Karamellufundur ríkisstjórnarinnar féll niður!!!

Vikulegur mótmælafundur á Austurvelli er á sínum stað. Hins vegar féll niður vikulegur karmellufundur ríkisstjórnarinnar í gær.

Enda ekki von.

Þjóðin sér í gegnum sjónhverfingarnar sem þar hafa verið viðhafðar. Það hefði þurft að fórna manni ef karamellufundur gærdagsins hefði verið haldinn.  En svo langt gengur ríkisstjórnin ekki. Það á enginn að bera ábyrgð.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur!

Ábyrgðin er svo þung að þau geta ekki staðið upp úr stólunum.

Ég ætla vona það Hallur þín vegna að þú hafir ekkert verið með puttana í þessu Gift máli.

Vopnafjarða og Djúpavogshreppir eru eitthvað illir útaf því. Vilja opinbera rannsókn, er það nú ekki bara frekja.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Hallur eins og staðan er í dag þá erum við komin upp með fullt af fólki sem er bara að hugsa um eiginn rass.  Þeir sem áttu allt eru að reyna að koma ránsfengnum undan. Stjórnmálaflokkarnir að halda í völdin, og það á við þá alla.  Skilpuleggjendur mótmælafunda sem langar í völd og auðvelda peninga.

Málið er það er enginn að hugsa um almenning í þeim skilningi að verið sé að hugsa um alla þjóðina.

Einar Þór Strand, 29.11.2008 kl. 10:33

3 identicon

Þetta er bara að verða fyndið hjá þér Hallur, það vita allir að framsókn er stærsti hlutinn af þessum sóðamálum og hvað með Gift þar er framsókn . Hvað segir þú um það ?? Eða ætlaru að þegja um það of óþægilegt kannski

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já Guðrún.  Mikið verður ríkisstjórnin einhvað syndlaus við þennan samanburð.  Ætla hér að setja inn frétt síðan í haust:

http://okkar.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/04/gift_hefur_tapad_11_milljordum_a_thessu_ari/

"Gift fjárfestingarfélag, sem varð til við slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga gt. um mitt síðasta ár, hefur það sem af er ári tapað tæplega 11 milljörðum króna á eignarhlutum sínum í Kaupþingi annars vegar og Existu hins vegar.

Um áramót átti Gift 5,4% hlut í Existu, þar af voru 3,5% skráð á nafni Ehf. Samvinnutrygginga. Þá var gengi félagsins 19,6 krónur á hlut, en nú hefur það lækkað um 64% og er 7,51%. Síðan hefur Gift selt einhvern hluta eignarinnar þar sem félagið er nú skráð fyrir 4,34% hlut í Existu. Miðað við þann hlut hefur Gift tapað 7,3 milljörðum króna frá áramótum.

Gift hefur einnig minnkað hlut sinn í Kaupþingi frá áramótum. Nú á félagið 2,58% hlut eftir að hafa selt 0,92 hlut með töluverðu tapi í maí. Miðað við núverandi eignarhlut og gengisþróun frá áramótum hefur félagið tapað 3,2 milljörðum á Kaupþingi og samanlagt 10,5 milljörðum þegar félögin eru lögð saman."

Það að félag tengt Samvinnuhreifingunni hafi tapað 21 milljarði á einu ári er smámunir í samanburði við það að Ísland skuli vera gjaldþrota.

Er skömmin svo sterk að bera ábyrgð á gjaldþroti þjóðarinnar, að ríkisstjórnin getur ekki vikið ?  Það skildi þá aldrei vera... 

Sigurður Jón Hreinsson, 29.11.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ekki veit ég hvar þið væruð í umræðunni ef ekki væri Gift!

Ekki ætla ég að mæla klúðrinu þar bót - en það eru reyndar smámunir miðað við önnur klúður að ég tala ekki um klúður núverandi ríkissstjórnar í nánast öllu er viðkemur efnahagsmálum og bankamálum frá degi eitt.!

Af hverju í ósköpunum er það merkilegra að Gift tapi á efnahagshruninu en að allir hinir tapi á efnahagshruninu? Væri það ekki merkilegt ef Gift hefði EKKI tapað á efnahagshruninu - meðan allir aðrir hrynja! Það væri frétt.

Einhver hefði getað kallað það hræsni.

Hallur Magnússon, 29.11.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Hallur Magnússon

... aðeins til viðbótar!

Samson, Milestone, Baugsveldið, Brim, Samherji, Árvakur Hafa þessir annars ágætu félög sem ég vel af handahófi staðið sig betur en Gift í efnahagshruninu?

Ef þið getið sýnt fram á það með rökum - þá skal ég ræða við ykkur um Gift.

Hallur Magnússon, 29.11.2008 kl. 13:18

7 identicon

Hallur!

Ekki ætla ég að mæla klúðrinu þar bót - Nei það áttu ekki að gera.En þú gast ekki hamið Þig.

Það vita allir að Gift er eitt stórt klúður ekki reyna að verja þetta. Þetta er gjörsamlega óverjanlegt.

Þetta er bara ráð sem ég vill gefa þér.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband