Hugleysingjar oft bak við dulnefni á blogginu

Þótt margir þeirra sem blogga undir dulnefni skrifi málefnaleg og heiðarleg blogg - þá er því miður allt of margir nafnlausir hugleysingjar sem hafa ekki manndóm í sér að standa fyrir máli sínu undir nafni og kennitölu. Einkenni þeirra er einmitt að vega fólk úr launsátri með harkalegum persónulegum árársum.

Þessi hópur nafnlausra bloggara er blettur á samfélaginu og er að ata málfrelsinu auri. Málfrelsi byggir ekki á því að fólk geti atað náungan auri undir dulnafni - heldur er það heilagur réttur fólks að geta tjáð sig fjálst í eigin persónu.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Hvað er að því að fólk velji sér notendanafn ?

Það er hægur vandi fyrir þig að klikka á höfundarmyndina til að sjá nafn viðkomandi.

Get ekki séð að þú sjálfur birti kennitölu þína eins og þér finnst sjálfsagt að aðrir geri, eftir þessum pistli þínum að dæma.

Og höfundarsíða þín er nú bara brandari...flokkast undir mont og hégóma.

Hverjum kemur svo sem við hvað þú hafir gert um æfina...

ENGUM...fólki er nokk sama um svona mennta og starfs snobb.

brahim, 6.9.2009 kl. 15:49

2 identicon

Það er einmitt það sem menn vilja í Kína, að allir tjái sig undir nafni og kennitölu... í löndum íslam eru miklar kröfur um það sama.

Finnst þér gott að fara sömu leið og helstu einræðisríki vilja...

Þú ert að falla í gildru elítu og stjórnmálamanna.. sem vilja binda niður málfrelsið þitt....

Næst verður þú að setja nafnið þitt á kjörseðil.. svo það sé hægt að hegna þér fyrir að kjósa rangt

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Hallur Magnússon

brahim

Það var mikið framfaraskref þegar Mogginn setti það sem skilyrði að ábyrgðarmaður yrði skráður fyrir bloggsíðunum.  Það er ekki alls staðar.

Reyndar eru það nafnlausu athugasemdirnar sem eru verstar.

En Reynir - þessi færsla þín er einmitt einkennandi fyrir nafnlaus blogg.

Þú hefur greinilega kafað vel ofan í síðuna mína!

Það er miður að þér líkar ekki síðan mín - en það er þitt vandamál en ekki mitt að hún fari í taugarnar á þér.

Það er reyndar ekki rétt hjá þér að engum komi það við hvað ég hafi gert um ævina. Það hefur verið þægilegt að gera vísað í CV með vefslóð þegar ég hef verið spurður um CV ið. Sem er greinilega allmiklu oftar en þú heldur.

Þá finnst mér líka miður að þú virðist hafa minnimáttarakennd gagnvart menntun og starfsreynslu - en vona að það sé bara stílbragð hjá þér.

En að lokum ...

.... finnst þér virkilega rétt og eðlilegt að fólk geti atað fólk auri undir dulnefni?

... ekki koma með frasan um að IP talan sé skráð!

Hallur Magnússon, 6.9.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Doctor E.

Málfrelsi er ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Málfrelsi mun ég verja fram í rauðan dauðan - eins og ég hef gert í rúma tvo áratugi.

Þú fellur í þá gildru að leggja að jöfnu lýðræðisríkið Ísland - þar sem þú átt stjórnarskrárbundinn rétt á að tjá skoðun þína - og ríki sem ekki eru lýðræðisríki og hafa þá stefnu að hefta málfrelsi.

Ef sá dagur rennur upp á Íslandi - að málfrelsi einstaklinga sem tjá sig undir nafni verður heft - þá skal ég ræða við þig réttmæti ónafngreindra bloggara. Þá vænti ég þess að nafnleysið verði vegna baráttu fyrir mannréttindum og mannfrelsi - en ekki skálkaskjól huglausra ritsóða sem hafa það að markmiði að ata fólki auri.

Hallur Magnússon, 6.9.2009 kl. 17:02

5 identicon

Í þessu máli stöndum við hlið við hlið..kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:05

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vil benda á tvær færslur frá mér í vikunni sem fjalla um þessi mál:

Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 18:01

7 identicon

Finnst ykkur eðlilegt að þingmaður í miðju hruni, einn helsti þáttakandi og að manni skilst einn af þeim sem á að reisa þetta við... að hann sé að sóa tíma sínum í að eltast við kjaftasögur á netinu... komi svo með yfirlýsingar um að hann ætli að berjast gegn þessu fyrst og fremst.

Mér finnst þetta barnaskapur... þó verð ég að segja að það er vistt áhyggjuefni að elítan og margir stjórnamálamenn virðast krefjast þess að böndum sé komið á netið.

Þeir eru líklega að taka þessar kjaftakerlingasögur um fillerý og framhjáhald sem afsökun fyrir að herða tökin svo minni líkur séu á nýjum leka frá nafnleysingja.. eins og með kaupþing.

Spáið aðeins í þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:16

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ekki ætla ég að fara að verja umrætt hátterni einstaklinga.

Hinsvegar vil ég spyrja að því hver munurinn er á áðurnefndri hegðun og þeirri að nota óþekkt skúffufyrirtæki í viðskiptum ???

Er ekki einmitt þessi leynd sem ríkir á ýmsum sviðum samfélagsins, sem er að eyðileggja Íslenskt samfélag??

En ef svo er, hversvegna eiga þá bloggarar fyrst að aflétta leyndinni??  Eru ekki aðrir sem bera meiri ábyrgð á stærra tjóni en þeir, að draga frá fyrst..

Sigurður Jón Hreinsson, 6.9.2009 kl. 18:22

9 identicon

Hallur.

Að skrifa ekki undir fullu nafni eða dulnefni, er bara það sama og þegar vitnað er til heimilda en heilidamanns ekki getið !

Hvers vegna haldið þið að núna sé allt í einu farið að gera athugasemdir við þetta ?

Jú, það eru ákveðnir pólitískir aðilar hræddir við stöðu sína !

Hef sagt það áður og allt í lagi að segja það einu sinni enn, það er ekki málfrelsi á Íslandi !

Hvað varð um ,,litla símamanninn"  ?

Flestir þeir sem vinna á fjölmiðlum eiga bara að gera eins og eigandinn vill !

JR (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:33

10 Smámynd: Kommentarinn

Það eru mannréttindi að geta komið skoðunum sínum á framfæri nafnlaust. Fólk hefur misst vinnuna fyrir að opinbera skoðanir sínar á netinu undir nafni ef að skoðanirnar henta ekki vinnuveitandanum.

Skítkast er eitthvað sem hefur alltaf fylgt mannlegum samskiptum og það breytist ekki sama hvað við setjum mikið af hömlum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir skítkast er að koma í veg fyrir umræðu. Mér finnst ekkert endilega siðlausara að vera með nafnlaust skítkast heldur en undir nafni. Þeir sem það stunda verða bara að eiga það við sína samvisku.

Ef fólk ætlar að taka þátt í umræðu þá verður það bara að þola það að verða hugsanlega fyrir ómálefnalegum dónaskap.

"Málfrelsi er ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Málfrelsi mun ég verja fram í rauðan dauðan - eins og ég hef gert í rúma tvo áratugi."

Hallur þú getur ekki bæði sleppt og haldið.

Kommentarinn, 6.9.2009 kl. 20:46

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með lögin.  Björgvin virðist vilja skerpa einhvernveginn á þessu og að manni sýnist að sá sem heldur úti síðunni beri ábyrgðina. 

Hann vísar til nýfallinns dóms í Bandaríkjunum um netníð. 

Kannast ekki við þennan dóm og væri fróðlegt að vita nánari deili á ef einhver kann.

Eg held samt að rosalega erfitt verði að koma algjörlega í veg fyrir slíkt netinu.   Það eru svo margar leiðir.  Alltaf krókar eða ný göng sem opnast (ef vilji er fyrir hendi) Þ.e. spurning hvort að það krefðist þá svo rosalega mikils eftirlits.

En það er samt ekki = á milli þess sem Björgvin er að tala um og leka á td. wikileaks.  Hvernig er það - veit nokkur hver stendur á bak við wikileaks ?

Mér hefur sýnst að td. í BNA sé litið allt öðruvísi á nafnleynd en hér og þá er ég að tala um svona almennt.  Það þykir sjálfsagðara þar og bara eðlilegt að menn séu undir nafnleysi á spjallborðum - og ýmislegt látið flakka um menn og málefni. 

Og það er eitthvað til í sem Dr. E segir alloft að stundum er fólki hreinlega ráðlagt að nota ekki rétt nafn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 22:39

12 identicon

Þetta er algerlega ótrúleg umræða.  Hér er heilt þjóðfélag hrunið og glæpamennirnir sem að því stóðu bera fyrir sig bankaleynd - er það meiri glæpur að saka mannin um fyllerí en að saka mannin um þá augljósu staðreynd að hann varði ekki grunnstoðir íslensks samfélags heldur lét þær óátalið molna í höndum glæpamanna sem hann og aðstoðaði  á allann þann máta sem honum var fært?  Ber einhver brigður á að hrunið hafi gerst á hans vagt sem bankamálaráðherra?  Veit einhver til þess að hann hafi varað grunlausann almúgann við því sem var að gerast eða hafi gripið til einhverra aðgerða til að minnka tjónið eða afstýra því?

Hér er allt hulið leyndarhjúpi, aflandsfélögum og skúffu/draugafyrirtækjum en stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa áhyggjur af því ef þeir eru sakaðir um kennderí og kvennafar.  Hvorugt mun þó hafa alvarleg áhrif á afkomu lands og þjóðar.  Ég skora á Björgvin að hafa áhyggjur af stærri og veigameiri málum ellegar finna sér aðra vinnu.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:13

13 Smámynd: Egill

síðan hvenær var málfrelsi einungis fyrir þá hugrökku og voldugu?

aðili A hefur upplýsingar um aðila B,  upplýsingarnar eru sannar og kasta slæmu ljósi á athæfi aðila B.

aðili A, þorir ekki að koma upplýsingunum áfram, því hann verður að gera það undir nafni, kennitölu, typpastærð og uppáhaldsrauðvíni,  því að aðili B er maður með völd sem gæti haft slæm áhrif, vinnutækifæri og velferð aðila A.

Aðili B kemst undan.

--

Aðili A bloggar í nafnleynd á netinu  óróðri og vitleysu um aðila B

Fréttamiðlar komast á snoðir um málið og auglýsa það, því þetta er eitthvað sem selur, Aðili B er beðinn um yfirlýsingu.

"þetta er einhver pjakkur útí bæ að skrifa vitleysu, þið ætlið varla að gera verður út af þessu, er ekkert mikilvægara að gerast í þjóðfélaginu?"

málið deyr, og enginn reynir að nýta sér vitleysu til að þrengja að málfrelsinu eða að einoka það við ákveðna þjóðfélagshópa.

ef einhver heldur að hann sé yfir það kominn að vilja hefna sín þegar að honum er vegið, þá sá hinn sami éta hattinn sinn þegar honum er sýnt fram á hræsnina og vitleysuna í sínum orðum.

Egill, 7.9.2009 kl. 14:08

14 Smámynd: Egill

annað að lokum.

ef sá hinn sami og bloggaði þessarri vitleysu um Björgvin héti 

Jón Ólafur Gunnarsson, kt 121255-5289.

Flyðrugranda 2, 107 Reykjavík.

hvað yrði gert í málinu?

Egill, 7.9.2009 kl. 14:10

15 identicon

Egill... útrásarvíkingar og glæpafélagar þeirra taka þetta á nafnleysi vegna .þess að þeir telja að það sé vænlegt til að fá stuðning með ritskoðun.
Þeir telja að enginn verji tal nafnlausra því verði þetta léttur leikur að fá heimska sauði til að samþykkja hertar reglur yfir sjálfa sig..

Munið svo að endingu að stærsta einstaka uppljóstrun í þessu hruni kom frá nafnlausum aðila... .þetta vilja menn stöðva.


DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband