Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samvinna er það sem við þurfum

Samvinna er það sem við þurfum til að ná okkur út úr kreppunni. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða að vinna saman að lausn mála. Þar þarf ríkisstjórnin að breyta kúrs og standa við stóru orðin um samvinnu og samráð. Þar þarf stjórnarandstaðan að taka við útréttri hönd ríkisstjórnarinnar ef hún verður rétt út og vinna með af heilindum.

Þetta er hægt. Það sýnir samvinnan í borgarstjórn Reykjavíkur á undanförnum mánuðum.+

Samvinna aðilja vinnumarkaðarins í erfiðu verkefni er til fyrirmyndar.

Þetta er hægt. En samvinna er það sem við þurfum.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýgur Jóhanna ítrekað að þjóðinni?

Ætli fullyrðing Jónasar Kristjánssonar „Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur“ sé rétt?

Eftirfarandi bloggfærsla Jónasar um þetta er að finna á www.jonas.is:

„Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur, að 75%-95% fáist upp í skuld þjóðarinnar vegna IceSave. Hefur ekkert fyrir sér í því. Alls ekkert. Það er bara ein af venjulegum fullyrðingum hennar út í loftið. Eins og fullyrðingin um, að hin og þessi mál „verði skoðuð“.

Ekkert hefur verið reynt að skýra, hvernig meintar eignir IceSave skiptist. Ekki orð um endurheimtulíkurnar í hverjum útlánaflokki. Og ekki orð um, á hvaða rökum þær séu reistar. Jóhanna vill bara, að fullyrðingum sínum sé trúað. Eftir það sem áður var heyrt í innantómum fullyrðingum hennar, er ótrúlegt, að fólk vilji trúa henni núna.“

Slæmt ef rétt er.

Vonandi er þetta þó misskilningur hjá Jónasi - en innantóm vilyrði Jóhönnu um "opna umræða" og "allt upp á borðinu" eru ekki traustvekjandi.


Junta Jóhönnu og Steingríms

Vinnubrögð júntu Jóhönnu og Steingríms í IceSave "samkomulaginu" er ekki til fyrirmyndar. Ljóst að "opin umræða" og "allt upp á borðinu" hefur sama gildi hjá júntunni og hugtakið "alþýðulýðveldi" og "alræði öreiganna" höfðu í kommúnistaríkjunum hér áður fyrr. Semsagt blekking og innantómorð.

Vonandi verða vinnubrögðin önnur þegar gengið verður til aðildarviðræðna við ESB.


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ekki einfær um að stjórna aðildarviðræðum að ESB

Okurvextir í IceSave samkomulaginu og sú staðreynd að íslenska ríkið gerir upp á milli kröfuhafa gömlu bankanna undirstrikar nauðsyn þess að það verði ekki Samfylkingin og VG sem sjái um aðildarviðræður við Evrópusambandið ein og sér, heldur komi allir flokkar að aðildarviðræðunum með skýr skilyrði í farteskinu.

Eftirfarandi atriði ættu að liggja til grundvallar aðildarviðræðunum:

  • Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
    aðildarsamnings.
  • Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
  • Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
  • Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
  • Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
  • Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
  • Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
  • Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

 


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur beygður "á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"

Það er grátlegt að sjá til Steingríms J. þessa dagana. Ekki aðeins að hann skreyti dálítið í þinginu þegar hann sagði að það væru einungis könnunarviðræður í gangi vegna Iceasave - heldur ætlaðist hann af mikilli hörku til forystuhollustu af Lilju Mósesdóttur þegar hún ákvað að fara að sannfæringu sinni við atkvæðagreiðslu um hækkun áfengis- og bifreiðagjalda sem aukið hafa skuldsetningu heimila og fyrirtækja um marga milljarða.

Þá hefur Steingrímur J. beygður "á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála" svo notuð séu hans eigin orð.

Reyndar ætla ég ekki að halda því fram að Icesave-samkomulagið sé alslæmt. Þvert á móti. En það er hins vegar grátbroslegt að sjá Steingrím enn og aftur að ganga þvert á fyrri yfirlýsingar sínar eftir að hann komst sjálfur í stjórn.

Í grein sem hann ritaði um Icesave málið 24. janúar og bar heitið "Sorgarsaga Icesave málsins" er meðal annars að finna þessa gullmola:

"...Þó má segja að enn sé örlítil vonarglæta eftir í málinu enn því á Tryggingarsjóður innstæðueigenda eftir að taka við skuldunum og tryggingarupphæðirnar eru því formlega séð enn á ábyrgð viðkomandi ríkja...

... Í ljósi þessa er mesta örlagastund í Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá er verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hefur ekki dug í sér að standa gegn."

Ég sé ekki betur en að Steingrímur hafi ekki haft dug í sér að standa gegn pólitískum þvingunarskilmálum í Icesave deilunni - eins og hann orðaði það svo smekklega sjálfur.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gult spjaldið komið á Kjalarnesi - bíðum ekki eftir því rauða!

Við fengum gula spjaldið vegna ófyrirgefanlegs slóðaskapar við að bæta umferðaöryggi á Kjalarnesi í vikunni þegar sex ára drengur var hætt kominn þegar hann hljóp yfir Vesturlandsveg fyrir ofan Klébergsskóla.

Við megum ekki bíða eftir rauðaspjaldinu!

Barátta Kjalnesinga fyrir umbótum hefur staðið um langt skeið - en lítið á þá hlustað.

Ég hef ítrekað bent á nauðsyn vegabóta á bloggi mínu.

Nú þaf að hætta að tala - og hefja framkvæmdir. Strax - áður en rauða spjaldið fer á loft!


mbl.is Þolinmæði Kjalnesinga á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanmáttur ríkisstjórnarinnar heldur vöxtum háum

Vanmáttur ríkisstjórnarinnar heldur vöxtum háum. Það er allavega skýring Seðlabankans sem segir ekki unnt að lækka vexti meira fyrr en raunhæf efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. Það er hætt við að sú bið verði löng.

Reyndar er með ólíkindum ósjálfstæði Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en það er annað mál.


mbl.is Byrjað að afnema höft á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn tekur upp pólitíska möntru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Það kom í ljós á morgun það sem ég óttaðist að Seðlabanki Íslands er ekki sjálfstæður og hefur ekki hag íslenskra fyrirtækja og heimila að leiðarljósi heldur er bankinn viljalaust verkfæri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem rekur pólitíska stefnu sína eins og möntru án tillits til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig.

Það er vert að rifja upp möntru Alþjóðasjóðsins sem ég rifjaði upp í pistli mínum Seðlabankinn og pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í gær - en pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi er hávaxtastefna sem engu skilar nú frekar en hjá Seðlabankanum áður - hávaxtastefna sem er að ganga endanlega frá íslensku atvinnulífi og íslenskum fjölskyldum dauðum.

Núverandi forysta Seðlabankans fær falleinkunn - eins og forysta gamla Seðlabankans.

Sem betur fer verður bráðum skipt um í brúnni - þar sem ég vænti að Jóhanna hafi í huga jafnréttisstefnu ríkisstórnarinnar og ráði konu í aðstoðarseðlabankastjóraembættið - þar sem einsýnt virðist að aðalbankastjórinn verði karl.

Það eru hæfar konur sem sóttu um!


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt skref í baráttunni gegn kreppunni

Auknar opinberar framkvæmdir á tímum kreppunar er eitt helsta velferðarmál sem unnt er að hugsa sér. Slíkar framkvæmdir eru bráðnauðsynlegar til að reisa við atvinnulífið og hleypa blóði í efnahagslífið.  Reykjavíkurborg er þegar búin að taka mikilvægt skref í þessa átt með lántökum hjá lífeyrissjóðunum og mun tryggja hundruð starfa á næstu mánuðum vegna ýmissa verklegra framkvæmda í borginni.

Það er gleðilegt að heyra að ríkisstjórnin er að ranka við sér og hyggst taka höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins og leita til lífeyrissjóðanna um lán til framkvæmda.

Ríkisstjórninni er því ekki alls varnaðar.


mbl.is Lífeyrir styrki forða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

75% heimila með helming ráðstöfunartekna í húsnæðis og bílalán?

Það er erfitt að sannreyna staðhæfingar forsætisráðherra um stöðu heimilanna fyrr en staðreyndirnar liggja á borðinu en úr ummælum hennar má túlka að hjá 75 % heimila fari 50% eða meira af ráðstöfunartekjum í afborganir af húsnæðis og bílalánum.

Er það betri staða en áætlað var?

Ekki gleyma því að á tímum Jóhönnu sem félagsmálaráðherra fyrir tuttuguogfimmárum miðaðist greiðslumat við að greiðslubyrði af húsbréfalánum væri ekki hærri en 18% af tekjum!!!

Mér skilst að miðað sé við ráðtöfunartekjur fyrir rúmu ári síðan - sem þýðir að ástandið er miklu mun verra - en það kemur í ljós þegar öll gögn eru komin upp á borðið.

Ef þetta er rétt þá er skuldavandinn eins skelfilegur - jafnvel skelfilegri - en menn hafa viljað láta í veðri vaka?

Þá er alveg ljóst að fullyrðingar Jóhönnu um "kostnað" ríkisins vegna niðurfærsluleiðarinnar stenst ekki - enda ekki um rauvnerulegan kostnað ríkisins að ræða.

Spennandi að fylgjast með þegar raunverulegar tölur og upplýsingar koma upp á yfirborðið - ekki einungis létt matreiðsla umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra "a la Jóhanna" á þeim gögnum sem fyrir liggja.


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband