Sigurður Ingi og Eygló öflugt pólitískt par

Sigurður Ingi og Eygló Harðardóttir eru öflugt pólitískt par sem hafa víða skírskotun á Suðurlandi. Suðurnesjamaðurinn Eysteinn Jónsson klárar það sem klára þarf hvað það varðar. Sem "gamall tímabundinn Hornfirðingur" bíð ég eftir þingmannsefni úr Austur-Skaftafellsýslu - en hann kemur bara síðar!

Framsóknarflokkurinn á að ná góðum árangri á Suðurlandi með þennan lista.

En ég vil minna Sigurð Inga og aðra frambjóðendur Framsóknarflokksins á að þau hafa verið valin til þess að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins sem ákvörðuð var á síðasta flokksþingi. Þar er mikilvægt að hafa í huga það sem ég bloggaði um í morgun: Evrópustefna Framsóknar skýr - aðildarviðræður með skýrum markmiðum

 


mbl.is Sigurður Ingi í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig er það með Sigurð Inga er hann mikill Evrópusinni.

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2009 kl. 15:49

2 identicon

Ég tek eftir því að þú skautar yfir nafn mannsins sem er í þriðja sæti, ég skil það vel, enda fer sjálfsagt best á því. Séu hagsmunir flokksins hafðir í huga.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðmundur minn.

Birgir er öðlingsmaður - af Vatnsleysuströndinni minnir mig.

Það þarf ekki að brýna hann hvað varðar Evrópumálin held ég!

Hallur Magnússon, 8.3.2009 kl. 20:29

4 identicon

Í framhaldi af athugasemd við bloggið hér á undan. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að fólk gefi kost á sér í framboð fyrir Framsóknarflokkinn án þess að vera sammála stefnu flokksins. Ég kaus Sigurð Inga í prófkjörinu. Trúi því ekki að hann hafi verið að plata mig. Að hann fylgi ekki fast eftir stefnu flokksins sem er nýsamþykkt. Það er lykilatriði fyrir mig að fá það á hreint

Jón Tynes (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi listi á eftir að ná mörgum atkvæðum frá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum líka.Þeir Sjálfstæðismenn sem endilega vildu kjósa dýralækni í síðustu kosningum hljóta að geta sætt sig við Sigurð Inga.En ég held að listinn nái mest frá Samfylkingu, sérstaklega á Suðurnesjum og einkum Sandgerði.

Sigurgeir Jónsson, 8.3.2009 kl. 21:04

6 identicon

"Íkonagrafía" er ákveðin listgrein. Grímugerð önnur. Geta gagnast svipað.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband