Vaxtalækkun hjá Íbúðalánasjóði í farvatninu?

Það kynni að vera vaxtalækkun í farvatninu hjá Íbúðalánasjóði í ljósi þess að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur lækkað um 25-105 punkta eftir flokkum í janúar. Ávöxtunarkrafa á 40 ára flokkum er 4,54% þegar þetta er skrifað - sem myndi þýða vaxtalækkun úr 5,5% í  líklega 5,1% ef sjóðurinn færi í útboð og tæki tilboðum á þessum kjörum.

Vaxtalækkun hjá Íbúðalánasjóði nú væri kærkomin fyrir fasteignamarkaðinn sem hefur ekki einungis kólnað - heldur snöggfrosið - á undanförnum vikum.

Útlánaaukning Íbúðalánasjóðs í janúar er reyndar mjög eðlileg - því bankarnir hafa nánast dregið sig út af íbúðalánamarkaði - líkt og þeir gerðu árið 2006.


mbl.is Útlán Íbúðalánasjóðs aukast um 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband