Agnes Bragadóttir segi af sér blaðamennsku!

Ég get ekki betur séð en að Agnes Bragadóttir þurfi að segja af sér blaðamennsku!  Fullyrti hún ekki að Stím væri leynifélag í eigu Jóns Ásgeirs?  Sýnist Agnes hafa brotið illilega gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með því að halda uppi rakalausum rógi í fréttaskýringu!

Eða er ég að misskilja eitthvað?


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ef Agnes Braga segir af sér þá eigum við enga raunverulega blaðamenn eftir.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 16:34

2 identicon

32,5% Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu! Það þarfnast nánari skýringa... Lárus forstjóri sagði í fjölmiðlum að hann þekkti ekki fyrirtækið.

Ég skal hundur heita ef þetta er ekki eitthvað leynipúkk. Rannsökum alla hluthafa, hvernig var þeim kynnt fyrirtækið, hvaðan fengu þeir fé eða þurftu þeir yfir höfuð eitthvað að leggja í pottinn.

Agnes þarf að hugsa sinn gang ef ljóst er að hún fór með rangt mál. Annars hef ég enga trú á því að allt sé komið fram í dagsljósið. 

Einar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:38

3 identicon

Hvernig veist þú Hallur að stím sé ekki í eigu JÁJ Ef þú þekktir til þessa manns í Bolungarvík þá hef ég ekki trú á að hann hefði keypt hlutabréf í þessum fyrirtækjum nema að vera leppur einhvers, þetta er mitt álit. Ert þú að verða einhver verjandi vissra aðila ??? Spyr sá er ekki veit

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:41

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hallur, af hverju viltu að hún hætti blaðamennsku?  Er hún ekki búin að rúa sig trausti og er það ekki nóg?

Marinó G. Njálsson, 29.11.2008 kl. 16:42

5 identicon

Hallur!

  Málið er leyst, mogginn er gjaldþrota eftir styrka efnahagsstjórnun síðustu ára, og traustan grunn.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæru vinir!

Auðvitað á Agnes ekki að segja af sér. En hún þarf aðeins að gæta að sér á stundum. Henni hættir til að vera með 100% heimildir fyrir 80% á því sem hún skrifar um - en fullyrðir síðustu 20% stundum af getgátum eða leiðir að þeim líkum.

Það eru þessi 20% sem oft eru vafasöm.  Og oftast pólitísk.

Það getur meira en verið að Jón Ásgeir sé að baki - en það getur líka meira en varið að hann sé það ekki!  Nóg er hægt að hanka Jón Ásgeir fyrir samt - hlutur hans í efnahagshruninu er stór. Eins og ríkisstjórnainnar.

Hallur Magnússon, 29.11.2008 kl. 18:17

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Skógarpúki!

Vinsamlega lesu athugasemd no 7

Hallur Magnússon, 29.11.2008 kl. 20:09

8 identicon

Hallur, hvað er athugasemd nr. 7? Og hvað á að sannast við að lesa þann boðskap?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:22

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jakob Valgeir Flosason segir í yfirlýsingunni:

"Ég hef gegnt stjórnarformennsku í félaginu frá upphafi og er í dag einn í stjórn þess".

Hvernig á að skilja þetta? Er stjórn þessa félags skipuð einum manni?

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2008 kl. 20:25

10 Smámynd: Kjósandi

Því miður eru blaðamenn ein vafasamasta og faglausasta stétt landsins.

Agnes er því ekki undantekning enda lítið sé að marka þorra þess sem hún skrifar.

Fáir þora að gagnrýna blaðamenn og þeir sem það gera fá yfir sig ómæld níð í fjölmiðlum.

 Blaðamenn hika ekki að skrifa fréttir sem áróðursskrif fyrir vini, stjórnmálaflokka og fyrirtæki og er það talið sjálfsagt.

Siðareglur blaðamanna er marklaust plagg sem blaðamenn fara ekkert eftir. 

Kjósandi, 29.11.2008 kl. 21:22

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Sleggjudómarinn

Berðu nafn með réttu? Kann að vera!

Kjósandi.

Done that - been there! Allir geta skammað vesælan þingmann - en engir leggur í ófaglega fréttamenn - sem þó betur eru flestir faglegir - en ekki allir!

Hallur Magnússon, 29.11.2008 kl. 22:06

12 identicon

Hrikalega ertu grænn Hallur ...

Jón Garðar (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:09

13 Smámynd: Björn Finnbogason

Getum við fengið lista, yfir faglega fréttamenn? Hef ekki skoðun á því hvort Glitnir átti að selja í sér, svo Glitnir gæti átt í sér með öðrum, til að stýra verðinu í sér.

Björn Finnbogason, 30.11.2008 kl. 03:44

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, Jón Garðar!

Ég er óttalegur grænjaxl!

Hallur Magnússon, 30.11.2008 kl. 13:00

15 identicon

Var bara að spá hvort það væri kannski ekki ritskoðun að segja upp megninu af fréttamönnunum á Ríkisútvarpinu ? hefði ekki mátt láta eitthvað af litlausum "popplandspeðum og kóngum" fara fyrst ?

Finnbogi

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:21

16 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já þú ert að misskilja. Stím er félag sem var komið á fót í þeim tilgangi að pumpa upp gegngi Glitnis og Fl Group og skyldum aðilum. Hluthafar áttu ekki að geta tapað neinu nema hlutafé sínu. Ef þú skoðar hluthafahópinn séru að Glitnir sjálfur á 35% hlut og hinir hluthafarnir getur þú bókað að hafi átt hagsmuna að gæta í þeim félögum sé Stím var látið kaupa í.

Veittu því athygli að einn af hluthöfum stíms er Gift (gjöfin) þetta er nákvæmlega sama aðferðin og ENRON notaði við að tjakka upp eigið virði og með því var hægt að láta allt líta vel út meðan stjórnendurnir dýfðu sér á kaf í sjálftökulaugina.

Sævar Finnbogason, 30.11.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband