Junta Jóhönnu og Steingríms

Vinnubrögð júntu Jóhönnu og Steingríms í IceSave "samkomulaginu" er ekki til fyrirmyndar. Ljóst að "opin umræða" og "allt upp á borðinu" hefur sama gildi hjá júntunni og hugtakið "alþýðulýðveldi" og "alræði öreiganna" höfðu í kommúnistaríkjunum hér áður fyrr. Semsagt blekking og innantómorð.

Vonandi verða vinnubrögðin önnur þegar gengið verður til aðildarviðræðna við ESB.


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Grátbroslegt þegar framsóknarmaður, eftir að Framsóknarflokkurinn hefur undanfarin 16 ár setið í stjórn með Sjálfstæðisflokk og stofnað til þessara vandræða, skuli leyfa sér að hrópa "blekkingar og svik"

Hafið vit á að halda ykkur til hlés og skammast ykkar. Þú hlýtur að halda að almenningur séu fífl.

hilmar jónsson, 6.6.2009 kl. 12:39

2 identicon

Hallur sárindi þín vegna þess að þið vildarvinir Ólafs og Finns eru ekki við stjórn eru gríðarleg.Bankasölunna 2002 upp á borð takk jafnt og Icesave samninginn.

sæi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:02

3 identicon

Hallur þú mátt greinilega ekki hafa skoðun á þessu máli vegna þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bættu lífskjör meira á í sinni valdatíð en nokkur önnur ríkistjórn í sögu landsins. Einhvern veginn gleyma menn því að heimskreppan er ekki þessum flokkum að kenna og allir flokkar og þá sérstaklega xS voru hlynt EES og allir þingmenn allra flokka nema Pétur Blöndal samþykktu viðskiptalög ESB í gegnum ESB en þau gerðu bönkum landsins kleyft að stofna reikninga út um allt.

Þegar öllu er á botni hvolft þá snýst þetta bara um inngöngumiða í ESB.

Landið (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Hilmar.

Þú ert semsagt að segja að Framsóknarmenn megi ekki gagnrýna hrapaleg mistök Samfylkingar á undanförnum misserum - blekkingar Samfylkingarinnar og umsnúning VG - af því að Framsóknarflokkurinn var einu sinni í ríkisstjórn?

Þetta hugarfar þitt er einmitt hefðbundið hugarfar júnta gegnum tíðina. Er reyndar í anda stjórnvalda í gömlu kommúnistaríkjunum einnig.

Þú hlýtur að halda að almenningur séu fífl

Hallur Magnússon, 6.6.2009 kl. 14:36

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú jú Hallur, en farið varlega með orð eins og: blekkingar og svik, þau orð fara ykkur engann vegin vel í munni.

hilmar jónsson, 6.6.2009 kl. 14:42

6 identicon

Í ráðstjórnaríkjunum var líka ekki rætt um erfið tímabil og þau þurkuð út ú sögubókum.Framsókn ber ábyrgð á þessu hruni líkt og þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið við völd síðustu 15-20 árin Sjálfstæðis Framsókn Samfylkinginn og Alþýðuflokkurinn.

sæi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:14

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Landráðamenn

Það er gott að halda til haga hverjir eru það voru  sem seldu íslenska þjóð í ánauð. Það var Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sem í skjóli nætur undirritaði samninga um Icesave en hann gerði það í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar sem beitir núna ennþá verri vinnubrögðum en sú óhæfa sem hraktist frá völdum.  Sitjandi ríkisstjórn er óhæf í öðru veldi. 

Hér eru myndir af fólkinu:

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherraJóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherraSteingrímur J. SigfússonSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson,

utanríkisráðherra

Ögmundur JónassonÖgmundur Jónasson,

heilbrigðisráðherra

Kristján L. Möller

Kristján L. Möller,
samgönguráðherra


Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir,
menntamálaráðherra

Ragna Árnadóttir

Ragna Árnadóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra

Gylfi Magnússon

Gylfi Magnússon,
viðskiptaráðherra

Katrín Júlíusdóttir

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra

Jón Bjarnason

Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Árni Páll Árnason

Árni Páll Árnason,
félags- og tryggingamálaráðherra

Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra

mbl.isIcesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook

« Síðasta færsla

Athugasemdir

Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
addInitCallback(commentWatch.init);
1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég fæ velgju við að líta þessa hryggleysingja augum. Þeim verður aldrei fyrirgefið. Aldrei. Þeir hafa svikið þjóð sína á ögurstundu og logið sig í traust.  Þau eru að vonum ánægð með sig, enda verða það ekki þau, sem þurfa að kljást við þessa ákvörðun að sjö árum liðnum og 400 milljörðum til viðbótar.

Það er ekki prenthæft annað sem ég vildi og hugsa þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessir landráðamenn, hafa svikið okkur illa. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 16:09






  Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem máli skiptir er að við fáum væntanlega að borga um 220 milljónir dag næstu fimmtán ár, eða nálægt hálfum milljarði á dag, þegar við byrjaum að borga, ef þetta er framreiknað. Skiptir ekki skítsmáli nú hver ber sök í upphafi, hana má rekja endalust. Þetta fólk fullnaði glæpinn, en hefði getað bjargað okkur út úr súpunni.  Fyrir það má hengja það í hæsta gálga og alla hina líka að sjálfsögðu.

Viðbrögðin hér eru eins og í sandkassaleik.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 17:37

 
  Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Vil taka fram að það var nú bara auðvelt að setja inn þennan myndalista, bara afrita og líma inn frá slóðinni http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn/

Varðandi útrásarvíkingana, stjórnmálamenn og bankamenn sem komu okkur í Hrunið þá myndi ég svo gjarna vilja hafa sams konar lista yfir þá en það er ekki alveg eins ljóst hverjir eiga að vera á þeim lista. Það er hins vegar alveg ljóst hver skrifaði undir þennan samning fyrir Íslands hönd og eftir því sem fram kemur í fréttum þá hafði hann óskorað umboð ríkisstjórnarinnar til þess og þetta var fyrst lagt fyrir ríkisstjórnarfund.

Þegar kemur að skuldadögunum þá verður Jóhanna sem nú er forsætisráðherra væntanlega farin á eftirlaun.  

Ég ætla svo sannarlega ekki að fegra neitt stöðu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, saga einkavæðingar er saga stórfenglegra mistaka, blekkinga, gáleysis, fjárglæfra og að mér virðist beinlínis glæpsamlegs athæfis og hafi þeir skömm fyrir sem tóku þátt í því.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.6.2009 kl. 17:51

 
Ragnar Örn Eiríksson, 6.6.2009 kl. 18:26
22 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Auðun:Aðeins til útskýringar. Þú kallar bloggið mitt "óábyrgar upphrópanir". Vissulega er landráð stórt orð en það er svo sannarlega ekki eins og ég hafi ekki tjáð mig um þessi mál. Hér eru nokkur af bloggum bara í mars og apríl.

Vanhæf stjórnvöld II. Pukur og myrkraverk

 Haldið áfram að blekkja almenning

Steingrímur hefur ekki mitt umboð

Gálgafrestur - Að selja Íslendinga í ánauð

 Boxhanski ríkisstjórnarinnar

Betri stofur með útsýni út á Esjuna

Valdalaust þing og þjóðríki sem er að liðast í sundur

 Yfir 13 % karla á höfuðborgarsvæðinu atvinnulausir

 Er Alþingi sem valdalaus kjaftasamkoma og stimplunarmaskína?

 Upplegg ríkistjórnarinnar er lítið og loðið plagg

12 ráðherrar, 9 ráðuneyti, atvinnuleysi, lánleysi og kreppa

 Bankaleynd, bankaleynd

Bretar prófa þanþol Íslendinga - breytum því í slöngvivað

 Áfram Ögmundur og Össur, áfram kaffi og kleinur hjá Jóhönnu og Steingrími!

Meiri ástæða til að berja sleifar við breska sendiráðið en Alþingi

Íslensk stjórnvöld skulda okkur skýringar - Ræður Gordon Brown okkar stöðu?

 Steingrímur og konan undir jökli

 Norræn velferðarstjórn - íslensk skrípamynd

 Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI ekki að meika það

Reykjavík kreppunnar

 Verður stöðugleiki, verður Framsókn með?

 Erlendir kröfuhafar hafa andlit - andlit Philips Greens

 Leiðtogaþáttur á RÚV - Hver vann?

 Hverju er verið að leyna? Hvar er fjórða valdið?

Milljónir og grilljónir

Prófkjörið hans Gulla - Skrípaleikur í beinni útsendingu

 Ástþór og skrímslin- andlitsmyndum af Katrínu veifað en myndbirtingar af Steingrími kærðar

 Testósteron og tækifærissinnar

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.6.2009 kl. 18:27

Rauða Ljónið, 6.6.2009 kl. 19:12

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Að reynaað koma hér fram, ýmist sem frelsandi englar eða vælandi sárir eins og sumir, ( einkum framsóknarmenn ) hreinlega haldandi því fram að þessi auma staða sé núverandi ríkisstjórn að kenna, er svo klígjulegt að maður fær æluna upp í kok. Þvílík andskotans firring, slepja og aumingjaháttur.

Hvað höfum við annað um að velja eftir dómgreindarlausa frjálshyggju hörmungarstjórn Framsóknar og Sjálftæðisflokks en að semja um skuldirnar.

Framsóknarmaðurinn Hallur kvartar um að að honum sé vegið fyrir að gagnrýna núverandi stjórn, sem í sjálfum sér á engra kosta völ.

Honum væri nær að beina gagnrýni sinni að eigin flokki og hans þætti í ábyrgðarlausri frjálshyggju og fyrirgreiðslupólitík undanfarinna ára, þar sem öll orkan hefur farið í það að hygla auðmönnunum og útrásarvíkingunum.

Nei það er gamla sagan: þeir sem rísa gegn spillingarkerfiinu sem einkennt hefur samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, eru auðvitað talsmenn og fylgjendur gömlu kommúnistaríkjana.

Þvílík lágkúra. Þvílíkir riddarar ömurleikans.

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 00:56

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jæja Hallur, ég fer þá kannski að hætta að ætla þig betri en þetta ... stöðugleiki í gífuryrðum og ómálefnalegum upphrópunum færir vísbendingar um viðhorf.

Þú hefur oft kvartað í mín eyru undan uppnefnum og jafnvel gífuryrðum í garð Framsóknarflokksins. Hér ertu samt nokkrum misserum síðar, fallinn í nákvæmlega þá gryfju. Uppnefni og ómerkilegheit.

Finnst þér í alvöru rétta leiðin vera að líkja aðferðum ríkisstjórnarinnar við aðferðir kommúnista?

Elfur Logadóttir, 7.6.2009 kl. 01:05

10 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Kæru Alþingismenn

Hafnið ríkisábyrgð á þennan Icesave samning og þjóðin mun vaða eld og brennistein með ykkur með gleði í hjarta.

Því þá er von

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 02:12

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Hilmar.

Ummæli þín um firringu hitta þig sjálfsn.

Elfur.

Ég er ekki að bera saman verk núverandi ríkisstjórnar og verk kommúnistastjórnar. Hins vegar er ég að líkja saman hvernig frasarnir standa hjákátlega innantómir - reyndar frekar öfugmæli.

Hallur Magnússon, 7.6.2009 kl. 11:24

12 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hallur, það er alveg sama hvernig þú reynir að ramma það inn, þú leggur á borðið samlíkingu milli núverandi stjórnvalda og stjórnvalda kommúnistastjórnar ráðstjórnarríkja.Ég hef ekki nema eitt svar við því:

Svei attan!

Elfur Logadóttir, 7.6.2009 kl. 14:41

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Æi, Elfur!

Hallur Magnússon, 7.6.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband