Þorstein og Friðrik í bráðabirgðastjórn Samfykingar og íhalds!

Það þarf að fá Þorstein Pálsson og Friðrik Sophusson sem ráðherra í bráðabirgðastjórn Samfylkingar og íhalds. Það gæit bjargað því sem bjargað verður fram að kosningum í vor.

Ástæðan?

Sumir kunna að halda að það sé vegna þess að mér finnist jákvætt að þeir vilji aðildarviðræður að Evrópusambandinu og leggja niðurstöðu slíkra viðræðna í dóm þjóðarinnar. Játa að það skemmir ekki fyrir - en meginástæðan er sú að við þurfum í núverandi ástandi á vönduðum mönnum að halda sem ekki eru að stefna að eigin framtíð í stjórnmálum. Menn sem gera það sem þeir telja rétt að gera - án tillits til þess hvort það sé vinsælt eða ekki.

Þar sem Sjálfstæðismenn eru í ríkisstjórn - þá eru þessir menn best til þess fallnir!

Mæli með að þeir kalli til liðs við sig tvo Jóna Sigurðssyni - krata og framsóknarmann! Ég biðst forláts á að kynjahlutfallið er ekki alveg rétthugsunar kynjalega rétt - en bið um að það verði þá bara leiðrétt í ríkisstjórn sem tekur við!

 

eru ekki með


mbl.is Þjóðin fái að kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Verst að Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors eru ekki meðal vor lengur

Jón Ingi Cæsarsson, 29.11.2008 kl. 20:55

2 identicon

Og bara af því að þú ert þeim sammála ?

pffff.....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Ertu kominn svona vel í glas Hallur .

Vigfús Davíðsson, 29.11.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Er ekki rétt að Steingrímur J verði með þeim til að fram fari rökræður í stjórninni þeir fengju þá alltaf hitt sjónarmiðið það sem er á mót.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.11.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég vil fá Guðna í ríkisstjórn - nei hann hætti fyrirvaralaust og flaug í sólina þar sem hann var skammaður en hvað með Bjarna - nei hann varð að segja af sér þar sem hann kunni ekki á tölvu.

Óðinn Þórisson, 29.11.2008 kl. 23:00

6 identicon

Mehehe! Af hverju ekki Gunnar á Hlíðarenda og Flosa.

Svar: Jafndauðir og hinir.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er eðlilegast að mynda þjóðstjórn núverandi leiðtoga flokkanna á þingi sem stjórni þangað til hægt verði að boða til kosninga á komandi ári.

Héðinn Björnsson, 30.11.2008 kl. 14:19

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið ævisögu Steingríms Hermannssonar Hallur. Hún er nú ekki traustvekjandi sú lýsing sem stjórnmálamaðurinn Þorsteinn Pálsson fær þar.

Hvað hefur Friðrik Sophusson sér til ágætis? Ég veit það ekki, veit það einhver?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2008 kl. 16:44

9 identicon

Held að þessi færsla Halls framsóknarmanns hafi sannfært alla sem þetta lesa, að framsóknarmennska er geðveiki og það slæm geðveiki.

Óli Lokbrá (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband