Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Kaupþingssigur og vonandi fyrirboði um að vextir á teknum íbúðalánum banka verði ekki 7,80% haustið 2009
4.3.2008 | 21:55
Það eru gleðileg tíðindi að Kaupþing hafi náð á svo myndarlegan hátt að fjármagna sig næstu mánuðina á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag bankans sagði til um! Enn einu sinni brjóta íslensku bankarnir neikvæða umræðu erlendis á bak aftur. Ég tek ofan fyrir drengjunum í Kaupþingi.
Vonandi verður þetta til þess að fjármögnunarvextir íslensku bankanna lækki það verulega að lántakendur íbúðalána þeirra muni ekki sæta óhóflegri hækkun íbúðalánavaxta við 5 ára endurskoðun á vöxtum haustið 2009 og mánuðina þar á eftir.
Reyndar skal því haldið til haga að vextir hækka ekki hjá Íbúðalánasjóði. Þeir sem tóku lán á 4,15% vöxtum munu halda þeirri vaxtaprósendu út lánstímann. Einnig skal haldið til haga að ekki eru öll íbúðalán bankanna með slíkum endurskoðunarákvæðum, en ljóst að bankarnir tapa verulegum fjármunum á þeim lánum sem ekki eru með endurskoðunarákvæði á meðan þeir geta ekki endurfjármagnað sig á lágum vöxtum.
Vextir verðtryggðra húsnæðislána bankanna sem veitt voru haustið 2004 og eru með fimm ára vaxtaendurskoðunar gætu hækkað úr 4,15% vöxtum í 7,80%, að mati Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Vonandi er nýjasta lántaka Kaupþings skref í þá átt að viðskiptavinir bankanna þurfi ekki að sæta slíkum ofurkjörum.
Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Styrkir Northern Rock Íbúðalánasjóð?
18.2.2008 | 08:55
Á undanförnum misserum hefur verið sett spurningamerki við ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs og því haldið fram að vegna ríkisábyrgðarinnar ætti sjóðurinn ekki að lána öllum almenningi íbúðalán á bestu kjörum. Vegna þessa hefur Eftirlitsstofnun EFTA verið að kanna starfsemi Íbúðalánasjóðs og bíða menn nú niðurstöðu stofnunarinnar.
Því skýtur það skökku við að ríkisstjórn Bretlands geti hreinlega þjóðnýtt Northern Rock bankann - sem er íbúðalánabanki! Þá hefur verið áberandi umræðan um óbeina ríkisábyrgð íslenska ríkisins á íslensku bönkunum - þar sem gengið hefur verið út frá því að ríkið muni koma bönkunum til hjálpar ef illa fer - eins og breska ríkisstjórnin er nú búin að veita Northern Rock beina ríkisábyrgð.
Hvers vegna er þá verið að þjarma að Íbúðalánasjóði?
Er ekki bara rétt að láta sjóðinn í friði og beita honum til að aðstoða almenning á Íslandi til að koma sér þaki yfir höfuðið á bestu möguleg kjörum - og með ríkisábyrgð?
Rök þeirra sem halda því fram að ríkisábyrgð til íbúðalána sé óheimil ættu að heyra í Gordon Brown og bresku ríkisstjórninni!
Northern Rock þjóðnýttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vaxtalækkun hjá Íbúðalánasjóði í farvatninu?
7.2.2008 | 15:43
Það kynni að vera vaxtalækkun í farvatninu hjá Íbúðalánasjóði í ljósi þess að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur lækkað um 25-105 punkta eftir flokkum í janúar. Ávöxtunarkrafa á 40 ára flokkum er 4,54% þegar þetta er skrifað - sem myndi þýða vaxtalækkun úr 5,5% í líklega 5,1% ef sjóðurinn færi í útboð og tæki tilboðum á þessum kjörum.
Vaxtalækkun hjá Íbúðalánasjóði nú væri kærkomin fyrir fasteignamarkaðinn sem hefur ekki einungis kólnað - heldur snöggfrosið - á undanförnum vikum.
Útlánaaukning Íbúðalánasjóðs í janúar er reyndar mjög eðlileg - því bankarnir hafa nánast dregið sig út af íbúðalánamarkaði - líkt og þeir gerðu árið 2006.
Útlán Íbúðalánasjóðs aukast um 6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.2.2008 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áfall fyrir Kaupthing!
30.1.2008 | 08:39
Það hlýtur að teljast áfall fyrir Kaupþing að neyðast til þess að falla frá yfirtöku Kaupþings á NIBC, enda hafa forsvarsmenn Kaupþings talið að samruninn hefði geta styrkt stöðu þeirra sem evrópsks banka verulega.
En í núverandi stöðu á fjármálamörkuðum virðist ljóst að það var lítið annað fyrir Kaupþing að gera.
Ef ég þekki forsvarsmenn Kaupþings rétt, þá munu þeir ekki láta þetta á sig fá, heldur pústa lítillega, horfa á innri vöxt Kaupþings um tíma eins og forstjórinn orðaði það og síðan halda áfram af fullum krafti í útrásinni við fyrsta tækifæri,
Það verður reyndar spennandi að sjá ársuppgjör bankans vegna árins 2007 á morgun. Væntanlega mun draga út hagnaði fyrirtækisins, þótt hagnaður Kaupþings verði væntanlega stjarnfræðilegur á vísu meðaljónsins á Íslandi, eins og hagnaður hinna stóru bankanna.
Hætt við yfirtöku á NIBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hrekjast íslensku bankarnir úr landi?
11.1.2008 | 20:20
Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Eflaust eru rök þeirra góð og gild. En spurningin er hvenær íslensku bankarnir hætta að vera íslenskir. Er kannske hætta á að þeir yfirgefi Ísland og íslensku krónuna í kjölfar þessarar andstöðu Seðlabankans?
Ég bara spyr.
Minni enn á hugmynd mína um að við tökum upp færeysku krónuna! Tökum upp færeysku krónuna!
Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íbúðalánasjóður hefur þegar fellt niður seðilgjöld sín!
7.1.2008 | 11:39
Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!
Frá og með 1.janúar 2008 felldi Íbúðalánasjóður niður sinn hluta seðilgjalds viðskiptavina sinna.
Eftir stendur að viðskiptavinir sjóðsins þurfa að greiða 75 kr. greiðslugjald sem rennur til banka og sparisjóða sem taka við afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs. Vonandi sjá bankar og sparisjóðir sér sóma í að fella niður þetta greiðslugjald - það er ekki í valdi Íbúðalánasjóðs.
Seðilgjald Íbúðalánasjóðs var áður alls 195 kr - sem var langtum lægra en almennt tíðkast með seðilgjöld - enda tók það einungis mið af sannanlegum útlögðum kosnaði - en var ekki aukatengjulind eins og seðilgjöldin eru víða. Nú mun þessi kostnaður verða greiddur af öðrum tekjum Íbúðalánasjóðs - sem eru lántökugjöld, hóflegt vaxtaálag á útlán og tekjur vegna fjárstýringar stjóðsins.
Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs geta nýtt sér þann umhverfisvæna möguleika að vera með pappírslaus viðskipti. Sótt er um rafrænan greiðsluseðil á heimasíðu Íbúðalánsjóðs www.ils.is .
Beina slóðin á slíka umsókn er hér.
PS. Ég bið lesendur bloggsins mína að hafa skilning á því að þótt ég sé hættur á Íbúðalánasjóði - þá dett ég stundum ennþá í gírinn fyrir hönd sjóðsins - enda var það hlutverk mitt í 8 ár!
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spesía komin á fullt!
2.1.2008 | 18:40
Spesía komin á fullt og Íbúðalánasjóður að baki. Fyrsti vinnudagurinn í eigin alhliða ráðgjafarfyrirtæki í dag. Fullt að gera - bæði verkefni fyrir aðra - sem jú gefa tekjurnar - og fyrir Spesíu sjálfa - sem verið er að ýta úr vör.
Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar nýtt fyrirtæki er sett á fót - og heilmikil vinna í gangi.
Er að undirbúa kynningu og leita nýrra verkefna.
Gaf mér þó tíma upp úr hádeginu að ganga í miðja Esjuna með fjölskyldunni - og fara síðan með hana í sund. Það er að segja fjölskylduna - ekki Esjuna!
Kallar á vinnu í kvöld í staðinn.
Logoið klárt eins og sjá má hér að neðan!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tökum upp færeysku krónuna!
29.12.2007 | 21:13
Krónan er ekki gjaldmiðill fyrir 21. öldina. Allavega ekki sú íslenska. Hef um nokkurt skeið lagt til að við tækjum upp færeysku krónuna ef menn vilja ekki nota orðið Evra. Færeyska krónan er beintengd dönsku krónunni sem er tengd evrunni en með hóflegum vikmörkum.
Nú hefur Egill Helgason tekið undir með mér ítrekað - síðast í bloggi sínu í dag.
Þegar við höfum tekið upp færeysku krónuna - þá getum við í alvöru farið að ræða um afnám verðtryggingar á Íslandi.
Kaupþing yfirgefur Færeyjar!
28.12.2007 | 12:18
Það kemur mér á óvart að Kaupþing skuli yfirgefa Færeyjar. Hélt að menn á þeim bæ vildu þekja Norður-Atlantshafið með blá lógóinu sínu.
En líklega hafa stjórnendur þar á bæ metið stöðuna svo að það borgaði sig ekki að standa í samkeppni við Eik og Færeyjabanka á svo litlum markaði sem Færeyjar eru. Eik styrkir sig væntanlega mjög með þessum kaupum.
Það skyldi þó ekki enda með því að Eik og Færeyjabanki haldi innreið´sína á íslenska markaðinn!!! Það væri skemmtilegt.
Kaupþing selur starfsemi sína í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síðasti dagurinn hjá Íbúðalánasjóði!
20.12.2007 | 10:35
Þá er að hefjast síðasti vinnudagurinn minn hjá Íbúðalánasjóði! Það er sérkennileg tilhugsun eftir 8 ára starf að kveðja samstarfsfólkið sem hefur staðið sig svo vel í þeim ólgusjó sem Íbúðalánasjóður hefur siglt gegnum á þessu tímabili.
Mér finnst ég geta horft stoltur yfir farinn veg hjá Íbúðalánasjóði - verkefnin verið fjölmörg og áskoranirnar margar. Sjóðurinn er sterkur og með sterka stöðu í hugum almennings eins og viðhorfskannanir hafa sýnt.
Það eru fjölmörg verkefni sem ég hef unnið að og koma upp í hugann - en líklega er undirbúningur og framkvæmd breytinganna á skuldabréfaútgáfu sjóðsins sumarið 2004 það verkefni sem upp úr stendur. Það var afar erfitt og spennandi og tókst vonum framar enda unnið með öflugu fólki hérlendis og erlendis. Reyndar gjörbreytti þessi breyting íslenskum skuldabréfamarkaði og opnaði erlendum fjárfestum loks greiða leið inn á þann markað.
Fleiri verkefni mætti tiltaka, eins og vefvæðingin sem fólst í Íbúðalán.is, landsmönnum öllum til hagsbóta.
Þá hafa verið dálítil slagsmál í fjölmiðlum!
En hvað um það - ég kveð Íbúðalánasjóð sáttur og stoltur.
Við samstarfsfólkið í sjóðnum vil ég segja: "Takk fyrir allt - þið eruð frábær!"
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)