Velur Samfylking ótvíræða ákveðni eða kattarþvott?

Tengsl Samfylkingar við ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna er þekkt. Nú reynir á hvort Samfylkingin í ríkisstjórn fer eftir ráðleggingum Evu Joly og gerir það sem þarf til þess að koma lögum yfir þá sem mögulega brutu lög og komu okkur á kaldan klaka - eða hvort um verður að ræða hálfkák og kattarþvottur.

Já, það verður spennandi hvernig Samfylkingin og ríkisstjórnin spilar úr stöðunni.

En hvernig sem það verður - þá er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir því að Valtýr Sigurðsson er vandaður maður sem gegnt hefur stöðu sinni með ágætum - en að hann er náttúrlega bullandi vanhæfur vegna fjölskyldutengsla. Það er ekki hans sök!

 


mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Valtýr lýsti sjálfur yfir vanhæfi sínu fyrir löngu síðan..

Óskar Þorkelsson, 10.6.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: DanTh

Ég held Joly vilji bara vera laus við allan vafa um að hvorki Valtýr né nokkrir þeir áhrifamenn sem bera sök í þessu máli séu að toga í strengi á bakvið tjöldin í krafti valds sýns.

Það er klárlega búið að vera eitthvað slíkt í gangi miðað við atgangin í kringum Sigríði Benediktsdóttur hagfræðing.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/10/enginn_personulegur_hagur_af_akvedinni_nidurstodu/

DanTh, 10.6.2009 kl. 21:57

3 identicon

,,Tengsl Samfylkingar við ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna er þekkt."

Það er með ykkur framsóknarmennina.  Þið ætlið seint að geta sýnt eitthvað nýtt og ferskt eins og þið lofuðuð fyrir kosningar !

Þú býður bara sama sandkassaleikinn !

Hverjir skiptu bönkunum á milli sín ?

Framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn !

Eina sem þessi ríkistjórn getur gert er að senda núverandi dómsmálaráðherra í fyrra starf !   Hún er vanhæf að taka ákvarðanir vegna tengsla við handónýtt opinbert embættismannakerfi  !  Hún getur ekki gert það sem Eva Joly er búin að leggja fyrir !

JR (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekki nóg að vera vandaður ef þú ert inn vinklaður.

hilmar jónsson, 10.6.2009 kl. 22:43

5 identicon

Ég tek undir með JR hér að ofan. Það er ábyggilega rétt hjá þér, Hallur, að Samfylkingin sé tengd ákveðnum útrásarvíkingum og forkólfum í gömlu bönkunum. Þó alveg sérstaklega einum þeirra.

En heyrðu! Telur þú að Framsókn sé laus við slíkt? Einn fyrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og síðar bankaeigandi hefur reynst einhver öflugasta ryksuga (krónan hver og ein er á við rykkorn, skilurðu?) sem sést hefur hér á landi. Er ekki alveg óþarfi að þegja yfir slíku þegar Samfylkingin er ávítuð réttilega?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Hallur Magnússon

JR og sleggjudómarinn!

Mikið voruð þið nú fyrirsjáanlegir! Þið getið - eðli málsins vegna - ekki hrakið : 

Tengsl Samfylkingar við ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna er þekkt.

Farið þess vegna að tala um tengsl Framsókanr við aðra forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinga!

Það breytir ekki staðeyndinni:

Tengsl Samfylkingar við ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna er þekkt.

En komm on!

Hafið þið ekki fattað að Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið í ríkisstjórn síðan fyrri part árs 2007?

Flokkurinn getur því ekki verið sakaður um að halda hlífiskildi yfir einum eða neinum í dag.

En það getur Samfylkingin gert í ríkisstjórn fyrir ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna sem hafa óumdeilanlega tengst Samfylkingunni.

Prófsteinn Samfylkingarinnar er því núna - ætlar hún að halda hlífiskyldi yfir ákveðnum forkólfum gömlu bankanna og útrásarvíkinga sem hafa óumdeilanlega tengst Samfylkingunni eða ætlar hún ekki að gera það!

Framsóknarflokkurinn kemur ekki að því máli!

Hallur Magnússon, 11.6.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Hallur Magnússon

hlífiskuildi vildi ég sagt hafa!

Hallur Magnússon, 11.6.2009 kl. 01:10

8 Smámynd: Hallur Magnússon

...skildi

Hallur Magnússon, 11.6.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband