Rotturnar yfirgefa sökkvandi skip ...

Það er sagt að rotturnar yfirgefi sökkvandi skip. Í sjálfu sér vil ég ekki líkja Björgvini G. við rottu - en hegðunin er sú sama.

Björgvin er að flýja sökkvandi ríkisstjórnarskútu.  Vandamálið er að Björgvin er mörgum mánuðum of seinn - og skipið nánast sokkið!

Ótrúverðugt!


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

sammála þér. þetta er prófkjörs og kosningar atkvæða veiða leið hjá honum. með þessu er hann að reyna að blekja kjósendur og tryggja sér þingsæti og ráðherradóm eftir kosningar.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ómerkilegt

Jón Ingi Cæsarsson, 25.1.2009 kl. 11:01

3 identicon

Mjög vel að orði komist hjá þér Hallur, rotturnar eru byrjaðar að stökkva frá borði.  En því miður held ég að þetta sé þáttur í atkvæðaveiðum fyrir komandi kostningar.  Alveg er ég kominn með ógeð á þessum siðblindu stjórnmálamönnum og þessu handónýta og spillta flokkakerfi.

Jónas Arnars (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Hallur, Björgvin er sá EINI í öllu landinu.. í öllu stjórnkerfinu sem hefur axlað ábyrgð eftir hrunið !!  og þér finnst það ótrúverðugt... hmm hvað er þá trúverðugt í þínum huga ?  einkavinavæðing framsóknar í bankamálum ?

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 11:04

5 identicon

sæll Hallur

 Hefði nú ekki verið skynsamlegt að hugsa sig um áður en þú settir þennan póst inn og til að mynda lesa tilkynningu Björgvins;

Björgvin sagðist aldrei hafa verið í vafa um að hann bæri hluta af hinni pólitísku ábyrgð á bankahruninu og hefði ávallt ætlað að axla hana. Ég hef aldrei verið í vafa um að ég ber hluta af hinni pólitísku ábyrgð og hef alltaf ætla að axla hana. Sagðist hann hafa trúað því lengi framanaf að ríkisstjórnin myndi vinna traust almennings í endurreisnarstarfinu en það hefði mistekist. Reiði fólks, vantrúin og rof á milli þjóðar og stjórnvalda væri svo djúpstæð. „Það verður aldrei unnið til baka nema það verði breytingar í lykistofnunum,"

 Mér finnst þetta nú ekki væra dæmi um ,,rottugang"

Flosi (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:14

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Eitthvað hafa þau Geir og Ingibjörg verið að bralla enda er vona ekki gert án þeirra kröfu eða að minnsta kosti samþykkis.

Vonandi er brottvikning Seðlabankastjórnarinnar inni í þessum aðgerðum og sameining Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans á borðinu.

Svona aðgerðir krefjast langs undirbúningstíma og væri fróðlegt að vita hvenær undirbúninguinn hófst.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 11:15

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar!

Það er rétt hjá þér að það hefur enginn í stjórnkerfinu axlað ábyrgð! Fyrrum forysta Framsóknarflokksins fram undir þetta verið þeir einu - og mistök í fyrri ríkisstjórn gerð upp á flokksþingi.

Hins vegar er alveg ljóst að einkavæðing bankanna var ekki einkavinavæðing Framsóknarflokksins. Annar bankinn fór til vina Sjálfstæðisflokksins - og ekki hæstbjóðanda. Það má gagnrýna - en gert í takt við ráðgöf erlendra sérfræðinga sem unnu með ríkisstjórninni við einkavæðinguna.

Hinn bankinn var seldur hæstbjóðanda og á verði sem var mun hærra en fyrirliggjandi verðmat bankans var á sínum tíma.  Var  það óeðlilegt?

Hallur Magnússon, 25.1.2009 kl. 11:16

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Flosi.

Björgvin getur sett það sem hann vill í fréttatilkynningu. Það breytir því ekki að það er afar ótrúverðugt að gera þetta fyrst núna þegar ríkisstjórnin er nánast sokkinn. Hann átti að gera það fyrir löngu síðan. En hann sat meðan sætt var - og reyndar rúmlega það.

Hegðunin er því eins og hjá skipsrottunum.

Hallur Magnússon, 25.1.2009 kl. 11:18

9 Smámynd: Brattur

... Framsóknarrotturnar átu gat á skipið í mörg, mörg ár og sökktu því... við skulum aldrei hleypa þeim um borð aftur...

Brattur, 25.1.2009 kl. 11:27

10 Smámynd: Nostradamus

Jamm rotturnar yfirgefa sökkvandi skip, rétt er það. Sjáum bara Halldór Ásgríms, Jón Sigurðssson, Guðna Ágústsson, bóksalann sem ekki kunni á Outlook og fleiri og fleiri. Ekki það að ég sé eitthvað að líkja framsókn við sökkvandi skip, öðru nær, hún minnir meira á brunnið hús. Og ekki vil ég líkja þessum herramönnum við rottur, öðru nær. Rottur eru nefninlega skynsamar og þrautseigar skepnur sem eiga jafnvel eftir að erfa jörðina. Ekkert af þessu á um við framsóknarmenn....

Nostradamus, 25.1.2009 kl. 11:28

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Lestu nú þetta vel og vandlega og biddu svo afsökunar á þessu bloggi þínu;

http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/Raedur_HA/nr/1707

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:30

12 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hallur þó!

Smekklegur ertu ekki alltaf, það verður seint sagt.

Auðvitað ertu að líkja Björgvini við rottu. Allir sem ekki smella á fyrirsögnina þína heldur sjá einungis þessi orð tengd fréttinni sitja eftir með þá samlíkingu að hann sé rotta að flýja sökkvandi skip.

Hvernig sem þú takmarkar slíka fullyrðingu innan bloggfærslunnar, þá sitja orðin eftir fyrir þá sem ekki fylgja tenglinum (og í raun þá sem fylgja tenglinum).

Á málefnalegum nótum get ég hins vegar fallist á að tímasetningin gerir það að verkum að afsögn hans og allra yfirmanna Fjármálaeftirlitsins hefur minni áhrif en ella.

Elfur Logadóttir, 25.1.2009 kl. 11:35

13 Smámynd: Steinarr Kr.

Þetta er upphafið af kosningabaráttunni hjá Björgvin.

Þeir einu sem munu bera ábyrgð á hruninu erum við skattgreiðendur.

Steinarr Kr. , 25.1.2009 kl. 11:57

14 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hallur, Hallur .... þetta er einkar ósmekkleg samlíking hjá þér! Skammastu þín!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.1.2009 kl. 12:10

15 identicon

Aumlegasti og ómerkilegasti pistill sem þú hefur skrifað Hallur. Langt, langt fyrir neðan beltisstað. Leitt að þú sýnir þessa hlið þína.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:32

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Alveg finnst mér með ólíkindum viðbrögð ykkar við þessari meinlausu - en eðlilegu samlíkingu.   Greinilega hitt á auman blett!

Tek undir með Nostradamusi sem bendir á hið augljósa:  "Rottur eru nefninlega skynsamar og þrautseigar skepnur..."

Málið er að  Björgvin er að styrkja stöðu sína í formannsslagnum við Dag B.

Það sem Björgvin gerir er rétt - en amk. 50 dögum of seint! Þess vegna stend ég við samlíkinguna með skipsrottunum.

En ekki gleyma að skipsrotturnar sem yfirgefa skútuna geta átt sé glæsta framtíð á nýrri skútu!

Ég er sannfærður um að Björgvin muni lifa góði lífi í Samfylkingunni eftir þetta.

Ef eitthvað er ósmekklegt þá er það að Björgvin hafi ekki gert þetta fyrr!
... og talandi um ósmekklegheit - ef þið farið af límingunum yfir þessari meinlausu fyrirsögn - hvað ætti ég þá að segja varðandi komment á Framsóknarflokkinn - sem oftar en ekki eru vægast sagt afar ósmekkleg.  Ekki hafa menn gert athugasemdir við það gegnum tíðina!

Hallur Magnússon, 25.1.2009 kl. 12:46

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rotturnar yfirgefa skipið áður en það fer úr höfn Hallur.. þær finna á sér að allt sé að fara til fjandans..  þessi samlíking þín er mjög slöpp og hittir alls ekki markið.

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 12:55

18 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Hallur þú segir:

„Fyrrum forysta Framsóknarflokksins fram undir þetta verið þeir einu - og mistök í fyrri ríkisstjórn gerð upp á flokksþingi“.

Öðru fremur ert þú líklega meiri húmoristi en þú hefur gert þér grein fyrir.

Jón Ragnar Björnsson, 25.1.2009 kl. 13:02

19 Smámynd: Brattur

Framsóknarmenn láta nú eins og þeir hafi fengið syndaaflausn... eru algjörlega saklausir af fortíðinni... en Framsóknarmenn bera mesta ábyrgð á bankahruninu ásamt Sjálfsstæðismönnum... þeir einkavæddu bankana og létu þá í hendur fjárglæframanna sem ekki kunnu að reka banka... það tók þá síðan örfá ár að setja bankana á hausinn... mér dettur Valgerður Sverrisdóttir alltaf í hug þegar orðið "bankahrun" ber á góma... þið látið eins og krakki sem brýtur rúðu og hleypur fyrir horn á eftir og lærtur eins og að hann sé saklaus af því að hann sést ekki...

Brattur, 25.1.2009 kl. 13:36

20 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þegar þú ákvaðst að nota samlíkinguna við rottu held ég að þú hafir ekki gert það vegna þess að rottur eru skynsamar og þrautseigar skepnur, þó svo að þú reynir svo að bjarga þér fyrir horn með því að gera þau orð að þínum.

Staðreyndin er sú að þessi samlíking þín er einkar ósmekkleg en reyndar í takti við ýmislegt sem maður er vanur að sjá hjá Framsóknarmönnum. Þið eruð ekki búnir að hvítþvo ykkur með nýrri flokksstjórn, til þess var skíturinn of mikill.

"Hann byrjaði" afsökun þín, sbr orð þín um að menn hafi látið ýmislegt flakka um Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina, er svo hlægilega barnaleg að það er nú engu lagi líkt !

Smári Jökull Jónsson, 25.1.2009 kl. 13:45

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Smári.

Myndlíkingin við sökkvandi skip og skipsrottur á flótta lýsir ástandinu fullkomlega.  Ríkisstjórn er hálfsokkinn - og Björgvin tekur þá ákvörðun að stökkva frá borði í stað þess að sökkva með til botns.  Þannir styrkri hann stöðu sína.  Þetta er staðreynd málsins.  

Væntanlega þess vegna sem Samfylkingarfólk með slæma samvisku tekur myndlíkinguna svona nærri sér.

Viðkvæmni ykkar gagnvart skipsrottum er með ólíkindum! 

Hallur Magnússon, 25.1.2009 kl. 15:05

22 Smámynd: Elfur Logadóttir

ÉG, með slæma samvisku? Ekki séns. Ég hef opinberlega verið í stjórnarandstöðu síðan 22. nóvember sl. auk þess að hafa talið að Björgvin ætti að stíga til hliðar á grundvelli pólitískrar ábyrgðar.

Enda tók ég myndlíkinguna ekki nærri mér - það er hægt að hafa skoðun á ósmekklegheitum án þess að maður taki það sem sagt er nærri sér. Eins og þú ætlar þér greinilega að standa við myndlíkinguna, þá mun ég standa við yfirlýsingu mína um ósmekklegheit þín í þeim efnum. 

Ég er nefnilega talmsaður málefnalegra stjórnmála á alla kanta og "hann gerði þetta fyrst" sandkassaleikur er fyrir neðan mína virðingu og ætti að vera fyrir neðan þína.

Óréttur eins, réttlætir aldrei órétt annars.

Elfur Logadóttir, 25.1.2009 kl. 15:19

23 Smámynd: Hallur Magnússon

Elfur!

Hvað átti við með "hann gerði þetta fyrst" ?

Hvað er ósmekklegt við myndlíkinguna?

Hallur Magnússon, 25.1.2009 kl. 16:53

24 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú svarar fyrir svona "smekklegt" orðfæri með því að benda á að aðrir hafi áður gert þetta við Framsóknarflokkinn. Ég fordæmdi það þá og þetta líka núna.

Elfur Logadóttir, 25.1.2009 kl. 18:01

25 identicon

Ég ætla ekki að elta ólar við  smekklegheit þessarar færslu þinnar. Heldur ætla ég að senda þér  komment, sem ég sendi flokksystur þinni, Eygló Harðardóttur fyrr í dag, en án þess að fá nokkur viðbrögð.

Þykist Framsóknarflokkurinn vera búinn að sópa allri spillingu fortíðar burt með nýjum formanni?  Spurðu formann þinn hvaða hlutabréf hafi verið skrifuð á hann, þegar faðir hans fékk afhent á silfurfati, opinber fyrirtæki, sem hann var í forsvari fyrir,  í gjörspilltri einkavinavæðingu, sem fram fór samkvæmt hinni alræmdu helmingaskiptareglu íhalds og framsóknar.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:01

26 identicon

Að rottur flýji sökkvandi skip er einfaldlega sú myndlíking sem notuð hefur verið um slíkar aðstæður á Íslensku síðan elstu menn muna. Hún vísar einfaldlega til þess að þegar rottur sjást yfirgefa skip, er það skýr vísbending um að það muni sökkva.

Á sama hátt er það skýr vísbending um að ríkisstjórnin sé að falla, þegar ráðherra tekur allt í einu upp á því að "axla ábyrgð" sem hann virtist taka á sig þar til nú.

Ég verð nú samt að setja 6" varnagla við því þegar menn þykjast vera að axla ábyrgð með því einu að segja af sér. Sérstaklega er merkilegt hvað þessi ábyrgð fór allt í einu að plaga hann Björgvin þegar það fór að hilla undir kosningar. Í mínum huga "axla" menn ábyrgð þegar þeir taka ábyrgð á því sem þeir hafa misgert og bæta svo fyrir misgjörðir sínar. Þegar menn hætta vegna þess að þeir hafi gert mistök geta þeir verið að viðurkenna ábyrgð sína, en axla ekki nokkurn skapaðan hlut. Svo er líka mögulegt að þeim sé hreinlega ekki sætt, en viðurkenni ekkert fyrir því.

Þar liggur einmitt hundurinn grafinn. (Ég tel rétt að taka það fram, í ljósi kommenta hér að ofan, að ég er ekki að kalla Björgvin hund) Málið er nefnilega að Björgvin gat ekki viðurkennt mistök sín á blaðamannafundinum í morgun. Hann var spurður beint að því hvaða mistök hann hefði gert. Hann eyddi því með því að tala óljóst um að mörg mistök hafi verið gerð af mörgum aðilum. HANNN TÓK SUMSÉ EKKI Á SIG ÁBYRGÐ Á NEINU!

Að þessu sögðu ætla ég hvorki að kalla Björgvin rottu né hund.

Ég kalla hann hins vegar hiklaust froðusnakk.

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:15

27 identicon

Það er erfitt að gera fólki til geðs!

Ef hann hefði farið í sept. eða okt. þá hefðu einhverjir sagt að hann væri að flýja erfið mál á efiðum tímum.

Ef hann hefði ekki sagt af sér þá hefði hann klárlega verið gagngríndur fyrir að taka enga ábyrgð.

Þegar hann segir hann af sér núna þá er hann að flýja sökkvandi skip og þetta er of seint og bla bla bla.

Það er engan vegin hægt að gera ykkur til geðs, þið eruð atvinnuvælarar og vælið yfir öllum andskotanum, alveg sama hvað er gert og hverjir gera hvað? Þið eruð að gera uppá bak með svona skrifum og rúmlega það.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:51

28 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hrannar, þarna fellurðu nákvæmlega í þá gryfju sem verið er að reyna að beina fólki í af þeim sem forðast pólitíska ábyrgð. Pólitísk ábyrgð byggir alls ekki á misgjörðum þess sem ábyrgðina ber, þvert á móti þá byggir hún á því að viðkomandi beri ábyrgð þrátt fyrir að engar misgjörðir hafi veirð, heldur vegna þess að eitthvað hefur misfarist á hans vakt.

Að axla pólitíska ábyrgð er einmitt nákvæmlega að segja af sér þegar einhver undirmanna / undirstofnanna / annarra aðila á ábyrgð ráðherrans, rækja starf sitt ekki með fullnægjandi hætti, hvort sem er vegna afglapa, ásetnings eða af öðrum ástæðum.

Ef um misgjörðir er að ræða, þá er ábyrgðin frekar saknæm eða persónuleg - ekki pólitísk. Þess vegna þurfti Björgvin ekki að nefna nein persónuleg mistök sem ástæðu þess að hann axlaði politíska ábyrgð, því persónuleg mistök eru ekki ástæða afsagnarinnar - þó þau gætu hafa hjálpað til. Hann tók einmitt fullkomnlega pólitíska ábyrgð á því sem gerst hafði í stofnun á hans ábyrgð á hans vakt.

Þú mátt kalla Björgvin það sem þig langar til, en að sama skapi vænta þess að vera talin ósmekklegur notirðu ósmekklegar samlíkingar í málfari þínu eins og Hallur gerði.

Elfur Logadóttir, 25.1.2009 kl. 23:17

29 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hverjir sökktu skipinu? Athafnamenn eins og Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. Stjórnmálamenn eins og Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir. ÞESSAR "rottur" nöguðu gatið á botn skipsins svo sjór flæddi inn. Geir og Björgvin og félagar tókst ekki að halda skipinu á floti, sem aðrir höfðu gert sitt besta að koma fyrir kattarnef.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.1.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband