Takk fyrir mig!

Kæru lesendur!

Nú þegar Ólafi Þ Stephensen hefur verið sagt upp sem ritstjóra Morgunblaðsins hef ég ákveðið að hætta að blogga á mbl.is. Ég vil því þakka þeim 415.606 gestum sem lesið hafa blogg mitt frá því ég byrjaði að blogga á haustmánuðum árið 2007. Sérstaklega vil ég þakka þeim 289.674 gestum sem ómökuðu sig á að lesa pistla mína undanfarið ár.

Ég hef haft það sama að leiðarljósi á blogginu og ég hef haft í lífinu frá því á unglingsaldri - að segja það sem mér finnst - hvort sem það komi mér illa eður vel.

Ég vona að innlegg mitt hér á mbl.is undanfarin tvö ár hafi eitthvað haft að segja í þjóðmálaumræðunni - umræðu sem líklega hefur sjaldan verið eins frjó og undanfarin misseri - þökk sé þessum lýðræðislega miðli blogginu.

Kærar þakkir fyrir mig.

Kveðja

Hallur Magnússon

www.spesia.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir ágæt viðkynni Hallur, gangi þér vel.

Baldvin Jónsson, 19.9.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það verður fátæklegra moggabloggið eftir að þú ert hættur. Ég hef lesið bloggið þitt næstum daglega og fundist þú málefnalegur og já hreinskilinn.

Takk fyrir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.9.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það verður eftirsjá.

Hvert ferðu þá í staðinn, þ.s. ég geri ekki ráð fyrir að þú hættir að blogga?

-----------------------

Ekki er enn komið í ljós, hver verður ritstjóri, en hljómar líklegt að ráðið hafi um, ósætti um pólitíska stefnumörkun blaðsins, undanfarið og að menn, vilji taka upp aðra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 15:34

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mikil eftirsjá af skrifum þínum Hallur. Treysti því að þú skrifir áfram á fullu... á nýjum vettvangi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.9.2009 kl. 15:53

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka þér fyrir heiðarleg og góðsamskipti hér á blogginu enda ertu bæði ,,sviphreinn og tillögugóður".  Það er verst ef þú verður ,,úti" í hægri Framsókn.  Sjálfur er ég eiginlega hættur að blogga og ekki get ég sagt að áhuginn sá að halda því áfram á þessum stað hafi aukist við brotthvarf Ólafs.  Sjáumst. Bestu kveðjur. Baldur

Baldur Kristjánsson, 19.9.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hva Hallur ? maður var rétt að kynnast þér aftur þe frá þeim tíma þegar við sigldum saman hjá Ríkisskipum á áttunda áratugnum

ég mun sakna þín af blogginu, þú kanski lætur vita af þér ef þú velur þér svipaðann íverustað til að koma skoðunum þínum fram, gangi þér ávallt allt í haginn vinur.

Jón Snæbjörnsson, 19.9.2009 kl. 17:14

7 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þakka þér fyrir góð blogg þó við höfum ekki verið sammála um allt :) vona að maður geti lesið blogg frá áfram þá á öðrum stað.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.9.2009 kl. 17:19

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur var nú ekki beinlínis framsóknarmaður en hann var samt vel ættaður. Ég ætla að sjá til hver verður ritstjóri og hvernig fram vindur. Mogga skal að morgni lofa.

Takk fyrir pistlana þína Hallur, ég mun sakna þeirra mun meir en ritstjórnargreina  í tíð Ólafs um kvótakerfið, Evrópusambandið og Æsseif. 

Sigurður Þórðarson, 19.9.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég þakka þér góða pistla og málefnalegrar umræðu.  Þín verður saknað af blogginu.

bestu kveðjur.

Skari

Óskar Þorkelsson, 19.9.2009 kl. 17:33

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skil þig vel og vonast til að lesa þig áfram á nýjum vettvangi. Kær kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.9.2009 kl. 18:14

11 identicon

Sæll Hallur, þetta útspil þitt ættirðu líka að nýta þér gagnvart hinum landráðsflokknum, X-Bé.

Illa gróa gömul sár. Niður með fjórflokkinn. Áfram Nýtt Ísland.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 19:34

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hallur. Takk fyrir það sem ég hef lesið eftir þig. það er langt frá því að ég hafi verið sammála öllu. En maður lærir svo mikið á að lesa það sem maður er ekki sammála. Sagt er að ef allir þekktu alla til hlítar myndi sjónarmið hvers og eins verða viðurkennt. Í því felst skilningurinn. Gangi þér vel.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2009 kl. 19:44

13 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég vil slást í hópinn með bloggurunum hér að ofan og þakka þér fyrir góða pistla, sem ég hef yfirleitt verið sammála!

Ég verð að viðurkenna að mér datt það sama í hug og þú ert að gera, þ.e.a.s. að hætta bloggi á Moggablogginu og hver veit hvort maður gerir það ekki!

Er ekki kominn tími til að við hægri og miðju Evrópusinnar stofnum eigin vefmiðil? Ég geri fastlega ráð fyrir að Ólafi Þ. Stephensen hafi verið vikið úr stóli ritstjóra vegna afstöðu hans til Evrópusambandsins. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2009 kl. 19:46

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, ekki hætti ég að blogga á Moggablogginu þegar Ólafur var gerður að ritstjóra Morgunblaðsins fyrir rúmu ári og blaðinu breytt í áróðursblað fyrir Evrópusambandssinna. En hver og einn verður auðvitað að taka sína ákvörðun í þeim efnum eins og öðrum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.9.2009 kl. 19:55

15 identicon

Það að Ólafur var ritstjóri Moggans var það eina trúverðuga við ritstjórn blaðsins. Það er afskaplega miður að sá mæti maður þurfti að fara. Hann er maður heilinda. Skil þig vel og farnist þér vel á öðrum bloggheimum.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 19:57

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjörn, hægri Evrópusambandssinnar? Þá allir tíu? Nei, smá grín ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.9.2009 kl. 19:57

17 identicon

Það var skítt að lesa þetta lesmál þitt Hallur.

Það er aldrei of mikið af góðun og einörðum pennum!

Þrymur Sveinsson. (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:16

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú fórstu yfir strikið.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 19.9.2009 kl. 20:27

19 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Því miður eru engar líkur á við séum lausir við bullið í þér Hallur. Þið framsóknarmenn eruð eins og flasa. Þið komið alltaf aftur...

annoying

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.9.2009 kl. 20:47

20 identicon

Takk fyrir góð blogg, þó að ég hafi oft ekki verið sammála þér.  Held ég loki mínu líka við  brotthvarf Ólafs og segi líka upp bréfmiðlinum, ef þau nöfn sem eru nefnd komast á ritstjórastólinn.

Stefán J. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:02

21 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Gangi þér vel...en ég óska þér gagngerar hugarfarsbreytingar varðandi ESB.

Vilhjálmur Árnason, 19.9.2009 kl. 22:24

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nújæja Hallur!  

Ég óska þér alls hins besta í útlegðinni frá MBL.BLOGG og allt það, og vona bara að þú hættir ekki að skrifa!

Eins og þessi færsla þín núna. Hún er svo klassísk að ég gat ekki annað enn kommenterað. Ekkert neikvætt, bara íslenskt....

Kær kveðja, Oskar ....


Óskar Arnórsson, 19.9.2009 kl. 23:11

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú fór í verra.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.9.2009 kl. 02:06

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki þess brýnna tilefni að halda áfram að blogga? Ef þú ert að berjast fyrir einhverju málefni, þá leggur þú ekki niður vopn, þótt einn liðsmaður falli.  Það yrði ekki til eftirbreytni fyrir málstaðinn.

Annars er ég gallharður andstæðingur Evrópusambandsaðiildar, en ég get ekki varið það að þaggað sé niður í fólki fyrir skoðanir þess. Málfrelsi er grundvöllur lýðræðis.  Það væri ráð hjá þér að bakka ekki, þótt það væri bara til þess eins að viðhalda málfrelsinu.

Ef þú annars ætlar að standa við þetta, þá finnst mér það miður fyrir skoðana og tjáningafrelsið. Mjög miður.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 02:38

25 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég hlýt að vera sammála Jóni Steinari, að leggjast niður og væla vegna þess að nýr maður setjist í brúnna, er fáránlegt, hreint og beint barnalegur hugsunarháttur.

Guðmundur Júlíusson, 20.9.2009 kl. 02:56

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

..stórundarlegt skrifverkfall! ... og tek undir með Sigurði þór, Jóni Steinari og Guðm. Júl. ...

Óskar Arnórsson, 20.9.2009 kl. 07:43

27 identicon

Já þín verður saknað hér á blogginu. Þó ég hafi oftast verið þér ósammála þá hef ég borið mikla virðingu fyrir þér fyrir það að hafa ekki lokað á fólk sem þú ert ekki sammála. Hér hef ég getað komið og sagt það sem mér finnst um Framsókn og þú svarað mér málefnalega.

Það er annað og meira en sumir hægrimenn geta sagt. Hjörtur nokkur bannaði mig á blogginu sínu fyrir saklausa spurningu um heiðarleika þeirra sem varið hafa gjörninga eins og spilltar mannaráðningar Sjálfstæðisflokksins, og það var áður en umræðan um nafnleyndina fór í gang. Alþjóð veit að um spillingu er að ræða, samt koma skósveinar Sjálfstæðisflokksins og verja ósóman opinberlega. Hvað segir það um þessa menn? Hvernig getur nokkur persóna heiðarleika síns vegna varið mannaráðningar Sjálfstæðisflokksins? Það er ömurlegt þegar menn reyna skrúfa fyrir gagnrýni á blogginu með því að banna bloggurum sem þeir eru ekki sammála, að setja athugasemdir við bloggin sín. Hjörtur J Guðmundsson er ekki sá eini, meira að segja Sverri Stormsker bannaði mig fyrir sömu spurningu og fleiri sem ég man ekki nöfnin á í augnablikinu.  Þetta hlýtur að koma við þá, að spyrja þá um heiðarleika manneskjunnar í sömu andránni og maður spyr hvernig í ósköðunum þeir geti varið gjörninga eins og t.d. þegar sonur Davíðs var ráðinn í feitt embætti? Hvar er heiðarleiki þessa fólks?

 En hérna á þessari síðu hef ég getað komið og sagt mína skoðun umbúalaust og fengið svar án skætings eða að athugasemdir mínar hafi verið klypptar út. Það er ekkert annað en hræsnisfullt fólk sem ekki þolir það af ótta við að það skaði FLOKKINN, ef einhver smá gagnrýni er sögð um hann. Hugsið ykkur gott fólk, maður spyr þessa fínu herra sem hika ekki við að verja spillingu, hvort þeim finnist það bara allt í lagi að menn komi fram opinberlega og verji það sem alþjóð veit að er spilling? Þessir skósveinar flokksins reyna eins og þeir geta að koma í veg fyrir gagnrýni, og það nýjasta er árásin á nafnleyndina. Nafnleyndin er til komin m.a. vegna þess að í litlum bæjarfélgöum þar sem bláa höndin virðist sjórna öllu, þá er ekki gott að koma fram undir nafni ef maður hefur sterkar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum. Þetta getur koastað mann atvinnu og og jafnvel að börnin manns fái ekki vinnu. Við hin sem viljum ekki þjóðfélag spillingar og þöggunar eigum að hundsa svona bloggara. 

Bestu kveðjur til þín Hallur og megir þú lifa vel og lengi á nýjum vettvangi.

Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 08:44

28 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Skammastu þín bara! Hver á þá að standa vörð fyrir Framsóknarflokkinn ?

María Kristjánsdóttir, 20.9.2009 kl. 08:57

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðbjörn vill stofna vefmiðil fyrir innvígða og innmúraða EB-sinna þar sem þeir þurfa ekki að þola gagnrýni á sambandið. Þá þekki ég þig illa Hallur ef þú kýst að koma þér í slíkt skjól.

Sigurður Þórðarson, 20.9.2009 kl. 09:45

30 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Ég átti nú bara við hægri/miðju vefmiðil til jafnvægis á við Nýja Morgunblaðið og AMX, en sem ekki Baugsmiðill í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar!

Hjörtur:

Ætli við séum ekki fleiri en 10! 

Sá hlær best sem síðast hlær!

Og mundu að nákvæmlega núna er mikil þjóðernisleg vakning og vinstri bylgja í gangi: fólk tekur slátur, borðar skyr, prjónar, mótmælir erlendum fjárfestingum o.s.frv.

Þegar sverfur að á næstu 1-2 árum og aðstoð býðst frá ESB í formi aðildarsamnings, sem tryggir yfirráð yfir fiskimiðunum, viðunandi lausn í fyrir landbúnaðinn, efnahagspakka, lausn á peninga- og gjaldeyrismálum, lausn á Icesave deilunni og hjálp í þeim efnum, þá verður annað hljóð í strokknum hjá íslensku þjóðinni.

Það er einmitt fínt að þið andstæðingar ESB "toppið" núna, því við viljum "toppa" í kosningunum sjálfum um samninginn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.9.2009 kl. 10:38

31 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hallur

Takk fyrir góð og málefnaleg skrif.

Moggabloggið verður minna eftir að þú hættir að blogga hér.

Gangi þér vel í framtíðinni

kv..óðinn þórisson

Óðinn Þórisson, 20.9.2009 kl. 10:50

32 identicon

Þetta er virðingarverð afstaða hjá þér Hallur. Sjálfur hef ég, þegjandi og hljóðalaust, tekið sömu ákvörðun. Morgunblaðið er engu betra en eitruðu papírarnir sem Seðlabankinn keypti af bönkunum án trygginga. Seðlabankinn - og íslenska ríkið - fór í kjölfarið á hausinn - var og er gjaldþrota. Að sama skapi er Mogginn gjaldþrota snepill sem haldið er úti af skrímslaflokknum með gömlu fixunum. Ég hvet alla hugsandi moggabloggara (líka þig Lára Hanna) að gefa þessum vettvangi frí.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:39

33 Smámynd: AK-72

Leitt að heyra því ég hef nú reglulega kíkt á pistlana þína þó við séum gjörsamlega á skjön við hvorn annan í ýmsum málum.

Ætla samt ekki að láta mig hverfa héðan sjálfur nema farið verði gegn umræðunni hér í þeim tilgangi að gera hana að blogg-síðum hægri-öfgamanna sem skítinn úr AMX og Vef-Þjóðviljanum lepja sem helgan sannleik. Þá er þetta blogg-svæði búið að vera. Hættumerkin eru allavega á lofti með því að reka ritstjórann fyrir skoðanir sínar og illkvikttnisleg ánægja hægri öfgamanna yfir því að verið sé að svipta menn störfum fyrir skoðanir. Kallast ekki síkt skoðanakúgun annars og eitt af merkjum fasismans sem mátti sjá á tímum Davíðs?

AK-72, 20.9.2009 kl. 13:58

34 identicon

Takk fyrir góð kynni Hallur.Ég óska þér alls hins besta áfram

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 16:06

35 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er fordómafull yfirlýsing hjá þér Hallur og örugglega ekki Framsókn til framdráttar. Undir stjórn Ólafs hefur Morgunblaðið verið stækur áróðurssnepill fyrir ESB-inngöngu landsins.

Þessu höfum við fullveldissinnar fundið sárlega fyrir. Sérstaklega þar sem frétta-mafían hefur einnig lagt undir sig flesta aðra fjölmiðla. Vonandi horfir nú til bóta með Morgunblaðið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.9.2009 kl. 15:47

36 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það að skrifast á við einhvern á þessum miðli, sem hættur er að blogga, hljómar líkt og að reyna að sækja sér drykkjufélaga í einhvern sem hætt hefur drykkju og sett tappann í flöskuna í síðasta sinn.

En það er samt alltaf von til þess að menn sjái að sér og byrji aftur......

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband