Vonin felst í aðiljum vinnumarkaðarins og samvinnu í stað sundrungar

Vonin felst í aðiljum vinnumarkaðarins sem virðast þeir einu sem hafa döngun til þess að takast á við efnahagsástandið með samvinnu atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Nú ríður á að ríkisstjórnin leggi sitt lóð á vogarskálarnar og tryggi atvinnuskapandi aðgerðir til að efnahagslífið stöðvist ekki alveg.

Það eru jákvæðar fréttir að ríkisstjórnin skuli hafa kallað stjórnarandstöðuna að því erfiða verkefni að skera niður í ríkisrekstri því samvinna ríkistjórnar, stjórnarandstöðu, atvinnulífsins og annarra hagsmunasamtaka er nauðsynleg til þess að vinna okkur út úr vandanum.

Ríkisstjórnin hefur því loksins lært af vinnubrögðum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn sem leituðu til minnihlutans í borgarstjórn um það erfiða verkefni að draga úr útgjöldum borgarinnar vegna efnahagsástandið.

Það er vonandi að stjórnarandstaðan læri af vinnubrögðum VG og Samfylkingar um að taka þátt í slíkri samvinnu.

Við erum búin að sjá árangur þessarar samvinnu meirihluta og minnihluta í borgarstjórn. Við viljum sjá sambærilegan árangur í landsstjórninni.

Þegar eðlileg átök um IceSave samninginn er að baki - þá verða allir að leggjast á eitt og vinna saman. Svo einfalt er málið.


mbl.is Tillögur tilbúnar um atvinnumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þegar "neyðarlögin" voru sett í október 2008 af þáverandi stjórnvöldum var bókfest að innistæður" íslendinga" væru tryggðar...umfram innistæður Hollendinga og innistæður Breta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband