Athyglisvert væri að vera fluga á vegg í viðskiptanefnd Alþingis

Það væri athyglisvert að vera fluga á vegg í viðskiptanefnd Alþingis þegar bankastjórar Seðlabanka Íslands mæta til að ræða um bankann, skipulag yfirstjórnar, peningastefnunefnd og um frumvarp að nýjum lögum um Seðlabankann.

En fluga er ég ekki og verð því að geta mér til um umræðurnar.

Kannske fáum við samt einhverjar fréttir af fundinum - hver veit!


mbl.is Seðlabankastjórar funda með viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

davíð mætir of  seint...

Óskar Þorkelsson, 16.2.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Held hann verði lasinn ( heima )

hilmar jónsson, 16.2.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það væri gaman að vera fluga á vegg víða þessa daganna - en þá þyrfti flugan að tala og skilja íslensku - svo myndi kannski einhver drepa greyið - kannski galin hugmynd en samt

Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:37

4 identicon

Það á að vera bein útsending frá þessu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Eiga ekki að vera útsendingar frá einhverjum af öllum þessum nefndafundum Alþingis?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 17.2.2009 kl. 00:54

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Alma Jenny!

Mér finnst reyndar að það eigi að sjónvarpa reglulega af nefndarfundum á Alþingi. Það var aðeins gert um daginn. Held að það veiti fólki betra innsýn í raunveruleg störf Alþingismanna - sem eru vanmetin af mörgum - auk þess sem það eykur aðhald.

Hallur Magnússon, 17.2.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband