Ríkisstjórnin ekki einfær um að stjórna aðildarviðræðum að ESB

Okurvextir í IceSave samkomulaginu og sú staðreynd að íslenska ríkið gerir upp á milli kröfuhafa gömlu bankanna undirstrikar nauðsyn þess að það verði ekki Samfylkingin og VG sem sjái um aðildarviðræður við Evrópusambandið ein og sér, heldur komi allir flokkar að aðildarviðræðunum með skýr skilyrði í farteskinu.

Eftirfarandi atriði ættu að liggja til grundvallar aðildarviðræðunum:

  • Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
    aðildarsamnings.
  • Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
  • Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
  • Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
  • Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
  • Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
  • Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
  • Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

 


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er......Wait a minute......Maybe they will not give you membership, then all your problems about what you want and what you are going to tell everyone, and how you want the European Union to be run, and what they have to do if you join, and all the laws they will have to change because you do not like them.......Come on...Get real....

Fair Play (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 11:29

2 identicon

Það er ekki rétt að um okurvexti sé að ræða. Ekki er nein verðtrygging. Búast má við mikilli verðbólgu erlendis vegna seðlaprentunar þannig að um neikvæða raunvexti verður líklega að ræða í viðkomandi gjaldmiðlum.

Hitt er annað að vandinn framundan er svo hrikalegur, þökk sé framsókn og íhaldi, að vel má vera að þjóðstjórn sé nauðsynleg.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Þegar stýrivextir Englandsbanka eru innan við 1% - þá eru þetta okurvextir.

Reyndar er vandinn svona hrikalegur vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem betur hefðu farið eftir aðvörunum Guðna Ágústssonar á sínum tíma.

Bankahrunið er að stórum hluta vegna aðgerðarleysis og rangra aðgerða ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Það er hjákátlegt hvernig Samfylkingin reynir að þvo hendur sínar af þeirra stóra hlut í efnahqagsástandinu!

Eigum við að rifja upp verðbólgufjárlög Samfylkingarinnar - þar sem var 20% raunaukning á fjárlögum - einmitt þegar hefði þurft að draga úr ríkisútgjöldum?

Þótt Ingibjörg Sólrún sé horfin af vettvangi - þá eru sökudólgarnir Jóhanna, Össur og Möllerinn enn í ríkisstjórninni.

Þá er ég ekki að gera lítið úr mistökum Framsóknarmanna á árum áður og hlut þeirra í núverandi ástandi - það hef ég reyndar aldrei gert - það vita þeir sem fylgst hafa með bloggi mínu - ekkigleyma að það var ég sem kom fyrst opinberlega fram með kröfuna um að skipt yrði um nýja forustu - og að hún axlaði ábyrgð.

En sök Samfylkingar er ekkert minni fyrir það!  Það var hún sem klikkaði þegar þurfti að taka á málum - getuleysi hennar ásamt Sjálfstæðiflokki algjört.

Jóhanna Sigurðardóttir ber fulla ábyrgð á því - þótt hún láti eins og hún hafi verið að byrja í ríkisstjórn núna eftir áramótin

Hallur Magnússon, 6.6.2009 kl. 12:26

4 identicon

Stýrivextir núna eru 1% en geta breyst hratt þegar efnahagslífið rýkur aftur af stað, en hér er verið að tala um fasta vexti og við höfum leyfi til að taka lán annar staðar á lægri vöxtum ef það er í boði.

Annars er ég ánægður með það sem þú segir um Framsóknarflokkinn.

Flestir eru sammála um að árið 2007 hafi verið of seint að bjarga bankakerfinu, að var þá þegar orðið svona stórt. Það er orðið ljóst að gott var að bankakerfið hrundi, þess fyrr sem það gerðist þess betra. Ábyrgðir vegna þessara innlánsreikninga jukust með degi hverjum og þetta hefði endað með algjöru þjóðargjaldþroti ef hrunið hefði orðið seinna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband