar frekar vafasamt fyrir hann sem stjórnmálamann að flytja af landi brott í nám og halda áfram að starfa í sveitarstjórn Reykjavíkur. Veit reynda að hann hefur staðið sig afar vel í vinnu fyrir borgarbúa frá því í haust - eins og mætingarlisti í borgarstjórn sýnir - en stjórnmálamenn eiga ekki að gefa höggstað á sig eins og Gísli Marteinn hefur gert.
Væntanlega mun vinkona mín úr Velfarðarráði - Sif Sigfúsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks nú taka sæti Gísla Marteins. Þar er úrvalskona á ferð - þótt við séum ekki alveg sammála í pólitík! En samstarf okkar hefur alltaf byggt á heilindum - enda er Sif afar vönduð kona.
![]() |
Gísli Marteinn tekur sér launalaust leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |