Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Velur Samfylking ótvíræða ákveðni eða kattarþvott?
10.6.2009 | 21:16
Tengsl Samfylkingar við ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna er þekkt. Nú reynir á hvort Samfylkingin í ríkisstjórn fer eftir ráðleggingum Evu Joly og gerir það sem þarf til þess að koma lögum yfir þá sem mögulega brutu lög og komu okkur á kaldan klaka - eða hvort um verður að ræða hálfkák og kattarþvottur.
Já, það verður spennandi hvernig Samfylkingin og ríkisstjórnin spilar úr stöðunni.
En hvernig sem það verður - þá er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir því að Valtýr Sigurðsson er vandaður maður sem gegnt hefur stöðu sinni með ágætum - en að hann er náttúrlega bullandi vanhæfur vegna fjölskyldutengsla. Það er ekki hans sök!
Björn verður ríkissaksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölskyldur og fyrirtæki bera byrðarnar - ekki nýju bankarnir
10.6.2009 | 11:06
Það verða ekki nýju bankarnir sem munu bera byrðarnar vegna hækkunar á greiðslum til Tryggingasjóðs innstæðueigenda til að gera sjóðinn betur í stakk búinn að mæta greiðslum vegna IceSave reikninganna sem ríkisstjórninn vill undirgangast.
Það eru heimilin og atvinnulífið sem munu bera byrðarnar í hærri vaxtamun og auknum gjöldum.
Bankarnir munu sjá um sig.
Nýju bankarnir bera byrðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Katrín kjörkuð og ábyrg í málefnum LÍN á erfiðum tímum
9.6.2009 | 23:14
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sýnir kjark og tekur ábyrga afstöðu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna á erfiðum tímum. Það er því miður ekkert svigrúm til að lækka grunnframfærslu sjóðsins.
Þá er hugmynd hennar um mögulegar tilfærslur úr atvinnuleysistryggingarsjóði yfir til LÍN afar áhugaverðar - því fátt er betri fjárfesting á krepputímum en menntun.
Það má einnig velta því upp hvort fólk sem verður atvinnulaust geti ekki haldið atvinnuleysisbótum fyrstu önnina í námi og fari síðan á námslán. Það ýtir undir virkni hinna atvinnulausu og gefur þeim kost á að fjárfesta í sjálfum sér á meðan atvinnuástandið er eins slæmt og raun ber vitni.
Þá verður Lánasjóðurinn að breyta reglum sínum á þann veg að fólk sem verið hefur í góðum tekjum - en missir vinnuna - hafi tök á því að hefja nám og að námslán skerðist ekki vegna fyrrum góðra tekna.
Ég hef trú á að Katrín lendi þessum málum á eins farsælan veg og unnt er - en minni á að lykillinn að góðum lausnum í erfiðu ástandi er þverpólitísk samvinna.
Ekkert svigrúm til hækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsókn á einungis tvo kosti í Kópavogi
9.6.2009 | 19:09
Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavoku verður að víkja í kjölfar áfellisdóms Delooitte um óeðlileg viðskipti Kópavogsbæjar við bæjarstjóradótturina.
Fyrir Framsóknarmenn eru tveir kostir í stöðunni. Krefjast afsagnar Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra og halda áfram samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar afsagnar bæjarstjórans eða að slíta samstarfinu.
Flóknara er það ekki!
Gunnar segir lög ekki brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirsjá af Þorsteini Pálssyni af Fréttablaðinu
9.6.2009 | 10:11
Það er eftirsjá af Þorsteini Pálssyni sem ritsjóri Fréttablaðsins. Þorsteinn hefur gegnum tíðina ritað fjölmarga góða og og ég vil segja merka leiðara í blaðið. Leiðara sem hafa haft jákvæð áhrif á þjóðfélagsumræðuna.
Það er því gleðiefni að Þorsteinn muni áfram skrifa greinar um stjórnmál og þjóðfélagsmál í Fréttablaðið og á fréttavefinn Vísi.
Ég þess fullviss að metnaður Þorsteins um að reka vandað og trúverðugt blað hafi skipt miklu máli fyrir Fréttablaðið. Af gefnu tilefni óttast ég að það gæti myndast pólitísk slagsíða á Fréttablaðinu í kjölfarið - en vona að ristjórinn sem eftir situr hafi metnað til þess að svo verði ekki.
Reyndar má Jón Kaldal ritstjóri eiga það að hann hefur einnig mikinn faglegan metnað. Spurningin er bara hvort hann hafi stjórn á pólitískum blaðamönnum sínum.
Þorsteinn hættir sem ritstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gufusnakkið komið í efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins
9.6.2009 | 00:43
Maður verður alltaf dálítið súr þegar hugmyndir sem við félagarnir í gufuklúbbnum höfum talað um í margar vikur eða mánuði í gufunni dúkka upp annars staðar - áður en við komum þeim á framfæri sjálfir.
En auðvitað eigum við bara að vera ánægðir - það hlýtur að vera vit í því sem við höfum verið að ræða ef öflugir stjórnmálaflokkar eru okkur sammála!
Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú fram tillögu sem við höfum verið að velta fyrir okkur í gufunni frá því í nóvember. Það er að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur við inngreiðslu í lífeyrissjóði en ekki við útgreiðslu eins og nú er.
Slíkt skapar ríkissjóði tugmilljarða tekjur nú þegar við þurfum svo sárlega á þeim að halda.
Sjálfstæðisflokkurinn orðar þetta svona:
"Þá verði skoðað í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að gera kerfisbreytingu á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna til að afla ríkissjóði frekari tekna. Þannig verði inngreiðslur í lífeyrissjóð skattlagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þessi aðgerð gæti aflað ríkissjóði allt að 40 milljarða króna viðbótartekna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftirlaunaþega."
Þótt hugmyndin sé góð þá eru ákveðnir meinbugir á henni. Í fyrsta lagi minnkar ávöxtun lífeyrissjóðanna sem nemur ávöxtun á fjárhæð skattsins af inngreiðslunni og í annan stað þá nýtist ekki skattafrádráttur fólks við útgreiðslu lífeyrisins.
Það fyrra er erfitt að leysa. Það síðara er einfaldara að leysa.
Góð tillaga í stöðunni eins og hún er í dag.
Reyndar væri besta að innheimta skattgreiðslur af því sem þegar er í sjóðunum strax!
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin feti í fótspor Framsóknarmannsins Obama
8.6.2009 | 18:56
"Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist eiga von á því að geta búið til eða verndað um 600.000 störf næstu 100 daga með því að hraða 10 stórum framkvæmdum og verkefnum." segir í frétt Morgunblaðsins.
Aðiljar vinnumarkaðarins eru einmitt að leggja fram sambærilegar tillögur hér á Íslandi. Ríkisstjórnin á að verða við tillögum atvinnulífsins og taka Obama sér til fyrirmyndar í atvinnuuppbyggingu til að berjast gegn atvinnuleysinu.
Reykjavíkurborg hefur þegar tekið slíkt mikilvægt skref.
Obama ætlar að skapa eða vernda um 600.000 störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonin felst í aðiljum vinnumarkaðarins og samvinnu í stað sundrungar
8.6.2009 | 17:36
Vonin felst í aðiljum vinnumarkaðarins sem virðast þeir einu sem hafa döngun til þess að takast á við efnahagsástandið með samvinnu atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Nú ríður á að ríkisstjórnin leggi sitt lóð á vogarskálarnar og tryggi atvinnuskapandi aðgerðir til að efnahagslífið stöðvist ekki alveg.
Það eru jákvæðar fréttir að ríkisstjórnin skuli hafa kallað stjórnarandstöðuna að því erfiða verkefni að skera niður í ríkisrekstri því samvinna ríkistjórnar, stjórnarandstöðu, atvinnulífsins og annarra hagsmunasamtaka er nauðsynleg til þess að vinna okkur út úr vandanum.
Ríkisstjórnin hefur því loksins lært af vinnubrögðum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn sem leituðu til minnihlutans í borgarstjórn um það erfiða verkefni að draga úr útgjöldum borgarinnar vegna efnahagsástandið.
Það er vonandi að stjórnarandstaðan læri af vinnubrögðum VG og Samfylkingar um að taka þátt í slíkri samvinnu.
Við erum búin að sjá árangur þessarar samvinnu meirihluta og minnihluta í borgarstjórn. Við viljum sjá sambærilegan árangur í landsstjórninni.
Þegar eðlileg átök um IceSave samninginn er að baki - þá verða allir að leggjast á eitt og vinna saman. Svo einfalt er málið.
Tillögur tilbúnar um atvinnumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
IceSave "lausn" ríkisstjórnarinnar IceSave aðferð Landsbankans?
8.6.2009 | 16:03
Er IceSave "lausn" ríkisstjórnarinnar endurtekning á IceSave aðferð Landsbankans?
Ég hafði reyndar ekki pælt í því - fyrst og fremst haft efasemdir um háa vexti og því að Íslendingar afsöluðu sér rétt til gerðardóms - fyrst menn vildu á annað borð ganga frá málinu á þeim nótum sem ríkisstjórnin gerði - þvert á digurbarkalegar yfirlýsingar Steingríms J.
En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir á það í pistli sínum á Eyjunni að ríkið fer í samninga um IceSave á sömu forsendum og Landsbankinn fór í IceSave verkefnið!!!
Athylgisverð nálgun eins og sjá má:
"Stóra kaldhæðni þessa máls er sú að með Icesave-samningnum ætlar íslenska ríkið að gera nákvæmlega það sama og Landsbankinn gerði með stofnun Icesave-reikninganna.
Reikningarnir voru stofnaðir sem viðbrögð Landsbankans við fjármögnunarvanda. Menn vildu fresta vandanum í von um að ástandið mundi lagast og bankinn geta staðið undir skuldbindingum sínum í framtíðinni, þrátt fyrir háa vexti. Bankinn tók því á sig gríðarlega miklar nýjar skuldbindingar og stofnaði þannig til óforsvaranlegrar áhættu fyrir innistæðueigendur (en þó í þeirri trú að ástandið mundi lagast og eignir bankans hækka nóg í verði til að geta staðið undir skuldbindingunni). Það gerðist ekki og vandinn varð fyrir vikið margfalt meiri heldur en hann hefði verið ef örþrifaráðið hefði ekki verið reynt.
Nú ætlar íslenska ríkið að endurtaka leikinn og skuldsetja sig verulega nema hvað í stað innistæðueigenda er verið að skuldsetja alla Íslendinga og setja efnahagslega framtíð þjóðarinnar í hættu."
Greinin í heild er hér http://sigmundurdavid.eyjan.is/
Skriflegt samkomulag í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Friðjón og bláu appelsínurnar til varnar Framsókn!
8.6.2009 | 09:54
Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sérstaklega í uppáhaldið hjá hinum skelegga Eyjubloggara Friðjóni R. Friðjónssyni sem bloggar undir heitinu Friðjón og bláu appelsínurnar. Hann getur reyndar verið afar naskur á snögga bletti Framsóknar!
Ýmsir hafa reynt að klína IceSave klúðrinu á Framsóknarflokkinn - eins ósanngjarnt og það nú er. Friðjón kemur Framsókn til varnar í bloggi sínu í dag - sem ég ætla að taka mér bessaleyfi að birta í heild sinni - en slóðin á blogg Friðjóns er www.fridjon.eyjan.is/
"Framsókn til varnar
Hinir og þessir á blogginu keppast við að kenna Framsóknarflokknum um IceSave fíaskóið. Það er ekki fyllilega sanngjarnt.
Það er rétt að þegar fyrstu Icesave reikningarnir voru stofnaðir, síðla hausts 2006, sat Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í viðskiptaráðuneytinu.
Þannig að fyrstu 7 mánuðina bar Framsókn ábyrgð, þá var lítið sem benti til þess að þessir reikningar gætu valdið þeim skaða sem þeir gerðu.
Þar fyrir utan var kosningavetur og óhjákvæmilega var athygli formanns flokksins tvískipt, fyrst að ráðuneytinu en ekki síður að kosningabaráttunni.
Það vita allir, sem starfað hafa í stjórnarráðinu að síðasta hálfa árið fyrir kosningar eru ráðuneytin á nokkurskonar sjálfstýringu því athygli ráðherranna er ekki óskipt.
Þann 24. maí 2007 tók Samfylkingin og Björgvin G. Sigurðsson við bankamálaráðuneytinu. Næstu 17 mánuði voru Icesave-reikningarnir því á ábyrgð Samfylkingarinnar.
Á meðan gerðist það að:
- Icesave reikningarnir stækkuðu og urðu að skrímslum á vakt Björgvins.
- Icesave reikningar í Hollandi voru stofnsettir á vakt Björgvins.
- Kaupthing opnaði sína Edge reikninga haustið 2007 á vakt Björgvins.
- Spilaborgin hrundi á vakt Björgvins.
Björgvin G. Sigurðsson ber ekki einn ábyrgð, því fer fjarri.
En að láta sem Framsóknarflokkurinn hafi hugsað upp Icesave reikningana og þvingað saklausa sparifjáreigendur til að leggja peningana sína inn á þessa hávaxta áhættureikninga, það er ósanngirni og ósannindi.
Framsóknarflokkurinn hefur skipt út sínum forystumönnum. Jón, Guðni, Valgerður, Jónína eru öll hætt í stjórnmálum.
Björgvin G. Sigurðsson heldur áfram ótrauður og leiðir Samfylkinguna á þingi.
Hvor flokkurinn hefur axlað ábyrgð?
Hvor flokkurinn kemur heiðarlegar fram?
PS.
Andstaða mín við greiðslu Icesave hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórnarráðinu eins og sjá má á þessari færslu Geðveiki!"
Margir skrá sig gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)