Í minningu frumkvöðulsins Helga Arngrímssonar - Borgarfirði eystra
29.11.2008 | 23:57
Vinur minn, frumkvöðullinn Helgi Arngrímsson var til grafar borinn í dag. Það er sárt að sjá á eftir þvílíkum sómamanni langt fyrir aldur fram. Það er synd að hans óeigingjörnu kraftar nýttust ekki lengur fyrir samfélagið og umhverfið sem hann elskaði svo mjög - Borgarfjörð eystra!
Ekki það að fótspor hans sjáist ekki merki! Þvert á móti. Ég efast um að margir einstaklingar í nútíð hafi skilið eftir sig eins mörg og jákvæð spor í samfélagið og þennan guðdómlega stað sem Borgarfjörður eystri er!
Helgi setti á stofn og barðist fyrir tilvist eins af merkilegustu sprotafyrirtækjum landsbyggðarinnar - Álfasteins. Þar vann hann kraftaverk við að tryggja fjölskyldum sem vildu búa á Borgarfirði eystra störf sem skiptu máli.
En spor Helga sjást ekki einungis stað í þessu dýrmæta samfélagi. Það má segja að spor hans sjáist raunverulega í þeim fjölda fallegu gönguleiða sem hann beitti sér fyrir - og tók þátt í - að leggja um Borgarfjörð og víkurnar suður af þessum yndislega firði.
Helgi var ungmennafélagsmaður af gamla skólanum! Hann vann að alhliða félagsstarfi og setti það ætíð á oddinn að vinna æskunni, landi og þjóð því besta sem unnt var hverju sinni.
Á tímamótum sem þessum finnur maður fyrir vanmætti sínum!
En ef gæti fengið mínútu með Helga - þá myndi ég segja: Takk fyrir að fá að kynnast þér og fjöldkyldu þinni!
Það sem ég get sagt syrgjandi fjölskyldu er:
Takk fyrir að taka alltaf svo vel og innilega á móti mér og fjölskyldu minni. Þið hafið misst mikið - en munið föður ykkar og eiginmann! Það hjálpar ykkur gegnum erfiða tíma!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorstein og Friðrik í bráðabirgðastjórn Samfykingar og íhalds!
29.11.2008 | 20:22
Það þarf að fá Þorstein Pálsson og Friðrik Sophusson sem ráðherra í bráðabirgðastjórn Samfylkingar og íhalds. Það gæit bjargað því sem bjargað verður fram að kosningum í vor.
Ástæðan?
Sumir kunna að halda að það sé vegna þess að mér finnist jákvætt að þeir vilji aðildarviðræður að Evrópusambandinu og leggja niðurstöðu slíkra viðræðna í dóm þjóðarinnar. Játa að það skemmir ekki fyrir - en meginástæðan er sú að við þurfum í núverandi ástandi á vönduðum mönnum að halda sem ekki eru að stefna að eigin framtíð í stjórnmálum. Menn sem gera það sem þeir telja rétt að gera - án tillits til þess hvort það sé vinsælt eða ekki.
Þar sem Sjálfstæðismenn eru í ríkisstjórn - þá eru þessir menn best til þess fallnir!
Mæli með að þeir kalli til liðs við sig tvo Jóna Sigurðssyni - krata og framsóknarmann! Ég biðst forláts á að kynjahlutfallið er ekki alveg rétthugsunar kynjalega rétt - en bið um að það verði þá bara leiðrétt í ríkisstjórn sem tekur við!
eru ekki með
![]() |
Þjóðin fái að kjósa um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Agnes Bragadóttir segi af sér blaðamennsku!
29.11.2008 | 16:06
Ég get ekki betur séð en að Agnes Bragadóttir þurfi að segja af sér blaðamennsku! Fullyrti hún ekki að Stím væri leynifélag í eigu Jóns Ásgeirs? Sýnist Agnes hafa brotið illilega gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með því að halda uppi rakalausum rógi í fréttaskýringu!
Eða er ég að misskilja eitthvað?
![]() |
Yfirlýsing frá Stími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir Haarde bara óábyrgur?
29.11.2008 | 15:00
Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki vera persónulega ábyrgur fyrir endalausu efnahagsklúðri rikisstjórnarinnar.
Ætli Geir sé þá ópersónulega ábyrgur fyrir því?
Eða er Geir bara óábyrgur?
![]() |
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Karamellufundur ríkisstjórnarinnar féll niður!!!
29.11.2008 | 09:20
Vikulegur mótmælafundur á Austurvelli er á sínum stað. Hins vegar féll niður vikulegur karmellufundur ríkisstjórnarinnar í gær.
Enda ekki von.
Þjóðin sér í gegnum sjónhverfingarnar sem þar hafa verið viðhafðar. Það hefði þurft að fórna manni ef karamellufundur gærdagsins hefði verið haldinn. En svo langt gengur ríkisstjórnin ekki. Það á enginn að bera ábyrgð.
![]() |
Útifundur á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |