Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Kraftur í Landsvirkjun og Landsvirkjun Power?
17.12.2007 | 14:39
Ég er dálítið ráðvilltur gagnvart hinu boðaða, nýja, íslenska ríkisfyrirtæki - Landsvirkjun Power - sem væntanlega mun hefja rekstur um áramót. Verður það Landsvirkjun Power sem sjá mun um virkjanaframkvæmdir við Þjórsá - ef túlkun Landsvirkjunar um að fyrirtækið hafi heimild til þess að ræða og semja við landeigendur um virkjun á grundvelli Títan samninganna stenst - og að ríkið muni veita þeim heimild til virkjunar?
Gerði ráð fyrir að geta lesið mér til um það á vefsíðu Landsvirkjunnar - en svo er ekki. Verð því að treysta þeim glefsum sem ég hef heyrt og séð í fjölmiðlum.
Svona vegna eðlislægrar forvitni - og sem áhugamaður um hegðun stjórnmálamanna - langar mig líka að vita ýmislegt fleira er snertir félagið og er ekki Landsvirkjunar að svara eins og td:
Er einhver eðlismunur á aðkomu ríkisins að Landsvirkjun Power og aðkomu eigenda Orkuveitu Reykjavíkur að Reykjavík Invest?
Er minni áhætta í að setja opinbert fé frá ríkisfyrirtæki í áhætturekstur erlendis en að setja opinbert fé úr fyrirtæki í eigu sveitarfélaga í áhætturekstur erlendis?
Væntanlega fæ ég svör við þessu og ýmsu öðru er varðar málið á næstu dögum!
Viðræðum við landeigendur við Þjórsá haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mikilvægt að takmarka innheimtukostnað!
14.12.2007 | 16:33
Ákvæði sem heimilar viðskiptaráðherra að takmarka í reglugerð hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar er mikilvæg neytendavernd. Það er með ólíkindum hvað innheimtukostnaður getur sumastaðar orðið hár á fyrstu stigum innheimtu, kostnaður sem virðist langt umfram það sem eðlilegt getur talist og gerir klárlega gott betur en að standa undir innheimtukostnaði.
Nú er ég ekki að mæla því mót að menn standi ekki í skilum - en tímabundin fjárhagsvandræði geta alltaf komið upp - td. vegna veikinda, atvinnuleysis eða jafnvel vegna óléttu!!!
Það gengur ekki að óhóflegur innheimtukostnaður verði til þess að koma mönnum á kaldan klaka - markmiðið hlýtur að vera að ná sanngjarnri lendingu fyrir skuldunauta jafnt sem lánadrottinn.
Heimilt að setja þak á innheimtukostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ATH! Opinber Íbúðalánasjóður í Bandaríkjunum!!!
11.12.2007 | 21:30
Í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið um "íbúðabanka ríkisins" vil ég gjarnan benda landsmönnum á annan af tveimur helstu OPINBERU ÍBÚÐALÁNASJÓÐUM í Bandaríkjunum! Andstæðingar hins íslenska, opinbera Íbúðalánasjóðs, hafa löngum haldið því fram að slíktur sjóður sé nánast séríslenskt fyrirbæri.
Ég hef ekki lengi haft nennu til þess að leiðrétta þennan misskilning um "sérstöðu" íslenska Íbúðalánasjóðsins með því að benda á hina bandarísku íbúðalánasjóði, Freddy Mac og Fanny Mae, sem reyndar geta sótt fé í alríkissjóð Bandaríkjanna ef illa gengur að afla lánsfjár, sem er meira en Íbúðalánasjóður getur gert gagnvart ríkissjóði Íslands.
Í fréttinni stendur: "Forstjóri Freddie Mac, bandarísks húsnæðislánasjóðs sem er að hluta til fjármagnaður með opinberu fé og er annar af tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins..."
Svo er nú það.
Annars ætla ég ekki að réttlæta það tap sem Freddy Mac stendur frammi fyrir - en það mun ekki hætta sjóðnum. Hann er að standa sína plikt sem samfélagslegur sjóður. Vegna þess hve sterkur hann er þá þolir Freddy Mac áföll sem þessi. Þess vegna getur hann lánað þeim sem eru í lægstu tekjuhópunum.
Hvað Ísland varðar þá get ég fullvissað fólk um að hinn íslenski Íbúðalánasjóður sem rekinn er sem sterkur, sjálfbær samfélagslegur sjóður, mun í fyrirsjáanlegri framtíð væntanlega ekki tapa útlánum í því mæli sem opinberu Íbúðalánasjóðirnir í Bandaríkjunum er að gera. Hins vegar er hann - á meðan hann getur lánað öllum hóflegt húsnæðislán - vel í stakk búinn að taka við slíkum áföllum í framtíðinni - ef atvinnuleysisvofann fer að gera vart við sig á ný eftir 16 ára dvala!
Útlit fyrir frekara tap hjá Freddie Mac | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gamalt vín á nýjum belgjum!
11.12.2007 | 12:18
Íslendingum hefur staðið til boða lán í erlendri mynt til íbúðakaupa hjá bönkum og sparisjóðum. Samkvæmt tölfræði Seðlabankans voru slík myntlán til íbúðakaupa um 25 milljarðar 1. október. Vextir slíkra lána á Íslandi hafa verið á því róli sem boðað er í hinum nýja Ingólfsbanka. Treysti gömlu íslensku bönkunum þó betur en Ingólfi þótt það sé jákvætt að fá erlendan banka inn á markaðinn.
Eðlilega eru slík lán ekki verðtryggð enda ekki veitt í örmynt eins og lán í íslenskum krónum. Hins vegar bera lántakendur alla gengisáhættu, þannig að afborgun af slíkum lánum getur sveiflast jafnvel um tugi prósenta frá mánuði til mánaðar. Tuttugu prósenta gengissig breytir 20 milljón króna láni í 24 milljónir auk þess sem afborgun hækkar 20%. Einhver myndi væla ef slíkt gerðist á svo snöggum tíma í hefðbundnum íbúðalánum í íslenskum krónum.
Íbúðalán á evrópskum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%!
4.12.2007 | 09:08
Úrvalsvísitala OMX lækkar um 0,6% ef FL Group lækkar um 10%! OMX lækkar um 3,6% ef Kaupþing lækkar um 10%! Úrvalsvísitala OMX lækkar um 6,6% ef bankarnir þrír lækka um 10%!
Á þetta bendir Jón Garðar Hreiðarsson á eyjubloggi sínu í dag þar sem hann fjallar um greiningardeildir bankanna og hættuna á hagsmunagæslu þeirra á markaði.
Jón Garðar segir m.a: "Er kannski kominn tími á stofnun greiningardeildar utan fjármálageirans og án allra hagsmuna við hann eða þróun hlutabréfamarkaðarins yfir höfuð ?"
Já Jón Garðar, það er löngu kominn tími á það!
Til að öllu sé til haga haldið þá er Jón Garðar ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika - þvert á móti - einungis að benda á þennan möguleika í stöðunni. Jón Garðar segir:
"...Af þessu sést að breyting á gengi fjármálafyrirtækja hefur afgerandi áhrif á þróun markaðarins til hækkunar eða lækkunar. Óháð og vönduð greining á fjármálafyrirtækjum og fjármálageiranum skiptir fjárfesta því verulega miklu máli, og í rauninni öll fyrirtæki, hvort sem þau eru á markaðnum eða ætla sér þangað í framtíðinni.
Nú er ég alls ekki að væna greiningardeildirnar um óheiðarleika en er skynsamlegt að öll gagnrýnin, greiningarnar og úttektirnar komi frá þessum sama geira, sem á svona mikið undir þróuninni á hverjum tíma?
Ég hvet ykkur að lesa blogg Jóns Garðars, "Greiningardeild utan bankanna."
FL Group lækkaði um 15 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging eða ESB - okkar er valið!
3.12.2007 | 13:08
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hittir naglan á höfuðið þegar hann segir: Verðtryggingin er á einhvern hátt fylgifiskur krónunnar sem örmyntar í landamæralausum fjármálaheimi. Þetta er kjarni málsins. Valið stendur á milli Evrópusambandsins og Evru annars vegar eða íslensku krónunnar og verðtryggingarinnar hins vegar.
Flestir sammála um að vilja sjá á bak verðtryggingunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)