Óskrifuð regla Gylfa brot á vinnulöggjöfinni

Gylfi Arnbjörnsson á að viðurkenna að hann hafi fundið upp nýja óskrifaða reglu hjá ASÍ: Framsóknarmenn í framboði skulu hætta hjá ASÍ.

Sú regla gengur reyndar gegn 4. gr. vinnulöggjafarinnar:

 Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
   
a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
   
b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.

Gylfi ætti því að hætta með þessa reglu.

Þá á Gylfi að sjá sóma sinn í að biðja Vigdísi Hauksdóttur opinberlega afsökunar á frumhlaupi sínu og og broti á vinnulöggjöfinni - vinnulöggjöf sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir með svita, blóði og tárum gegnum áratugina.


mbl.is Óskrifuð regla ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annars finnst mér nú spaugilegast við þetta allt saman að Gylfi gengur út frá því að fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi sé öruggt þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn. Síðast þegar ég vissi voru Reykjavíkursæti ekki öruggari en það að Framsóknarflokkurinn á ekkert.

Hins vegar hlýtur maður að draga í efa að rétt sé að Framsóknarmenn fari með störf í þágu alþýðunnar þar sem enginn flokkur gengur ötullegar fram í að viðhalda háu matvælaverði til þjóðrarinnar með gengdarlausri hagsmunagæslu fyrir landbúnaðinn.

Haukur (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband